Ef við værum að búa til skóla Geir Finnsson skrifar 24. febrúar 2022 07:00 Ímyndum okkur að við værum fyrst núna að búa til grunnskóla. Við kæmum saman og tækjum þá ákvörðun að börnin okkar ættu að fara eitthvert alla virka daga til að öðlast þekkingu, reynslu og þroska meðan foreldrar þeirra væru í vinnunni. Það liði sjálfsagt ekki á löngu áður en mörgum yrði ljóst að börn hafi mismunandi styrkleika, getu og ólíkan bakgrunn. Börn nútímans eru þar að auki með aðrar þarfir og tæknimiðaðri þekkingu en börn af fyrri kynslóðum. Niðurstaðan yrði trúlegast að þessi nýi grunnskóli þyrfti frá upphafi að mæta öllum þessum mismunandi þörfum. Annars þætti hann peninga- og tímasóun sem kæmi fáum börnum að gagni. Löngu ljóst hvað hentar best Í kennaranámi mínu þurfti ég ekki að lesa margar blaðsíður í kennslufræðibókum til að átta mig á að börn læra og þroskast best í hlýju, öruggu og nærandi umhverfi. Sérfræðingar um allan heim virðast í rauninni löngu búnir að átta sig á því hvers konar kennsluumhverfi hentar nemendum best. Þess vegna skýtur það skökku við að skólakerfið okkar sé einfaldlega ekki þar, heldur enn byggt á föstum, gömlum grunni frá tímum þar sem þekking á þörfum barna var allt önnur en hún er nú. Í stað þess að leggja aðaláherslu á fjölbreyttar þarfir barna, miðast kerfið við að þau sitji kyrr, þegi og hlýði meðan sérfræðingurinn fóðrar þau á upplýsingum. Slíkt kerfi útskrifar ekki einstaklinga sem hugsa sjálfstætt og sýna frumkvæði. Núverandi kerfi hentar fáum Þetta er engu að síður veruleiki grunnskólabarna og kennara í dag. Stórum hópum barna er komið fyrir í kennslustofum og eru mörg þeirra með sérþarfir sem krefjast sérstakrar athygli. Á sama tíma er ætlast til að kennarinn njóti óskiptrar athygli þeirra allra. Kennarinn, sá sem á að sinna þessum margslungna hópi, efla þroska hans og þekkingu, þarf að gera það einn, lítt studdur og án annarra sérfræðinga sér við hlið. Þetta kerfi er hvorki kennara né nemendum í hag. Ég vil betra skólakerfi en það sem ég upplifði sjálfur Sjálfur hef ég misgóðar sögur að segja af eigin grunnskólagöngu. Þegar í ljós kom að ég átti erfitt með visst nám og upplifði töluverða vanlíðan á köflum voru úrræðin ekki til að bæta stöðuna, jafnvel þótt ég hafi verið umkringdur góðu starfsfólki sem reyndi að gera sitt besta. Vegna þessarar reynslu minnar hef ég verið gagntekinn af þeirri hugsjón að gera skólann betri og í stakk búinn til að sinna sínu hlutverki af alúð. Bæði í kennaranámi mínu og nú í starfi mínu sem kennari hef ég gert rannsókn á innleiðingu nýrra og nútímalegri kennsluhátta. Ég hef líka starfað út frá þeim, samhliða því að þróa þá í takt við tækninýjungar hverju sinni. Lausnirnar eru til Þó að grunnskólar borgarinnar hafi tekið breytingum og notið aukins fjármagns á síðastliðnum árum, er ljóst að meira þarf að koma til svo að það skili sér niður á gólfið þar sem hin daglega starfsemi fer fram. Við eigum að krefjast þess að leitað verði allra leiða til að breyta kerfinu þannig að það verði skipulagt út frá þörfum nemenda og kennara. Lausnirnar eru til, hægt er að innleiða nýjar og árangursríkari kennslunálganir sem gera þörfum allra nemenda hærra undir höfði en áður. Að mínu mati er besta leiðin fram á við fólgin í auknu vali og frelsi nemenda og kennara til að mæta betur kröfum þeirra, áhugasviði og hæfni. Í því skyni tel ég brýnt að eiga í virku samtali við einkarekna skóla en margir þeirra hafa tekið stór skref í áttina að nýjum kennsluháttum sem taka mið af þörfum allra barna. Við eigum að nýta okkur lausnir og þau tækifæri sem eru í boði því annað er ávísun á stöðnun. Jafnframt eigum við að vera óhrædd við að gera breytingar á skipulagi skólastarfsins alls og endurhugsa það frá grunni svo við getum treyst því að börnin fái besta mögulega umhverfið til að blómstra og tækifæri til að rækta það góða sem í þeim býr. Annað er óásættanlegt og ekki í takt við tímann. Höfundur er varaborgarfulltrúi og frambjóðandi í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Geir