Innlent

Borgarstjóri sá síðasti í fjölskyldunni til að fá Covid-19

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík verður í einangrun næstu fimm dagana eftir að hafa greinst með Covid-19.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík verður í einangrun næstu fimm dagana eftir að hafa greinst með Covid-19. Vísir/Egill

Dagur B. Eggertsson hefur fengið staðfestingu á Covid-19 smiti. Hann segir niðurstöðuna ekki koma á óvart enda sé hann sá síðasti af sex meðlimum fjölskyldunnar sem hafa skipst á að smitast frá því í janúar.

„Vaknaði slappur á laugardag og fór í próf. Hef verið í einangrun og hóstað mig í gegnum helgina og fundi dagsins - þá sem ekki hefur verið hægt að fresta,“ segir Dagur á Facebook. Hann fékk jákvæða niðurstöðu úr PCR-prófi í dag.

„Hafði hlakkað til að fara um mitt gamla hverfi, Árbæinn, í hverfaviku frá og með morgundeginum. Því mun seinka. Planið er að ýta því aðeins á undan okkur en reyna engu að síður að heimsækja og hitta alla sem til stóð þótt tímasetningar breytist,“ segir Dagur.

„Farið varlega og vel með ykkur og gætið að óveðrinu í kvöld og nótt sem fylgt getur hálka og vatnavextir.“

Fréttin hefur verið uppfærð. Íbúafundi sem fara átti fram í Árbæjarskóla á fimmtudaginn hefur verið frestað til fimmtudagsins 3. mars klukkan 20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×