Segja HSS hafa starfað í „eitruðu umhverfi ómálefnalegrar umræðu“ í áratugi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. febrúar 2022 10:23 Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er ósátt með umræðuna í kringum stofnunina. Vísir/Egill Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, segir að starfsumhverfi stofnunarinnar markist af eitruðu umhverfi ómálefnanlegrar umræðu til áratuga. Stofnunin hefur verið harðlega gagrýnd af íbúum svæðisins fyrir lélega þjónustu. Fréttastofa hefur að undanförnu fjallað um HSS og óánægju íbúa sem búa á svæðinu með þjónustu stofnunarinnar. Íbúarnir eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu og kalla hana öllum illum nöfnum. Í dag sækja um fjögur þúsund manns á þessu 28 þúsund manna svæði sér heilbrigðisþjónustu í Reykjavík. Það er tæplega sjötti hver íbúi. Fréttastofa hefur reynt að undanförnu reynt að leita svara hjá Markúsi Ingólfi Eiríkssyni, forstjóra HSS, en ekki hefur náðst í hann. Framkvæmdastjórn stofnunarinnar sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu í gær sem birt var á Facebook-síðu HSS undir yfirskriftinni „Ómálefnaleg umfjöllun stefnir starfsemi HSS aftur í hættu“ Þar segir að frá árinu 2020 hafi verið unnið með starfsfólki að breytingum og að sú vinna sé farin að skila árangri. Þetta hafi hins vegar verið gert í erfiðu starfsumhverfi að mati stofnunarinnar. „Starfsfólk HSS tekst á við þessi verkefni vitandi að stofnunin hefur um áratugi starfað í eitruðu umhverfi ómálefnalegrar umræðu sem er ein orsök helsta vandans sem við glímum við, mönnunarvandans. Linni þessum árásum ekki verður vandinn sem við reynum samhent að leysa einfaldlega enn verri,“ segir í yfirlýsingunni sem undirrituð er af framkvæmdastjórn. Í yfirlýsingunni segir einnig að gagnrýni sé holl en að hún verði að vera málefnanleg. Telir framkvæmdastjórnin að stofnunin sé föst í vítahring neikvæðrar umræðu, sem hafi bein áhrif á getu stofnunarinnar til að sinna þjónustu við íbúa svæðisins. Í stað þess að vinna með stofnuninni hafa sumir valið að fara þá leið að gagnrýna starfsfólk hennar ómálefnalega og vinna þannig gagngert gegn uppbyggingu. Sú orðræða er starfsfólki afar erfið og hefur bein áhrif á það hversu aðlaðandi HSS er sem vinnustaður, bæði fyrir núverandi og framtíðar starfsfólk. Afleiðingarnar hafa verið þær að við getum ekki veitt eins mikla þjónustu og samfélagið þarf.“ Heldur framkvæmdastjórnin því fram að tvær leiðir séu færar fyrir samfélagið á Suðurnesjum. „Sú fyrri er sú sem haldið hefur verið á lofti í áratugi, leið ómálefnalegrar gagnrýni. Slíkt niðurrif getur aðeins spillt fyrir því að okkur sé kleift að rækja hlutverk okkar eins vel og hægt er. Seinni leiðin er að fara að fordæmi starfsfólks, sem í dag vinnur samhent að því að byggja upp heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum.“ Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbær Tengdar fréttir Ósáttir íbúar uppnefna HSS „Sláturhús Suðurnesja“ Íbúar Suðurnesja eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og kalla hana öllum illum nöfnum. Þeir segja lækna gefa sér lítinn tíma til skoðunar og að rangar greiningar á alvarlegum kvillum séu allt of algengar. 17. febrúar 2022 19:50 Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. 15. febrúar 2022 19:35 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Fréttastofa hefur að undanförnu fjallað um HSS og óánægju íbúa sem búa á svæðinu með þjónustu stofnunarinnar. Íbúarnir eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu og kalla hana öllum illum nöfnum. Í dag sækja um fjögur þúsund manns á þessu 28 þúsund manna svæði sér heilbrigðisþjónustu í Reykjavík. Það er tæplega sjötti hver íbúi. Fréttastofa hefur reynt að undanförnu reynt að leita svara hjá Markúsi Ingólfi Eiríkssyni, forstjóra HSS, en ekki hefur náðst í hann. Framkvæmdastjórn stofnunarinnar sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu í gær sem birt var á Facebook-síðu HSS undir yfirskriftinni „Ómálefnaleg umfjöllun stefnir starfsemi HSS aftur í hættu“ Þar segir að frá árinu 2020 hafi verið unnið með starfsfólki að breytingum og að sú vinna sé farin að skila árangri. Þetta hafi hins vegar verið gert í erfiðu starfsumhverfi að mati stofnunarinnar. „Starfsfólk HSS tekst á við þessi verkefni vitandi að stofnunin hefur um áratugi starfað í eitruðu umhverfi ómálefnalegrar umræðu sem er ein orsök helsta vandans sem við glímum við, mönnunarvandans. Linni þessum árásum ekki verður vandinn sem við reynum samhent að leysa einfaldlega enn verri,“ segir í yfirlýsingunni sem undirrituð er af framkvæmdastjórn. Í yfirlýsingunni segir einnig að gagnrýni sé holl en að hún verði að vera málefnanleg. Telir framkvæmdastjórnin að stofnunin sé föst í vítahring neikvæðrar umræðu, sem hafi bein áhrif á getu stofnunarinnar til að sinna þjónustu við íbúa svæðisins. Í stað þess að vinna með stofnuninni hafa sumir valið að fara þá leið að gagnrýna starfsfólk hennar ómálefnalega og vinna þannig gagngert gegn uppbyggingu. Sú orðræða er starfsfólki afar erfið og hefur bein áhrif á það hversu aðlaðandi HSS er sem vinnustaður, bæði fyrir núverandi og framtíðar starfsfólk. Afleiðingarnar hafa verið þær að við getum ekki veitt eins mikla þjónustu og samfélagið þarf.“ Heldur framkvæmdastjórnin því fram að tvær leiðir séu færar fyrir samfélagið á Suðurnesjum. „Sú fyrri er sú sem haldið hefur verið á lofti í áratugi, leið ómálefnalegrar gagnrýni. Slíkt niðurrif getur aðeins spillt fyrir því að okkur sé kleift að rækja hlutverk okkar eins vel og hægt er. Seinni leiðin er að fara að fordæmi starfsfólks, sem í dag vinnur samhent að því að byggja upp heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum.“
Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbær Tengdar fréttir Ósáttir íbúar uppnefna HSS „Sláturhús Suðurnesja“ Íbúar Suðurnesja eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og kalla hana öllum illum nöfnum. Þeir segja lækna gefa sér lítinn tíma til skoðunar og að rangar greiningar á alvarlegum kvillum séu allt of algengar. 17. febrúar 2022 19:50 Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. 15. febrúar 2022 19:35 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Ósáttir íbúar uppnefna HSS „Sláturhús Suðurnesja“ Íbúar Suðurnesja eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og kalla hana öllum illum nöfnum. Þeir segja lækna gefa sér lítinn tíma til skoðunar og að rangar greiningar á alvarlegum kvillum séu allt of algengar. 17. febrúar 2022 19:50
Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. 15. febrúar 2022 19:35