„Það er alveg nóg að fá þúsund nýja íbúa á Selfoss í ár“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. febrúar 2022 13:04 Nýjasta blokkin á Selfossi, sem flutt var inn í nýlega og við hlið hennar er verið að byggja samskonar blokk. Magnús Hlynur Hreiðarsson Reiknað er með að íbúum á Selfossi fjölgi um fimmtán prósent á árinu, sem samsvarar að um átján hundruð manns muni flytja í bæjarfélagið. Bæjarstjórinn segir mikla vaxtarverki fylgja svo mikilli fjölgun og vonar að hún verði ekki svo mikil, það sé alveg nóg að fá þúsund nýja íbúa. Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með allri uppbyggingunni á Selfossi síðustu ári og sjá hvað bæjarfélagið er að stækka með nýjum íbúðarhverfum og þar með nýjum íbúum, sem flytja í hverfin. Árið 2022 verður líklega algjört metár í fjölda nýrra íbúa því reiknað er með 15 prósent fjölgun í ár. Í dag eru íbúar á Selfossi um 9.300 en í allri Árborg eru þeir tæplega 11 þúsund. „Áformin eru slík að ef allar þær íbúðir yrðu byggðar á þessu ári, sem menn hyggja á og það yrði flutt í þær allar þá myndi það samsvara 15 prósent fjölgun íbúa. Það eru um 1800 manns. Ég vona nú að menn stilli sig eitthvað í þessu, það er alveg nóg fyrir okkur að fá þúsund manns,“ segir Gísli Halldór. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, sem segir alveg nóg að þúsund nýir íbúar flytji á Selfoss í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir mikla vaxtarverki fylgja 15 prósent fjölgun fyrir sveitarfélagið. „Já, gríðarlega miklir, það er mikið sem þarf að viðhafa í tengslum við skólahúsnæði og leikskólamál. Við erum að fá ýmis verkefni í fangið, eins og mygluvandræðin á Eyrarbakka, sem krefjast þess að við gerum átak þar í skólahúsnæðismálum,“ segir bæjarstjórinn. Mikil uppbygging á sér stað í nýja miðbænum á Selfossi og þar hefjast framkvæmdir í vor við áfanga númer tvö.Sigtún Þróunarfélag Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með allri uppbyggingunni á Selfossi síðustu ári og sjá hvað bæjarfélagið er að stækka með nýjum íbúðarhverfum og þar með nýjum íbúum, sem flytja í hverfin. Árið 2022 verður líklega algjört metár í fjölda nýrra íbúa því reiknað er með 15 prósent fjölgun í ár. Í dag eru íbúar á Selfossi um 9.300 en í allri Árborg eru þeir tæplega 11 þúsund. „Áformin eru slík að ef allar þær íbúðir yrðu byggðar á þessu ári, sem menn hyggja á og það yrði flutt í þær allar þá myndi það samsvara 15 prósent fjölgun íbúa. Það eru um 1800 manns. Ég vona nú að menn stilli sig eitthvað í þessu, það er alveg nóg fyrir okkur að fá þúsund manns,“ segir Gísli Halldór. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, sem segir alveg nóg að þúsund nýir íbúar flytji á Selfoss í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir mikla vaxtarverki fylgja 15 prósent fjölgun fyrir sveitarfélagið. „Já, gríðarlega miklir, það er mikið sem þarf að viðhafa í tengslum við skólahúsnæði og leikskólamál. Við erum að fá ýmis verkefni í fangið, eins og mygluvandræðin á Eyrarbakka, sem krefjast þess að við gerum átak þar í skólahúsnæðismálum,“ segir bæjarstjórinn. Mikil uppbygging á sér stað í nýja miðbænum á Selfossi og þar hefjast framkvæmdir í vor við áfanga númer tvö.Sigtún Þróunarfélag
Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira