Patrekur: Það er ömurlegt að tapa, það breytist ekki Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 16. febrúar 2022 20:19 Patrekur Jóhannesson. vísir/hulda margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur yfir að hans lið sé fallið úr leik í bikarkeppninni í handbolta. „Það er ömurlegt að tapa. Það breytist ekki. Þetta var svipað og í leiknum fyrir norðan, við vorum fínir í fyrri hálfleik. Markvarslan góð og við vorum að fá færi. Við áttum klárlega að vera fjórum eða fimm mörkum yfir í hálfleik og við nýttum í raun bara helminginn af dauðafærunum. Síðan í seinni hálfleik kemst KA yfir og markvarslan hjá okkur verður þar með engin. Varnarleikurinn verður þannig séð bara bland. Við gefum kannski eftir en þeir voru til dæmis að skora úr hornafærunum meðan við vorum kannski ekki að fá úr báðum hornunum. Við förum bara illa með þetta, þeir voru að segja mér að við höfum verið að klikka á 23 skotum. Og það er bara ástæðan fyrir því að við getum sjálfum okkur um kennt um hvernig fór.“ Sagði Patrekur eftir leikinn. Arnór Freyr Stefánsson átti frábæran fyrri hálfleik en í honum varði hann ellefu skot sem skilaði 50% markvörslu. „Hann var alveg frábær hann Arnór (Freyr Stefánsson). Hann er yfirleitt búinn að vera góður í leikjunum hjá okkur. Hann var aðeins frá í undirbúningnum síðasta sumar því hann var í aðgerð. Hann þarf að ná lengra og það kemur.“ Stjarnan var með tveggja marka forystu í hálfleik og tók það KA ekki nema fimm mínútur að jafna. KA komust svo yfir í fyrsta skipti í leiknum á 36. mínútu og þá var ekki aftur snúið. „Það sem vantaði í seinni hálfleik var að skora úr þessum aragrúa af dauðafærum. Síðan er það líka að þó svo að KA komi nálægt okkur eða einu yfir þá verða menn bara að vera rólegir. Þessir leikmenn hjá mér hafa yfirleitt verið með gott sjálfstraust en við þurfum aðeins að fara yfir það. Núna er bikarinn bara búinn og þá er það bara deildarkeppnin. Við erum í harðri baráttu þar fyrir úrslitakeppnina og við þurfum bara að gera betur. Ég óska KA bara til hamingju því þeir gerðu vel úr sínu. En við þurfum bara að lýta í eigin barm og fara yfir það sem fór illa í dag,“ sagði Patrekur að lokum. Íslenski handboltinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
„Það er ömurlegt að tapa. Það breytist ekki. Þetta var svipað og í leiknum fyrir norðan, við vorum fínir í fyrri hálfleik. Markvarslan góð og við vorum að fá færi. Við áttum klárlega að vera fjórum eða fimm mörkum yfir í hálfleik og við nýttum í raun bara helminginn af dauðafærunum. Síðan í seinni hálfleik kemst KA yfir og markvarslan hjá okkur verður þar með engin. Varnarleikurinn verður þannig séð bara bland. Við gefum kannski eftir en þeir voru til dæmis að skora úr hornafærunum meðan við vorum kannski ekki að fá úr báðum hornunum. Við förum bara illa með þetta, þeir voru að segja mér að við höfum verið að klikka á 23 skotum. Og það er bara ástæðan fyrir því að við getum sjálfum okkur um kennt um hvernig fór.“ Sagði Patrekur eftir leikinn. Arnór Freyr Stefánsson átti frábæran fyrri hálfleik en í honum varði hann ellefu skot sem skilaði 50% markvörslu. „Hann var alveg frábær hann Arnór (Freyr Stefánsson). Hann er yfirleitt búinn að vera góður í leikjunum hjá okkur. Hann var aðeins frá í undirbúningnum síðasta sumar því hann var í aðgerð. Hann þarf að ná lengra og það kemur.“ Stjarnan var með tveggja marka forystu í hálfleik og tók það KA ekki nema fimm mínútur að jafna. KA komust svo yfir í fyrsta skipti í leiknum á 36. mínútu og þá var ekki aftur snúið. „Það sem vantaði í seinni hálfleik var að skora úr þessum aragrúa af dauðafærum. Síðan er það líka að þó svo að KA komi nálægt okkur eða einu yfir þá verða menn bara að vera rólegir. Þessir leikmenn hjá mér hafa yfirleitt verið með gott sjálfstraust en við þurfum aðeins að fara yfir það. Núna er bikarinn bara búinn og þá er það bara deildarkeppnin. Við erum í harðri baráttu þar fyrir úrslitakeppnina og við þurfum bara að gera betur. Ég óska KA bara til hamingju því þeir gerðu vel úr sínu. En við þurfum bara að lýta í eigin barm og fara yfir það sem fór illa í dag,“ sagði Patrekur að lokum.
Íslenski handboltinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00