Ökumenn eru beðnir um að fara varlega yfir Öxnadalsheiði, þar sem veður er slæmt og skyggni lítið.
Veginum frá Hvolsvelli að Vík var lokað vegna veðurs í dag. Staðan verðu metin að nýju upp úr klukkan þrjú í dag.
Á Vestfjörðum er þungfært eða ófært víða. Eins og stendur er ekki verið að moka á sunnanverðum Vestfjörðum.
Snjóþekja, hálka eða hálkublettir og skafrenningur er á flestum leiðum á Vesturlandi. Þá segir Vegagerðin að flughált sé frá Vegamótum á Snæfellsnesi að Fróðárheiði og að Útnesvegur sé ófær.
Upplýsingar um færð tiltekinna vega og landshluta má finna hér á yfirlitskorti Vegagerðarinnar.
Ofsaveður annað kvöld
Draga á úr vindi í kvöld og í fyrramálið á að vera hið þokkalegasta ferðaveður. Það á þó að breytast aftur á morgun með suðaustan stormi með snjókomu eftir hádegi og ofsaveðri á suðurhelmingi landsins annað kvöld.
Ofsaveðri þessu á að fylgja talsverð rigning, slydda eða snjókoma.