Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. febrúar 2022 00:00 Bjartari tímar eru vonandi fram undan. Vísir/Vilhelm Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. Ríkisstjórnin samþykkti það á fundi sínum í gær að aflétta öllum takmörkunum frá og með miðnætti aðfaranótt föstudagsins 25. febrúar og heyrir því grímuskylda, nándarregla, samkomubann og ýmsar aðrar takmarkanir sögunni til. Ætla má að margir muni fagna þessum tímamótum um helgina og eru barir landsins til að mynda þegar byrjaðir að undirbúa sig. Landspítalinn hefur þó varað við auknu álagi vegna afléttinga og er fólk því hvatt til að fara áfram varlega. Engar takmarkanir eru lengur í gildi. Veiran ekki horfin Enn eru talsvert margir að greinast smitaðir, þeir voru til að mynda ríflega 3.300 í dag og hafa aldrei verið fleiri, en Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir útbreiðslu veirunnar þegar svo mikla að takmarkanir skili engu á þessum tímapunkti. Íslendingar eru þó alls ekki hólpnir en áfram þarf að fylgjast með nýjum afbrigðum og öðrum vendingum í faraldrinum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að veiran myndi enn vera með okkur en að við gætum lifað með henni. Að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er víðtækt samfélagslegt ónæmi gegn veirunni helsta leiðin út úr faraldrinum. Um 80 prósent þurfi að smitast og miðað við núverandi útbreiðslu er líklegt að það takist seinni hlutann í mars. Nánast tvö ár af takmörkunum Fyrst var gripið til samkomutakmarkana 13. mars 2020 en þá var vika liðin frá því að fyrstu tilfellin greindust og greip þáverandi ríkisstjórn til þess ráðs að setja á samkomubann. Þegar mest á lét voru tíu manna samkomutakmörk í gildi hér á landi auk þess sem miklar takmarkanir voru á ferðalögum milli landa. Sumarið 2021 var tilkynnt um að öllum aðgerðum innanlands yrði aflétt í ljósi góðrar stöðu en það átti eftir að reynast skammgóður vermir, líkt og flestir muna. Vonandi er staðan önnur í dag og munu Íslendingar geta fagnað þessum stóru tímamótum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 Erfitt að sjá hverju takmarkanir skila þegar útbreiðslan er svona mikil Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfitt að sjá hverju sóttvarnatakmarkanir skili nú þegar útbreiðsla kórónuveirunnar er jafn mikil og raun ber vitni. Hann stefnir að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærum í síðasta lagi á föstudag. 23. febrúar 2022 08:53 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti það á fundi sínum í gær að aflétta öllum takmörkunum frá og með miðnætti aðfaranótt föstudagsins 25. febrúar og heyrir því grímuskylda, nándarregla, samkomubann og ýmsar aðrar takmarkanir sögunni til. Ætla má að margir muni fagna þessum tímamótum um helgina og eru barir landsins til að mynda þegar byrjaðir að undirbúa sig. Landspítalinn hefur þó varað við auknu álagi vegna afléttinga og er fólk því hvatt til að fara áfram varlega. Engar takmarkanir eru lengur í gildi. Veiran ekki horfin Enn eru talsvert margir að greinast smitaðir, þeir voru til að mynda ríflega 3.300 í dag og hafa aldrei verið fleiri, en Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir útbreiðslu veirunnar þegar svo mikla að takmarkanir skili engu á þessum tímapunkti. Íslendingar eru þó alls ekki hólpnir en áfram þarf að fylgjast með nýjum afbrigðum og öðrum vendingum í faraldrinum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að veiran myndi enn vera með okkur en að við gætum lifað með henni. Að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er víðtækt samfélagslegt ónæmi gegn veirunni helsta leiðin út úr faraldrinum. Um 80 prósent þurfi að smitast og miðað við núverandi útbreiðslu er líklegt að það takist seinni hlutann í mars. Nánast tvö ár af takmörkunum Fyrst var gripið til samkomutakmarkana 13. mars 2020 en þá var vika liðin frá því að fyrstu tilfellin greindust og greip þáverandi ríkisstjórn til þess ráðs að setja á samkomubann. Þegar mest á lét voru tíu manna samkomutakmörk í gildi hér á landi auk þess sem miklar takmarkanir voru á ferðalögum milli landa. Sumarið 2021 var tilkynnt um að öllum aðgerðum innanlands yrði aflétt í ljósi góðrar stöðu en það átti eftir að reynast skammgóður vermir, líkt og flestir muna. Vonandi er staðan önnur í dag og munu Íslendingar geta fagnað þessum stóru tímamótum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 Erfitt að sjá hverju takmarkanir skila þegar útbreiðslan er svona mikil Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfitt að sjá hverju sóttvarnatakmarkanir skili nú þegar útbreiðsla kórónuveirunnar er jafn mikil og raun ber vitni. Hann stefnir að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærum í síðasta lagi á föstudag. 23. febrúar 2022 08:53 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01
Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27
Erfitt að sjá hverju takmarkanir skila þegar útbreiðslan er svona mikil Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfitt að sjá hverju sóttvarnatakmarkanir skili nú þegar útbreiðsla kórónuveirunnar er jafn mikil og raun ber vitni. Hann stefnir að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærum í síðasta lagi á föstudag. 23. febrúar 2022 08:53