Nýr formaður og stjórnarfólk Eflingar velkomið að stefnumótun kjarasaminga Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2022 13:02 Sólveig Anna Jónsdóttir nýendurkjörin formaður Eflingar segir mikilvægt að hún og nýtt stjórnarfólk geti sem fyrst leitt stefnumótun fyrir komandi kjarasamninga. Vísir/Vilhelm Starfandi varaformaður Eflingar telur enga þörf á að kalla saman aukaaðalfund í félaginu til að flýta stjórnarskiptum og aðkomu nýrrar forystu að mótun kröfugerðar fyrir komandi kjarasaminga. Nýkjörinn formaður og stjórnarfólk væri velkomið að taka þátt í þeirri vinnu nú þegar. Fyrirhugað er að halda aðalfund Eflingar öðru hvoru meginn við páskahelgina sem hefst á skírdag hinn 14. apríl. Þar munu Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörin formaður félagsins og sjö stjórnarmenn formlega taka við embættum sínum. Sólveig Anna telur eðlilegt að halda aukaaðalfund til að flýta stjórnarskiptunum. Það hafi verið ákvörðun trúnaðarráðs að flýta formannskjöri eftir að hún sagði af sér í lok október. Sólveig Anna Jónsdóttir segir mikilvægt að lýðræðisleg umræða fari fram um það innan Eflingar hvort félagið eigi áfram samleið með Starfsgreinasambandinu og Alþýðusambandinu.Vísir/Egill „Tilgangur þess var auðvitað að fá þessa skýru niðurstöðu fram. Hver ætti þá að leiða félagið. Auðvitað leiðir af því í mínum huga, já það þarf að gera það kleift fyrir nýja forystu að komast inn til að byrja alla þá mikilvægu vinnu sem við þurfum að vinna sem allra fyrst,“ segir Sólveig Anna. Það væri hins vegar trúnaðarráðs að ákveða þetta en ekki hennar. Ólöf Helga Adolfsdóttir sem var formannsefni uppstillingarnefndar og núverandi starfandi varaformaður Eflingar telur aftur á móti enga þörf á að flýta stjórnarskiptum með boðun aukaaðalfundar. Ólöf Helga Adolfsdóttir starfandi varaformaður Eflingar telur enga þörf á að flýta aðalfundi félagsins.Stöð 2/Egill „Ég held að það standist bara ekki lög Eflingar. Enda eru stjórnarskipti ekki brýn nauðsyn eða einhvers konar neyðarúrræði,“ segir Ólöf Helga. Eðlilegast væri að aðalfundurinn færi fram eins og áætlað hafi verið í apríl. Það liggur ekki á að ný forysta komist að því að móta stefnuna við kjaraviðræðurnar? „Jú, að sjálfsögðu. Þau eru félagsmenn í Eflingu og alltaf velkomin hérna, núna og á næstu dögum ef þau vilja. Svo taka þau bara við í apríl,“ segir Ólöf Helga. Eitt aðalviðfangsefnið við upphaf kjaraviðræðna hverju sinni er hvort stéttarfélög sæki fram saman eða í sitthvoru lagi. Efling er aðili að Starfsgreinasambandinu og Alþýðusambandinu og það gekk á ýmsu í samskiptum forystu Eflingar og VR við heildarsamtökin við gerð kjarasamninga 2019. Sólveig Anna segir koma í ljós hvort Efling eigi áfram samleið með heildarsamtökunum. „Þetta er umræða sem mjög mikilvægt er að fari fram á hinum lýðræðislega vettvangi félagsins. Að félagsfólk sjálft taki þessa umræðu. Skoði málin, kafi af dýpt í þau og ákveði svo hvað þau vilja gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna segir samstarfið undir starfsmönnum Eflingar komið Sólveig Anna Jónsdóttir vonar að starfsfólk skrifstofu Eflingar skilji hvað felist í því að hún mæti á ný til forystu með endurnýjað umboð félagsfólks. Hún fái vonandi vinnufrið til að hefja undirbúning að gerð komandi kjarasamninga. Framhaldið sé undir starfsfólki komið. 16. febrúar 2022 19:20 Sólveig Anna vill stjórnarskipti sem fyrst Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar telur eðlilegt að boðað verði sem fyrst til aukaaðalfundar í félaginu þannig að hún og það fólk sem kosið var með henni í stjórn félagsins geti sem fyrst einhent sér í að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. 16. febrúar 2022 12:51 Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. 16. febrúar 2022 09:10 Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Fyrirhugað er að halda aðalfund Eflingar öðru hvoru meginn við páskahelgina sem hefst á skírdag hinn 14. apríl. Þar munu Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörin formaður félagsins og sjö stjórnarmenn formlega taka við embættum sínum. Sólveig Anna telur eðlilegt að halda aukaaðalfund til að flýta stjórnarskiptunum. Það hafi verið ákvörðun trúnaðarráðs að flýta formannskjöri eftir að hún sagði af sér í lok október. Sólveig Anna Jónsdóttir segir mikilvægt að lýðræðisleg umræða fari fram um það innan Eflingar hvort félagið eigi áfram samleið með Starfsgreinasambandinu og Alþýðusambandinu.Vísir/Egill „Tilgangur þess var auðvitað að fá þessa skýru niðurstöðu fram. Hver ætti þá að leiða félagið. Auðvitað leiðir af því í mínum huga, já það þarf að gera það kleift fyrir nýja forystu að komast inn til að byrja alla þá mikilvægu vinnu sem við þurfum að vinna sem allra fyrst,“ segir Sólveig Anna. Það væri hins vegar trúnaðarráðs að ákveða þetta en ekki hennar. Ólöf Helga Adolfsdóttir sem var formannsefni uppstillingarnefndar og núverandi starfandi varaformaður Eflingar telur aftur á móti enga þörf á að flýta stjórnarskiptum með boðun aukaaðalfundar. Ólöf Helga Adolfsdóttir starfandi varaformaður Eflingar telur enga þörf á að flýta aðalfundi félagsins.Stöð 2/Egill „Ég held að það standist bara ekki lög Eflingar. Enda eru stjórnarskipti ekki brýn nauðsyn eða einhvers konar neyðarúrræði,“ segir Ólöf Helga. Eðlilegast væri að aðalfundurinn færi fram eins og áætlað hafi verið í apríl. Það liggur ekki á að ný forysta komist að því að móta stefnuna við kjaraviðræðurnar? „Jú, að sjálfsögðu. Þau eru félagsmenn í Eflingu og alltaf velkomin hérna, núna og á næstu dögum ef þau vilja. Svo taka þau bara við í apríl,“ segir Ólöf Helga. Eitt aðalviðfangsefnið við upphaf kjaraviðræðna hverju sinni er hvort stéttarfélög sæki fram saman eða í sitthvoru lagi. Efling er aðili að Starfsgreinasambandinu og Alþýðusambandinu og það gekk á ýmsu í samskiptum forystu Eflingar og VR við heildarsamtökin við gerð kjarasamninga 2019. Sólveig Anna segir koma í ljós hvort Efling eigi áfram samleið með heildarsamtökunum. „Þetta er umræða sem mjög mikilvægt er að fari fram á hinum lýðræðislega vettvangi félagsins. Að félagsfólk sjálft taki þessa umræðu. Skoði málin, kafi af dýpt í þau og ákveði svo hvað þau vilja gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna segir samstarfið undir starfsmönnum Eflingar komið Sólveig Anna Jónsdóttir vonar að starfsfólk skrifstofu Eflingar skilji hvað felist í því að hún mæti á ný til forystu með endurnýjað umboð félagsfólks. Hún fái vonandi vinnufrið til að hefja undirbúning að gerð komandi kjarasamninga. Framhaldið sé undir starfsfólki komið. 16. febrúar 2022 19:20 Sólveig Anna vill stjórnarskipti sem fyrst Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar telur eðlilegt að boðað verði sem fyrst til aukaaðalfundar í félaginu þannig að hún og það fólk sem kosið var með henni í stjórn félagsins geti sem fyrst einhent sér í að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. 16. febrúar 2022 12:51 Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. 16. febrúar 2022 09:10 Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Sólveig Anna segir samstarfið undir starfsmönnum Eflingar komið Sólveig Anna Jónsdóttir vonar að starfsfólk skrifstofu Eflingar skilji hvað felist í því að hún mæti á ný til forystu með endurnýjað umboð félagsfólks. Hún fái vonandi vinnufrið til að hefja undirbúning að gerð komandi kjarasamninga. Framhaldið sé undir starfsfólki komið. 16. febrúar 2022 19:20
Sólveig Anna vill stjórnarskipti sem fyrst Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar telur eðlilegt að boðað verði sem fyrst til aukaaðalfundar í félaginu þannig að hún og það fólk sem kosið var með henni í stjórn félagsins geti sem fyrst einhent sér í að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. 16. febrúar 2022 12:51
Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. 16. febrúar 2022 09:10
Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55