Finnsson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur að við værum fyrst núna að búa til grunnskóla. Við kæmum saman og tækjum þá ákvörðun að börnin okkar ættu að fara eitthvert alla virka daga til að öðlast þekkingu, reynslu og þroska meðan foreldrar þeirra væru í vinnunni. Það liði sjálfsagt ekki á löngu áður en mörgum yrði ljóst að börn hafi mismunandi styrkleika, getu og ólíkan bakgrunn. Börn nútímans eru þar að auki með aðrar þarfir og tæknimiðaðri þekkingu en börn af fyrri kynslóðum. Niðurstaðan yrði trúlegast að þessi nýi grunnskóli þyrfti frá upphafi að mæta öllum þessum mismunandi þörfum. Annars þætti hann peninga- og tímasóun sem kæmi fáum börnum að gagni. Löngu ljóst hvað hentar best Í kennaranámi mínu þurfti ég ekki að lesa margar blaðsíður í kennslufræðibókum til að átta mig á að börn læra og þroskast best í hlýju, öruggu og nærandi umhverfi. Sérfræðingar um allan heim virðast í rauninni löngu búnir að átta sig á því hvers konar kennsluumhverfi hentar nemendum best. Þess vegna skýtur það skökku við að skólakerfið okkar sé einfaldlega ekki þar, heldur enn byggt á föstum, gömlum grunni frá tímum þar sem þekking á þörfum barna var allt önnur en hún er nú. Í stað þess að leggja aðaláherslu á fjölbreyttar þarfir barna, miðast kerfið við að þau sitji kyrr, þegi og hlýði meðan sérfræðingurinn fóðrar þau á upplýsingum. Slíkt kerfi útskrifar ekki einstaklinga sem hugsa sjálfstætt og sýna frumkvæði. Núverandi kerfi hentar fáum Þetta er engu að síður veruleiki grunnskólabarna og kennara í dag. Stórum hópum barna er komið fyrir í kennslustofum og eru mörg þeirra með sérþarfir sem krefjast sérstakrar athygli. Á sama tíma er ætlast til að kennarinn njóti óskiptrar athygli þeirra allra. Kennarinn, sá sem á að sinna þessum margslungna hópi, efla þroska hans og þekkingu, þarf að gera það einn, lítt studdur og án annarra sérfræðinga sér við hlið. Þetta kerfi er hvorki kennara né nemendum í hag. Ég vil betra skólakerfi en það sem ég upplifði sjálfur Sjálfur hef ég misgóðar sögur að segja af eigin grunnskólagöngu. Þegar í ljós kom að ég átti erfitt með visst nám og upplifði töluverða vanlíðan á köflum voru úrræðin ekki til að bæta stöðuna, jafnvel þótt ég hafi verið umkringdur góðu starfsfólki sem reyndi að gera sitt besta. Vegna þessarar reynslu minnar hef ég verið gagntekinn af þeirri hugsjón að gera skólann betri og í stakk búinn til að sinna sínu hlutverki af alúð. Bæði í kennaranámi mínu og nú í starfi mínu sem kennari hef ég gert rannsókn á innleiðingu nýrra og nútímalegri kennsluhátta. Ég hef líka starfað út frá þeim, samhliða því að þróa þá í takt við tækninýjungar hverju sinni. Lausnirnar eru til Þó að grunnskólar borgarinnar hafi tekið breytingum og notið aukins fjármagns á síðastliðnum árum, er ljóst að meira þarf að koma til svo að það skili sér niður á gólfið þar sem hin daglega starfsemi fer fram. Við eigum að krefjast þess að leitað verði allra leiða til að breyta kerfinu þannig að það verði skipulagt út frá þörfum nemenda og kennara. Lausnirnar eru til, hægt er að innleiða nýjar og árangursríkari kennslunálganir sem gera þörfum allra nemenda hærra undir höfði en áður. Að mínu mati er besta leiðin fram á við fólgin í auknu vali og frelsi nemenda og kennara til að mæta betur kröfum þeirra, áhugasviði og hæfni. Í því skyni tel ég brýnt að eiga í virku samtali við einkarekna skóla en margir þeirra hafa tekið stór skref í áttina að nýjum kennsluháttum sem taka mið af þörfum allra barna. Við eigum að nýta okkur lausnir og þau tækifæri sem eru í boði því annað er ávísun á stöðnun. Jafnframt eigum við að vera óhrædd við að gera breytingar á skipulagi skólastarfsins alls og endurhugsa það frá grunni svo við getum treyst því að börnin fái besta mögulega umhverfið til að blómstra og tækifæri til að rækta það góða sem í þeim býr. Annað er óásættanlegt og ekki í takt við tímann. Höfundur er varaborgarfulltrúi og frambjóðandi í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar