Ríkisstjórnin fundar um afléttingu aðgerða í hádeginu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 10:00 Ríkisstjórnin mun funda um afléttingu sóttvarnaaðgerða í hádeginu í dag. Willum Þór heilbrigðisráðherra mun þar kynna tillögur sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin mun í hádeginu funda um afléttingu sóttvarnaaðgerða, sem fyrirhugaðar eru í síðasta lagi á föstudag. Við verðum í beinni útsendingu frá Tjarnargötu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað inn minnisblaði með tillögum sínum um afléttingar til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Willum sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hann myndi jafnvel boða til afléttinga á morgun en þó í síðasta lagi á föstudag. Fyrirhugaðar eru allsherjarafléttingar, bæði innanlands og á landamærum. Ríkisstjórnarfundir eru venjulega á þriðjudögum og föstudögum og er því ekki loku fyrir það skotið að afléttingar verði kynntar í dag. Núgildandi reglugerð um sóttvarnaaðgerðir gildir til 25. febrúar, eða föstudags, og felur meðal annars í sér að aðeins 200 megi kkoma saman innandyra, heimilt er að halda 1.000 manna viðburði að því tilskyldu að allir sitji í sæti og beri grímu. Þá er aðeins skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa eins metra reglu, íþróttakeppnir- og æfingar takmarkast við 200 manns í hólfi. Opnunartími veitingastaða er þá til miðnættis en gestir þurfa að yfirgefa staði fyrir klukkan 1. Fundur ríkisstjórnarinnar hefst klukkan 12 í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu og verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Ráðherrar verða gripnir tali á leiðinni inn á fundinn en fylgjast má með gangi mála í vaktinni að neðan. Uppfært: Fundinum og útsendingunni í kjölfarið er lokið en hér má nálgast upptöku af forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra að tilkynna um afléttingu aðgerða.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað inn minnisblaði með tillögum sínum um afléttingar til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Willum sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hann myndi jafnvel boða til afléttinga á morgun en þó í síðasta lagi á föstudag. Fyrirhugaðar eru allsherjarafléttingar, bæði innanlands og á landamærum. Ríkisstjórnarfundir eru venjulega á þriðjudögum og föstudögum og er því ekki loku fyrir það skotið að afléttingar verði kynntar í dag. Núgildandi reglugerð um sóttvarnaaðgerðir gildir til 25. febrúar, eða föstudags, og felur meðal annars í sér að aðeins 200 megi kkoma saman innandyra, heimilt er að halda 1.000 manna viðburði að því tilskyldu að allir sitji í sæti og beri grímu. Þá er aðeins skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa eins metra reglu, íþróttakeppnir- og æfingar takmarkast við 200 manns í hólfi. Opnunartími veitingastaða er þá til miðnættis en gestir þurfa að yfirgefa staði fyrir klukkan 1. Fundur ríkisstjórnarinnar hefst klukkan 12 í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu og verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Ráðherrar verða gripnir tali á leiðinni inn á fundinn en fylgjast má með gangi mála í vaktinni að neðan. Uppfært: Fundinum og útsendingunni í kjölfarið er lokið en hér má nálgast upptöku af forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra að tilkynna um afléttingu aðgerða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira