Ætla að kynna frekari aðgerðir gegn Rússum í dag Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2022 13:51 Úkraínskir hermenn við æfingar í síðasta mánuði. EPA/SERGEY KOZLOV Sendiherrar Evrópusambandsins hafa komist að niðurstöðu um frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna hernaðaraðgerða þeirra í Úkraínu. Búist er við því að þær verði samþykktar og kynntar síðar í dag. Samkvæmt heimildum Guardian beinast þær meðal annars gegn Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, yfirmönnum flughers Rússlands og svartahafsflota Rússlands. Þær munu einnig beinast að umfangsmiklum áróðursdreifurum og 351 þingmanni sem greiddi atkvæði með samþykkt þess að viðurkenna héruðin Luhansk og Donetsk sem sjálfstæð ríki. Utanríkisráðherrar aðildarríkja eiga eftir að samþykkja refsiaðgerðirnar en búist er við því að það verði gert og að aðgerðirnar verði kynntar seinna í dag. Forsetar Póllands og Litháen sendu á öðrum tímanum í dag frá sér sameiginlega yfirlýsingu með Vólódómí Selenskí, forseta Úkraínu, um að Úkraína eigi að fá stöðu umsóknaraðila hjá Evrópusambandinu. Í yfirlýsingunni segir að umbætur í Úkraínu hafi þegar náð miklum árangri og með þær ógnanir sem Úkraína stendur frammi fyrir í huga, eigi Úkraínumenn það skilið. Þeir Andrzej Duda, forseti Póllands, og Gitanas Nauseda, forseti Litháen, segja að þeir muni styðja Úkraínumenn í þeim málum. Þeir kalla sömuleiðis eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi. 🇱🇹,🇵🇱&🇺🇦Presidents strongly condemn Russia's decision to recognise Donetsk&Luhansk "republics". We reaffirm strong commitment to the sovereignty& territorial integrity of 🇺🇦🇱🇹&🇵🇱fully support #Ukraine European aspirations: it deserves #EU candidate statushttps://t.co/hlmcoX5lFy pic.twitter.com/u6NMp41MNV— Gitanas Nausėda (@GitanasNauseda) February 23, 2022 Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Evrópusambandið Pólland Litháen Hernaður Tengdar fréttir Þverpólitísk samstaða um viðbrögð í utanríkismálanefnd Alþingis Þverpólitísk sátt er í utanríkismálanefnd Alþingis um að fordæma aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og að Íslendingar styðji þær refsiaðgerðir sem bandalagsþjóðir hafa samþykkt gegn Rússum. Vladimír Pútin Rússlandsforseti skellir sökinni af stöðunni algerlega á Vesturlönd og segist reiðubúinn til heiðarlegra viðræðna. 23. febrúar 2022 12:11 „Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48 Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. 23. febrúar 2022 07:43 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira
Samkvæmt heimildum Guardian beinast þær meðal annars gegn Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, yfirmönnum flughers Rússlands og svartahafsflota Rússlands. Þær munu einnig beinast að umfangsmiklum áróðursdreifurum og 351 þingmanni sem greiddi atkvæði með samþykkt þess að viðurkenna héruðin Luhansk og Donetsk sem sjálfstæð ríki. Utanríkisráðherrar aðildarríkja eiga eftir að samþykkja refsiaðgerðirnar en búist er við því að það verði gert og að aðgerðirnar verði kynntar seinna í dag. Forsetar Póllands og Litháen sendu á öðrum tímanum í dag frá sér sameiginlega yfirlýsingu með Vólódómí Selenskí, forseta Úkraínu, um að Úkraína eigi að fá stöðu umsóknaraðila hjá Evrópusambandinu. Í yfirlýsingunni segir að umbætur í Úkraínu hafi þegar náð miklum árangri og með þær ógnanir sem Úkraína stendur frammi fyrir í huga, eigi Úkraínumenn það skilið. Þeir Andrzej Duda, forseti Póllands, og Gitanas Nauseda, forseti Litháen, segja að þeir muni styðja Úkraínumenn í þeim málum. Þeir kalla sömuleiðis eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi. 🇱🇹,🇵🇱&🇺🇦Presidents strongly condemn Russia's decision to recognise Donetsk&Luhansk "republics". We reaffirm strong commitment to the sovereignty& territorial integrity of 🇺🇦🇱🇹&🇵🇱fully support #Ukraine European aspirations: it deserves #EU candidate statushttps://t.co/hlmcoX5lFy pic.twitter.com/u6NMp41MNV— Gitanas Nausėda (@GitanasNauseda) February 23, 2022
Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Evrópusambandið Pólland Litháen Hernaður Tengdar fréttir Þverpólitísk samstaða um viðbrögð í utanríkismálanefnd Alþingis Þverpólitísk sátt er í utanríkismálanefnd Alþingis um að fordæma aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og að Íslendingar styðji þær refsiaðgerðir sem bandalagsþjóðir hafa samþykkt gegn Rússum. Vladimír Pútin Rússlandsforseti skellir sökinni af stöðunni algerlega á Vesturlönd og segist reiðubúinn til heiðarlegra viðræðna. 23. febrúar 2022 12:11 „Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48 Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. 23. febrúar 2022 07:43 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira
Þverpólitísk samstaða um viðbrögð í utanríkismálanefnd Alþingis Þverpólitísk sátt er í utanríkismálanefnd Alþingis um að fordæma aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og að Íslendingar styðji þær refsiaðgerðir sem bandalagsþjóðir hafa samþykkt gegn Rússum. Vladimír Pútin Rússlandsforseti skellir sökinni af stöðunni algerlega á Vesturlönd og segist reiðubúinn til heiðarlegra viðræðna. 23. febrúar 2022 12:11
„Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48
Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. 23. febrúar 2022 07:43