Samkeppnishæfur fjölskyldubær Gígja Sigríður Guðjónsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 15:00 Í Reykjanesbæ líkt og í öðrum sveitafélögum ber okkur skylda að sinna lögbundinni lágmarksþjónustu við íbúa. Forgangsröðun verkefna í þágu grunnþjónustunnar er því eitt mikilvægasta verkefni sveitafélaga og uppbygging nýrra leikskóla á að vera ofarlega á þeim lista. Það þarf að tryggja börnum öruggt leikskólapláss, ekki bara börnum sem náð hafa tveggja ára aldri, heldur þarf að tryggja börnum dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi foreldra. Þetta er því miður ekki staðan í okkar góða bæjarfélagi. Samkvæmt skýrslu fræðsluráðs Reykjanesbæjar í júní 2021 var hlutfall átján mánaða barna með leikskólapláss aðeins 19%. Þetta eru sláandi tölur og það þarf að gera betur. Miklu betur. Það þarf sýn og það þarf plan. Nýr leikskóli er áformaður í Hlíðarhverfinu og þar þarf að vinna hratt og örugglega. Þar vil ég líka sjá nýjungar í framkvæmd og ungbarnadeild til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem er fyrir dagvistunarpláss fyrir yngstu börnin. Það er þó ekki nóg eitt og sér, og miðað við vöxtinn í bæjarfélaginu þarf að taka rösklega til hendinni í þessum málum og leggja drög að fleiri leikskólum og/eða stækkun þeirra leikskóla sem eru starfandi í dag. Hugum að ímynd bæjarins – verum stolt af bænum okkar Nýlega var Stapaskóli tekinn í notkun í Innri-Njarðvík og kórónar hann hið glæsilega hverfi sem hefur risið hratt síðustu árin. Skólinn er framúrskarandi, leiðandi á sínu sviði og fyrirmynd fyrir aðra skóla sem eiga eftir að rísa á Íslandi. Lítið hefur hinsvegar heyrst af þessum glæsilega skóla þegar rýnt er í aðra miðla en bæjarmiðilinn. Með einfaldri Google-leit að „Stapaskóli“er til að mynda ekki að finna eina einustu frétt í neinum af stærstu fréttamiðlum landsins. Reykjanesbær er í samkeppni. Samkeppni við önnur sveitarfélög um íbúa, fyrirtæki og athygli frá hinu opinbera. Við eigum að vera stolt af bænum okkar, tala hann upp og láta alla vita af því að hér er gott að búa. Nýtum styrkleikana okkar og byggjum upp samfélag sem fólk sækist í, þar sem fólk vill starfa, ala upp börnin sín og verja frítíma sínum. Ég flutti til Reykjanesbæjar fyrir rúmum áratug. Sem aðfluttur íbúi hef ég í ófá skipti þurft að svara fyrir það hvernig mér hefði eiginlega getað dottið það í hug að koma hingað úr Reykjavík. Og þá er ég fljót að nefna alla þá fjölmörgu kosti við það að búa í Reykjanesbæ. Við megum ekki láta slæmar fréttir um bæinn okkar kaffæra þær góðu – hér er ótrúlega gott að búa. Verum stolt, höfum hátt og gerum bæinn okkar ennþá betri. Mig langar að taka þátt í því og þess vegna bið ég um stuðning ykkar í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 26. febrúar. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjanesbæ líkt og í öðrum sveitafélögum ber okkur skylda að sinna lögbundinni lágmarksþjónustu við íbúa. Forgangsröðun verkefna í þágu grunnþjónustunnar er því eitt mikilvægasta verkefni sveitafélaga og uppbygging nýrra leikskóla á að vera ofarlega á þeim lista. Það þarf að tryggja börnum öruggt leikskólapláss, ekki bara börnum sem náð hafa tveggja ára aldri, heldur þarf að tryggja börnum dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi foreldra. Þetta er því miður ekki staðan í okkar góða bæjarfélagi. Samkvæmt skýrslu fræðsluráðs Reykjanesbæjar í júní 2021 var hlutfall átján mánaða barna með leikskólapláss aðeins 19%. Þetta eru sláandi tölur og það þarf að gera betur. Miklu betur. Það þarf sýn og það þarf plan. Nýr leikskóli er áformaður í Hlíðarhverfinu og þar þarf að vinna hratt og örugglega. Þar vil ég líka sjá nýjungar í framkvæmd og ungbarnadeild til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem er fyrir dagvistunarpláss fyrir yngstu börnin. Það er þó ekki nóg eitt og sér, og miðað við vöxtinn í bæjarfélaginu þarf að taka rösklega til hendinni í þessum málum og leggja drög að fleiri leikskólum og/eða stækkun þeirra leikskóla sem eru starfandi í dag. Hugum að ímynd bæjarins – verum stolt af bænum okkar Nýlega var Stapaskóli tekinn í notkun í Innri-Njarðvík og kórónar hann hið glæsilega hverfi sem hefur risið hratt síðustu árin. Skólinn er framúrskarandi, leiðandi á sínu sviði og fyrirmynd fyrir aðra skóla sem eiga eftir að rísa á Íslandi. Lítið hefur hinsvegar heyrst af þessum glæsilega skóla þegar rýnt er í aðra miðla en bæjarmiðilinn. Með einfaldri Google-leit að „Stapaskóli“er til að mynda ekki að finna eina einustu frétt í neinum af stærstu fréttamiðlum landsins. Reykjanesbær er í samkeppni. Samkeppni við önnur sveitarfélög um íbúa, fyrirtæki og athygli frá hinu opinbera. Við eigum að vera stolt af bænum okkar, tala hann upp og láta alla vita af því að hér er gott að búa. Nýtum styrkleikana okkar og byggjum upp samfélag sem fólk sækist í, þar sem fólk vill starfa, ala upp börnin sín og verja frítíma sínum. Ég flutti til Reykjanesbæjar fyrir rúmum áratug. Sem aðfluttur íbúi hef ég í ófá skipti þurft að svara fyrir það hvernig mér hefði eiginlega getað dottið það í hug að koma hingað úr Reykjavík. Og þá er ég fljót að nefna alla þá fjölmörgu kosti við það að búa í Reykjanesbæ. Við megum ekki láta slæmar fréttir um bæinn okkar kaffæra þær góðu – hér er ótrúlega gott að búa. Verum stolt, höfum hátt og gerum bæinn okkar ennþá betri. Mig langar að taka þátt í því og þess vegna bið ég um stuðning ykkar í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 26. febrúar. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar