Tekur stöðuna í næstu viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 13:07 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Yfir hundrað þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna innanlands frá upphafi faraldurs en sóttvarnalæknir bendir á að þeir gætu í raun verið allt að tvö hundruð þúsund og hjarðónæmi þannig mögulega handan við hornið. Hann telur ekki rétt að meta það fyrr en í næstu viku hvort fresta ætti allsherjarafléttingum, í ljósi erfiðrar stöðu í heilbrigðiskerfinu. Í gær greindust 2.317 með veiruna, 500 færri en í fyrradag þegar met var slegið. Alls hafa nú 103.086 greinst smitaðir af veirunni frá upphafi. Inniliggjandi á spítala eru nú 52 manns, þar af 45 á Landspítala. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það að hundrað þúsund smita múrinn hafi verið rofinn hafi kannski ekki sérstaka þýðingu, fyrir utan það að þetta sýni hvað veiran er útbreidd. „Tæplega einn þriðji af þjóðinni er með staðfest smit og ef við gerum ráð fyrir að kannski annað eins hafi fengið smit án þess að greinast, eða einkennalítið smit, þá er náttúrulega stór hluti þjóðarinnar smitaður,“ segir Þórólfur. „Vonandi förum við á næstu vikum að ná því marki sem er svokallað hjarðónæmi í öllum svona faröldrum.“ Alltaf sama spurningin Heilbrigðisráðherra, í samræmi við minnisblað sóttvarnalæknis, boðar allsherjarafléttingar í næstu viku - en eins og fram hefur komið er staðan afar þung á Landspítala, einkum vegna veikinda starfsfólks. Þórólfur segir of snemmt að segja til um það hvort hann telji rétt að fresta afléttingum. „Ég þarf bara að sjá hvernig verður. En það er alveg rétt að ástandið er ekki gott, til dæmis á Landspítalanum, þar sem eru alltaf einhverjir að greinast. Það er líka að fjölga sjúklingum á gjörgæslu, það eru fjórir núna nýsmitaðir sem þar liggja inni,“ segir Þórólfur. „Það er bara spurningin, þolir kerfið frekari tilslakanir? En ég er ekki tilbúin fyrir mitt leyti að segja neitt um það fyrr en í næstu viku þegar ég þarf að skila næsta minnisblaði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Í gær greindust 2.317 með veiruna, 500 færri en í fyrradag þegar met var slegið. Alls hafa nú 103.086 greinst smitaðir af veirunni frá upphafi. Inniliggjandi á spítala eru nú 52 manns, þar af 45 á Landspítala. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það að hundrað þúsund smita múrinn hafi verið rofinn hafi kannski ekki sérstaka þýðingu, fyrir utan það að þetta sýni hvað veiran er útbreidd. „Tæplega einn þriðji af þjóðinni er með staðfest smit og ef við gerum ráð fyrir að kannski annað eins hafi fengið smit án þess að greinast, eða einkennalítið smit, þá er náttúrulega stór hluti þjóðarinnar smitaður,“ segir Þórólfur. „Vonandi förum við á næstu vikum að ná því marki sem er svokallað hjarðónæmi í öllum svona faröldrum.“ Alltaf sama spurningin Heilbrigðisráðherra, í samræmi við minnisblað sóttvarnalæknis, boðar allsherjarafléttingar í næstu viku - en eins og fram hefur komið er staðan afar þung á Landspítala, einkum vegna veikinda starfsfólks. Þórólfur segir of snemmt að segja til um það hvort hann telji rétt að fresta afléttingum. „Ég þarf bara að sjá hvernig verður. En það er alveg rétt að ástandið er ekki gott, til dæmis á Landspítalanum, þar sem eru alltaf einhverjir að greinast. Það er líka að fjölga sjúklingum á gjörgæslu, það eru fjórir núna nýsmitaðir sem þar liggja inni,“ segir Þórólfur. „Það er bara spurningin, þolir kerfið frekari tilslakanir? En ég er ekki tilbúin fyrir mitt leyti að segja neitt um það fyrr en í næstu viku þegar ég þarf að skila næsta minnisblaði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira