Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. febrúar 2022 20:01 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir mikið álag nú á Landspítala. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að frá og með föstudeginum 25. febrúar yrði öllum sóttvarnatakmörkunum aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Aðspurður um hvort að hann hefði áhyggjur af því hvernig ástandið á spítalanum verði um helgina segir Már svo vera. Ætla má að fjöldi fólks fari til að mynda út á lífið. „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin að sletta úr klaufunum, þannig að það er líka mjög mikið álag á bráðamóttökuna vegna þess að þá verða slys og annað slíkt,“ segir Már. Már segir nú þegar mikið álag á spítalanum og það sé tvísýnt hvort spítalinn ráði við stöðuna ef hún versnar mikið. „Við erum náttúrulega uggandi um það að hann muni ekki þola það en auðvitað verður tíminn að leiða það í ljós, en staðan eins og hún er í dag er uggvænleg á spítalanum,“ segir Már. Hann vísar til þess að spítalinn sé nú með lélegan aðbúnað, mörg verkefni fram undan og mikil mannekla. „Til samanburðar við það sem gerðist síðast þá fór fjöldi tilfella í veldisvöxt í samfélaginu þegar að aflétting var og ég held að það geti gerst aftur,“ segir Már. „Þá þýðir það aukið álag á spítalann sem að nú þegar er við þanþol þannig það er það sem við óttumst mest.“ Meðal þeirra takmarkanna sem verður aflétt eftir rúman sólarhring eru reglur um einangrun Covid-sýktra. Már segir mjög brýnt að fólk hlusti á líkama sinn og sé heima sé það veikt en fólk gæti kynnt sér allt um veikindin á vef Heilsugæslunnar, Landlæknis og Landspítala. „Þetta tekur fimm til tíu daga og þetta er eins og venjuleg pest hjá langflestum,“ segir Már. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. 23. febrúar 2022 19:02 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 2.689 greindust smitaðir af veirunni í gær 2.689 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu covid.is. 23. febrúar 2022 10:51 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að frá og með föstudeginum 25. febrúar yrði öllum sóttvarnatakmörkunum aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Aðspurður um hvort að hann hefði áhyggjur af því hvernig ástandið á spítalanum verði um helgina segir Már svo vera. Ætla má að fjöldi fólks fari til að mynda út á lífið. „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin að sletta úr klaufunum, þannig að það er líka mjög mikið álag á bráðamóttökuna vegna þess að þá verða slys og annað slíkt,“ segir Már. Már segir nú þegar mikið álag á spítalanum og það sé tvísýnt hvort spítalinn ráði við stöðuna ef hún versnar mikið. „Við erum náttúrulega uggandi um það að hann muni ekki þola það en auðvitað verður tíminn að leiða það í ljós, en staðan eins og hún er í dag er uggvænleg á spítalanum,“ segir Már. Hann vísar til þess að spítalinn sé nú með lélegan aðbúnað, mörg verkefni fram undan og mikil mannekla. „Til samanburðar við það sem gerðist síðast þá fór fjöldi tilfella í veldisvöxt í samfélaginu þegar að aflétting var og ég held að það geti gerst aftur,“ segir Már. „Þá þýðir það aukið álag á spítalann sem að nú þegar er við þanþol þannig það er það sem við óttumst mest.“ Meðal þeirra takmarkanna sem verður aflétt eftir rúman sólarhring eru reglur um einangrun Covid-sýktra. Már segir mjög brýnt að fólk hlusti á líkama sinn og sé heima sé það veikt en fólk gæti kynnt sér allt um veikindin á vef Heilsugæslunnar, Landlæknis og Landspítala. „Þetta tekur fimm til tíu daga og þetta er eins og venjuleg pest hjá langflestum,“ segir Már.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. 23. febrúar 2022 19:02 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 2.689 greindust smitaðir af veirunni í gær 2.689 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu covid.is. 23. febrúar 2022 10:51 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
„Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. 23. febrúar 2022 19:02
Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27
2.689 greindust smitaðir af veirunni í gær 2.689 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu covid.is. 23. febrúar 2022 10:51