NATO eykur viðbúnað sinni í aðildarríkjunum í austri Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2022 21:14 Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO. AP/Virginia Mayo Allar helstu þjóðir Vesturlanda hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og ákveðið að herða á refsiaðgerðir sínar gagnvart þeim. Nato ætlar að styrkja herafla sinn í aðildarríkjum sínum í austur Evrópu. Fyrrverandi aðildarríki Sovétríkjanna og eða gömu austurblokkarinnar sem nú eru aðilar að NATO og Evrópusambandinu óttast um sinn hag eftir innrásina í Úkraínu. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir bandalagið öflugasta hernaðarbandalag heims sem muni verja hverja tommu af landsvæði aðildarríkjanna. „Þess vegna höfum við aukið viðveru okkar í austurhluta bandalagsins með þúsundum hermanna, skipa og flugvéla undanfarnar tvær vikur,“ segir Stoltenberg. Ekki stæði til að senda NATO heri inn í Úkraínu. Þetta væru hins vegar skýr skilaboð um að árás á eitt bandalagsríkjanna væri árás á þau öll. „Þannig að við erum í viðbragðsstöðu. Við erum að stilla okkur upp á nýtt. En aðgerðir okkar eru til varna og eru hnitmiðaðar. Við sækjumst ekki eftir átökum, við viljum koma í veg fyrir átök,“ segir Stoltenberg. Leiðtogar Vesturlanda hafa allir sem einn fordæmt innrásina. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði árás Rússa tilhæfulausa. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.AP/Virginia Mayo „Við fordæmum þessa villimannlegu árás og þau kaldrifjuðu rök sem notuð eru til að réttlæta hana. Það er Pútín forseti sem kallar stríð yfir Evrópu og á þessum myrku stundum stendur Evrópsambandið og íbúar þess með Úkraínu og úkraínsku þjóðinni,“ sagði von der Leyen. Refsiaðgerðir muni beinast mikilvægum þáttum í efnahagslífi Rússlands með því að loka á aðgang þeirra að tækni og mörkuðum sem skipti Rússa höfuðmáli. „Við munum veikja efnahagsgrunn Rússlands og getu landsins til að nútímavæðast og auk þess munum við frysta rússneskar eignir í Evrópusambandinu og loka fyrir aðgang rússneskra banka að fjármálamörkuðum Evrópum," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna.AP/Carolyn Kaster Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Rússa mega reikna með mjög hörðum refsiaðgerðum. „Og ef það stoppar ekki Putin þegar á reynir höfum við og bandamenn okkar gert það alveg ljóst að það hefði gríðarleg áhrif þegar fram í sækir. Rússar munu gjalda í langan tíma,“ sagði Blinken í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Bandaríkin Rússland NATO Tengdar fréttir Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. 24. febrúar 2022 20:16 Sendiherra Rússa segir markmið að ganga frá her Úkraínu og nasistum þar Sendiherra Rússlands á Íslandi segir markmið innrásarinnar í Úkraínu að afhernaðarvæða landið sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Ganga þurfi milli bols og höfuðs á nasistum í Úkraínu sem þrífist þar í skjóli stjórnvalda. 24. febrúar 2022 19:45 Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Fyrrverandi aðildarríki Sovétríkjanna og eða gömu austurblokkarinnar sem nú eru aðilar að NATO og Evrópusambandinu óttast um sinn hag eftir innrásina í Úkraínu. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir bandalagið öflugasta hernaðarbandalag heims sem muni verja hverja tommu af landsvæði aðildarríkjanna. „Þess vegna höfum við aukið viðveru okkar í austurhluta bandalagsins með þúsundum hermanna, skipa og flugvéla undanfarnar tvær vikur,“ segir Stoltenberg. Ekki stæði til að senda NATO heri inn í Úkraínu. Þetta væru hins vegar skýr skilaboð um að árás á eitt bandalagsríkjanna væri árás á þau öll. „Þannig að við erum í viðbragðsstöðu. Við erum að stilla okkur upp á nýtt. En aðgerðir okkar eru til varna og eru hnitmiðaðar. Við sækjumst ekki eftir átökum, við viljum koma í veg fyrir átök,“ segir Stoltenberg. Leiðtogar Vesturlanda hafa allir sem einn fordæmt innrásina. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði árás Rússa tilhæfulausa. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.AP/Virginia Mayo „Við fordæmum þessa villimannlegu árás og þau kaldrifjuðu rök sem notuð eru til að réttlæta hana. Það er Pútín forseti sem kallar stríð yfir Evrópu og á þessum myrku stundum stendur Evrópsambandið og íbúar þess með Úkraínu og úkraínsku þjóðinni,“ sagði von der Leyen. Refsiaðgerðir muni beinast mikilvægum þáttum í efnahagslífi Rússlands með því að loka á aðgang þeirra að tækni og mörkuðum sem skipti Rússa höfuðmáli. „Við munum veikja efnahagsgrunn Rússlands og getu landsins til að nútímavæðast og auk þess munum við frysta rússneskar eignir í Evrópusambandinu og loka fyrir aðgang rússneskra banka að fjármálamörkuðum Evrópum," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna.AP/Carolyn Kaster Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Rússa mega reikna með mjög hörðum refsiaðgerðum. „Og ef það stoppar ekki Putin þegar á reynir höfum við og bandamenn okkar gert það alveg ljóst að það hefði gríðarleg áhrif þegar fram í sækir. Rússar munu gjalda í langan tíma,“ sagði Blinken í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Bandaríkin Rússland NATO Tengdar fréttir Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. 24. febrúar 2022 20:16 Sendiherra Rússa segir markmið að ganga frá her Úkraínu og nasistum þar Sendiherra Rússlands á Íslandi segir markmið innrásarinnar í Úkraínu að afhernaðarvæða landið sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Ganga þurfi milli bols og höfuðs á nasistum í Úkraínu sem þrífist þar í skjóli stjórnvalda. 24. febrúar 2022 19:45 Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. 24. febrúar 2022 20:16
Sendiherra Rússa segir markmið að ganga frá her Úkraínu og nasistum þar Sendiherra Rússlands á Íslandi segir markmið innrásarinnar í Úkraínu að afhernaðarvæða landið sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Ganga þurfi milli bols og höfuðs á nasistum í Úkraínu sem þrífist þar í skjóli stjórnvalda. 24. febrúar 2022 19:45
Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23