Tekur stöðuna í næstu viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 13:07 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Yfir hundrað þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna innanlands frá upphafi faraldurs en sóttvarnalæknir bendir á að þeir gætu í raun verið allt að tvö hundruð þúsund og hjarðónæmi þannig mögulega handan við hornið. Hann telur ekki rétt að meta það fyrr en í næstu viku hvort fresta ætti allsherjarafléttingum, í ljósi erfiðrar stöðu í heilbrigðiskerfinu. Í gær greindust 2.317 með veiruna, 500 færri en í fyrradag þegar met var slegið. Alls hafa nú 103.086 greinst smitaðir af veirunni frá upphafi. Inniliggjandi á spítala eru nú 52 manns, þar af 45 á Landspítala. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það að hundrað þúsund smita múrinn hafi verið rofinn hafi kannski ekki sérstaka þýðingu, fyrir utan það að þetta sýni hvað veiran er útbreidd. „Tæplega einn þriðji af þjóðinni er með staðfest smit og ef við gerum ráð fyrir að kannski annað eins hafi fengið smit án þess að greinast, eða einkennalítið smit, þá er náttúrulega stór hluti þjóðarinnar smitaður,“ segir Þórólfur. „Vonandi förum við á næstu vikum að ná því marki sem er svokallað hjarðónæmi í öllum svona faröldrum.“ Alltaf sama spurningin Heilbrigðisráðherra, í samræmi við minnisblað sóttvarnalæknis, boðar allsherjarafléttingar í næstu viku - en eins og fram hefur komið er staðan afar þung á Landspítala, einkum vegna veikinda starfsfólks. Þórólfur segir of snemmt að segja til um það hvort hann telji rétt að fresta afléttingum. „Ég þarf bara að sjá hvernig verður. En það er alveg rétt að ástandið er ekki gott, til dæmis á Landspítalanum, þar sem eru alltaf einhverjir að greinast. Það er líka að fjölga sjúklingum á gjörgæslu, það eru fjórir núna nýsmitaðir sem þar liggja inni,“ segir Þórólfur. „Það er bara spurningin, þolir kerfið frekari tilslakanir? En ég er ekki tilbúin fyrir mitt leyti að segja neitt um það fyrr en í næstu viku þegar ég þarf að skila næsta minnisblaði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Í gær greindust 2.317 með veiruna, 500 færri en í fyrradag þegar met var slegið. Alls hafa nú 103.086 greinst smitaðir af veirunni frá upphafi. Inniliggjandi á spítala eru nú 52 manns, þar af 45 á Landspítala. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það að hundrað þúsund smita múrinn hafi verið rofinn hafi kannski ekki sérstaka þýðingu, fyrir utan það að þetta sýni hvað veiran er útbreidd. „Tæplega einn þriðji af þjóðinni er með staðfest smit og ef við gerum ráð fyrir að kannski annað eins hafi fengið smit án þess að greinast, eða einkennalítið smit, þá er náttúrulega stór hluti þjóðarinnar smitaður,“ segir Þórólfur. „Vonandi förum við á næstu vikum að ná því marki sem er svokallað hjarðónæmi í öllum svona faröldrum.“ Alltaf sama spurningin Heilbrigðisráðherra, í samræmi við minnisblað sóttvarnalæknis, boðar allsherjarafléttingar í næstu viku - en eins og fram hefur komið er staðan afar þung á Landspítala, einkum vegna veikinda starfsfólks. Þórólfur segir of snemmt að segja til um það hvort hann telji rétt að fresta afléttingum. „Ég þarf bara að sjá hvernig verður. En það er alveg rétt að ástandið er ekki gott, til dæmis á Landspítalanum, þar sem eru alltaf einhverjir að greinast. Það er líka að fjölga sjúklingum á gjörgæslu, það eru fjórir núna nýsmitaðir sem þar liggja inni,“ segir Þórólfur. „Það er bara spurningin, þolir kerfið frekari tilslakanir? En ég er ekki tilbúin fyrir mitt leyti að segja neitt um það fyrr en í næstu viku þegar ég þarf að skila næsta minnisblaði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira