Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 05:20 Sif Atladóttir reynir að stoppa Mallory Pugh sem skoraði tvívegis í leiknum í nótt. AP/Jeffrey McWhorter Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. Íslenska liðið var búið að vinna sex leiki í röð fyrir leikinn þar af tvo fyrstu leiki sína á þessu móti gegn Nýja-Sjálandi og Tékklandi. Stelpurnar okkar áttu litla möguleika á móti heimsmeisturunum sem voru að leik sinn fyrsta leik eftir að þær náðu sögulegu samkomulagi um að fá jafnmikið borgað og landsliðskarlarnir. CHAMPIONS #SheBelievesCup x @Visa pic.twitter.com/kfp3VlZcSu— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 24, 2022 Vetrarlegar aðstæður hjálpuðu því miður ekki okkar konum en það var fimm stiga frost þegar leikurinn byrjaði. Bandaríska liðið var 2-0 yfir í hálfleik eftir tvö mörk á síðustu tíu mínútum hálfleiksins og skoraði síðan þriðja markið sitt eftir klukkutíma leik. Sandra Sigurðardóttir stóð í marki íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum en í hálfleik kom Cecilía Rán Rúnarsdóttir í markið. Cecilía hafði haldið marki sínu hreinu í 378 mínútur fyrir leikinn en fékk á sig þrjú mörk í seinni hálfleiknum. Catarina Macario skoraði tvö mörk fyrir bandaríska liðið í fyrri hálfleiknum og lagði síðan upp annað af tveimur mörkum Mallory Pugh í þeim seinni. Kristie Mewis skoraði síðan fimmta og síðasta markið á 88. mínútu leiksins. Bandarísku stelpurnar áttu 24 skot í leiknum þar af fóru 12 þeirra á markið. Íslenska liðið reyndi átta skot en aðeins eitt þeirra fór á markið. Hér fyrir neðan má sjá mörkin fimm sem bandaríska liðið skoraði í leiknum í nótt. Klippa: Mörkin hjá bandarísku stelpunum á móti Íslandi EM 2021 í Englandi Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sjá meira
Íslenska liðið var búið að vinna sex leiki í röð fyrir leikinn þar af tvo fyrstu leiki sína á þessu móti gegn Nýja-Sjálandi og Tékklandi. Stelpurnar okkar áttu litla möguleika á móti heimsmeisturunum sem voru að leik sinn fyrsta leik eftir að þær náðu sögulegu samkomulagi um að fá jafnmikið borgað og landsliðskarlarnir. CHAMPIONS #SheBelievesCup x @Visa pic.twitter.com/kfp3VlZcSu— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 24, 2022 Vetrarlegar aðstæður hjálpuðu því miður ekki okkar konum en það var fimm stiga frost þegar leikurinn byrjaði. Bandaríska liðið var 2-0 yfir í hálfleik eftir tvö mörk á síðustu tíu mínútum hálfleiksins og skoraði síðan þriðja markið sitt eftir klukkutíma leik. Sandra Sigurðardóttir stóð í marki íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum en í hálfleik kom Cecilía Rán Rúnarsdóttir í markið. Cecilía hafði haldið marki sínu hreinu í 378 mínútur fyrir leikinn en fékk á sig þrjú mörk í seinni hálfleiknum. Catarina Macario skoraði tvö mörk fyrir bandaríska liðið í fyrri hálfleiknum og lagði síðan upp annað af tveimur mörkum Mallory Pugh í þeim seinni. Kristie Mewis skoraði síðan fimmta og síðasta markið á 88. mínútu leiksins. Bandarísku stelpurnar áttu 24 skot í leiknum þar af fóru 12 þeirra á markið. Íslenska liðið reyndi átta skot en aðeins eitt þeirra fór á markið. Hér fyrir neðan má sjá mörkin fimm sem bandaríska liðið skoraði í leiknum í nótt. Klippa: Mörkin hjá bandarísku stelpunum á móti Íslandi
EM 2021 í Englandi Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sjá meira