Sváfu aftur á verðinum í Garðabænum: Leikurinn gekk í rúmar fimmtíu sekúndur án þess klukkan færi í gang Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2022 10:01 Vilhjálmur Bjarnason (fyrir miðju) og félagar á ritaraborðinu í TM-höllinni sváfu á verðinum í gær. Myndin er þó ekki úr leiknum í gær. vísir/vilhelm Tímavörðunum í TM-höllinni í Garðabænum varð á í messunni þegar Stjarnan tók á móti KA í sextán liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handbolta í gær. Í stöðunni 23-25 fyrir KA fékk Stjarnan vítakast. Tíminn var stöðvaður á 57:25. Leó Snær Pétursson tók vítakastið, skoraði og minnkaði muninn í 24-25. En tíminn fór ekki aftur í gang eftir að dómararnir flautuðu. Enginn á vellinum virtist þó átta sig á neinu nema Gunnar Birgisson sem lýsti leiknum á RÚV og endurtók í sífellu að klukkan væri ekki í gangi. Leikurinn gekk í rúmar fimmtíu sekúndur áður en menn tóku við sér. Á þeim tíma hafði Allan Norðberg komið KA í 24-26 og Bruno Bernat varið skot frá Tandra Má Konráðssyni. Þegar leikurinn hófst aftur eftir nokkra reikistefnu var klukkan stillt á 57:43. Tímaverðirnir voru þar full nískir á að bæta við sekúndum en samkvæmt óvísindalegri könnum gekk leikurinn í 54 sekúndur án þess að klukkan færi í gang. Atburðarrásina sem hér hefur verið lýst má sjá á vef RÚV, eða með því að smella hér. Hún hefst á 1:35:00. KA vann leikinn, 25-27, og er komið í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins. Auk KA tryggðu Valur, Selfoss, Haukar og Víkingur sér sæti í átta liða úrslitunum í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn á ritaraborðinu í TM-höllinni sofa á verðinum. Frægt er þegar mark KA/Þórs var oftalið í leik gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna 13. febrúar í fyrra. KA/Þór vann leikinn, 26-27, þrátt fyrir að hafa bara skorað 26 mörk. Stjarnan kærði úrslit leiksins en dómstóll HSÍ vísaði kröfu félagsins frá. Áfrýjunardómstóll HSÍ sneri dómnum hins vegar við og féllst á kröfu Stjörnunnar að leikurinn skyldi endurtekinn. KA/Þór óskaði eftir því að málið yrði tekið upp að nýju hjá áfrýjunardómstólnum en skipan hans yrði önnur. Áfrýjunardómstólinn staðfesti svo fyrri niðurstöðu dómstólsins og leikurinn var því endurtekinn. Leikurinn fór aftur fram 27. apríl og skildu liðin þá jöfn, 25-25. Nokkrum dögum síðar tryggðu Akureyringar sér deildarmeistaratitilinn. Íslenski handboltinn Stjarnan KA Tengdar fréttir Patrekur: Það er ömurlegt að tapa, það breytist ekki Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur yfir að hans lið sé fallið úr leik í bikarkeppninni í handbolta. 16. febrúar 2022 20:19 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Sjá meira
Í stöðunni 23-25 fyrir KA fékk Stjarnan vítakast. Tíminn var stöðvaður á 57:25. Leó Snær Pétursson tók vítakastið, skoraði og minnkaði muninn í 24-25. En tíminn fór ekki aftur í gang eftir að dómararnir flautuðu. Enginn á vellinum virtist þó átta sig á neinu nema Gunnar Birgisson sem lýsti leiknum á RÚV og endurtók í sífellu að klukkan væri ekki í gangi. Leikurinn gekk í rúmar fimmtíu sekúndur áður en menn tóku við sér. Á þeim tíma hafði Allan Norðberg komið KA í 24-26 og Bruno Bernat varið skot frá Tandra Má Konráðssyni. Þegar leikurinn hófst aftur eftir nokkra reikistefnu var klukkan stillt á 57:43. Tímaverðirnir voru þar full nískir á að bæta við sekúndum en samkvæmt óvísindalegri könnum gekk leikurinn í 54 sekúndur án þess að klukkan færi í gang. Atburðarrásina sem hér hefur verið lýst má sjá á vef RÚV, eða með því að smella hér. Hún hefst á 1:35:00. KA vann leikinn, 25-27, og er komið í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins. Auk KA tryggðu Valur, Selfoss, Haukar og Víkingur sér sæti í átta liða úrslitunum í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn á ritaraborðinu í TM-höllinni sofa á verðinum. Frægt er þegar mark KA/Þórs var oftalið í leik gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna 13. febrúar í fyrra. KA/Þór vann leikinn, 26-27, þrátt fyrir að hafa bara skorað 26 mörk. Stjarnan kærði úrslit leiksins en dómstóll HSÍ vísaði kröfu félagsins frá. Áfrýjunardómstóll HSÍ sneri dómnum hins vegar við og féllst á kröfu Stjörnunnar að leikurinn skyldi endurtekinn. KA/Þór óskaði eftir því að málið yrði tekið upp að nýju hjá áfrýjunardómstólnum en skipan hans yrði önnur. Áfrýjunardómstólinn staðfesti svo fyrri niðurstöðu dómstólsins og leikurinn var því endurtekinn. Leikurinn fór aftur fram 27. apríl og skildu liðin þá jöfn, 25-25. Nokkrum dögum síðar tryggðu Akureyringar sér deildarmeistaratitilinn.
Íslenski handboltinn Stjarnan KA Tengdar fréttir Patrekur: Það er ömurlegt að tapa, það breytist ekki Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur yfir að hans lið sé fallið úr leik í bikarkeppninni í handbolta. 16. febrúar 2022 20:19 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Sjá meira
Patrekur: Það er ömurlegt að tapa, það breytist ekki Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur yfir að hans lið sé fallið úr leik í bikarkeppninni í handbolta. 16. febrúar 2022 20:19
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00