Rut ráðin framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2022 12:01 Rut tekur til starfa þann 1. mars. Kvenréttindafélag Íslands Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Hún hefur störf í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Rut tekur við af Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur, sem hefur starfað sem framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins síðan árið 2011. Brynhildur hefur nú störf sem formaður í stéttarfélaginu Fræðagarði, en mun starfa áfram með Kvenréttindafélaginu næstu misseri til að tryggja að þekking sín og reynsla komist til skila. Rut er með BBA gráðu í hagfræði og nýsköpun frá Ritsumeikan Asia Pacific University í Japan og er að ljúka við MSc í átaka-, stríðs- og þróunarfræðum frá SOAS háskólanum í Lundúnum. Rut býr yfir víðtækri reynslu af starfi félagasamtaka, jafnt hérlendis sem erlendis. Í rúman áratug hefur Rut tekið þátt í fjölbreyttu félagsstarfi á vegum ýmissa félagasamtaka víða um heim, m.a. í Bangladess, Japan, Víetnam og Kenya, sem og í heimabyggð sinni, Vesturbyggð. Rut hefur setið í stjórn Kvenréttindafélagsins í tvö ár og gegnir fyrir hönd félagsins embætti varaformanns stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Rut hefur djúpa þekkingu á starfi félagsins og sterka framtíðarsýn á hlutverki Kvenréttindafélagsins í að tryggja stöðu kvenna og jafnrétti kynjanna á öllum sviðum. Hún stígur nú til hliðar úr stjórn Kvenréttindafélagsins og hefur störf á skrifstofu félagsins. Rut hefur veigamikla reynslu af alþjóðastarfi og hefur hún til að mynda setið ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun (UNCTAD), verið ungmennafulltrúi Íslands á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins og setið í ráðgjafaráði Evrópuráðsins um málefni ungs fólks. Þá hefur hún beitt sér fyrir aukinni aðkomu kvenna í öryggismálum og stóð meðal annars fyrir fyrirlestraröðinni „Feminist Leadership in Disarmament“ í gegnum afvopnunarsamtök sem hún starfaði fyrir í Lundúnum,“ segir í tilkynningunni. „Við í stjórn Kvenréttindafélagsins erum himinlifandi glaðar að fá Rut til starfa á skrifstofu félagsins. Hún er sannur femínisti og hefur verið mikilvæg rödd í stjórninni. Við hlökkum til að vinna með henni áfram að þróa og styrkja okkar góða félag,“ segir Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands. „Ég er ótrúlega þakklát traustinu sem mér er sýnt og hlakka til að nýta reynslu mína til þess að styðja áframhaldandi baráttu fyrir kynjajafnrétti, jafnt hér á landi sem og erlendis, í samstarfi við stjórn Kvenréttindafélagsins,“ segir Rut. Jafnréttismál Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Rut tekur við af Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur, sem hefur starfað sem framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins síðan árið 2011. Brynhildur hefur nú störf sem formaður í stéttarfélaginu Fræðagarði, en mun starfa áfram með Kvenréttindafélaginu næstu misseri til að tryggja að þekking sín og reynsla komist til skila. Rut er með BBA gráðu í hagfræði og nýsköpun frá Ritsumeikan Asia Pacific University í Japan og er að ljúka við MSc í átaka-, stríðs- og þróunarfræðum frá SOAS háskólanum í Lundúnum. Rut býr yfir víðtækri reynslu af starfi félagasamtaka, jafnt hérlendis sem erlendis. Í rúman áratug hefur Rut tekið þátt í fjölbreyttu félagsstarfi á vegum ýmissa félagasamtaka víða um heim, m.a. í Bangladess, Japan, Víetnam og Kenya, sem og í heimabyggð sinni, Vesturbyggð. Rut hefur setið í stjórn Kvenréttindafélagsins í tvö ár og gegnir fyrir hönd félagsins embætti varaformanns stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Rut hefur djúpa þekkingu á starfi félagsins og sterka framtíðarsýn á hlutverki Kvenréttindafélagsins í að tryggja stöðu kvenna og jafnrétti kynjanna á öllum sviðum. Hún stígur nú til hliðar úr stjórn Kvenréttindafélagsins og hefur störf á skrifstofu félagsins. Rut hefur veigamikla reynslu af alþjóðastarfi og hefur hún til að mynda setið ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun (UNCTAD), verið ungmennafulltrúi Íslands á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins og setið í ráðgjafaráði Evrópuráðsins um málefni ungs fólks. Þá hefur hún beitt sér fyrir aukinni aðkomu kvenna í öryggismálum og stóð meðal annars fyrir fyrirlestraröðinni „Feminist Leadership in Disarmament“ í gegnum afvopnunarsamtök sem hún starfaði fyrir í Lundúnum,“ segir í tilkynningunni. „Við í stjórn Kvenréttindafélagsins erum himinlifandi glaðar að fá Rut til starfa á skrifstofu félagsins. Hún er sannur femínisti og hefur verið mikilvæg rödd í stjórninni. Við hlökkum til að vinna með henni áfram að þróa og styrkja okkar góða félag,“ segir Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands. „Ég er ótrúlega þakklát traustinu sem mér er sýnt og hlakka til að nýta reynslu mína til þess að styðja áframhaldandi baráttu fyrir kynjajafnrétti, jafnt hér á landi sem og erlendis, í samstarfi við stjórn Kvenréttindafélagsins,“ segir Rut.
Jafnréttismál Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira