Sveit í borg – Álftanes Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 15:31 Garðabær er einstakt samfélag og hvert hverfi innan bæjarfélagsins hefur sína sérstöðu. Álftanes er eitt af þeim, strjálbýlt sveitaþorp, sveit í borg. Það er mikilvægt að við gætum að sérkennum þess. Umhverfi Álftaness, fuglalíf og söguminjar eru verðmæti sem við þurfum að varðveita áfram. Mikil lífsgæði eru fólgin í því að geta notið útivistar og friðsældar í ósnortinni náttúru í nálægð við heimili sitt. Gott skipulag hefur ekki aðeins áhrif á það að við komumst örugglega á milli staða heldur hefur það líka áhrif á líðan okkar. Góð tenging á milli hverfa er jafn mikilvæg og tenging við náttúruna. Með betra stígakerfi og bættum samgöngum aukum við öryggi íbúa, barna og fullorðinna. Félagsauður og vellíðan Öflugt félagsstarf ber þess glögglega merki að Álftanes er samheldið samfélag þar sem mannauður er mikill. Þetta er mikilvægt. Góðir innviðir, aðstaða og búnaður stuðla að aukinni virkni og þátttöku bæjarbúa. Við þurfum að tryggja góðan aðbúnað, sinna viðhaldi betur og auka framboð á fjölbreyttum valkostum um leið og við hvetjum alla aldurshópa til þátttöku. Með því að efla innviði, auðveldum við fólki að hittast hvort sem það er í sundi, á æfingu, golfi, skátafundi, kaffihúsi eða í göngu. Rannsóknir sýna að heimsfaraldurinn hefur haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks. Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi eykur vellíðan og virkni og spornar gegn félagslegri einangrun. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt og nú. Miðgarður mun nýtast öllum Garðbæingum vel og efla íþrótta- og tómstundastarf í bænum. Uppbygging og endurnýjun hefur verið á íþróttamannvirkjum á Álftanesi, í sumar verður ákveðnum áföngum lokið í kringum íþróttasvæðið en við þurfum að klára heildarskipulag svæðisins. Eftirspurn og innviðir Það er eftirsóknarvert að búa á Álftanesi. Ótvíræður vitnisburður þess er gríðarmikill áhugi á húsnæði þar og einnig á úthlutun lóða. Framundan er frekari uppbygging á Álftanesi og tryggja þarf áframhaldandi samtal og samráð við íbúa. Uppbyggingu og vexti fylgja fjárfestingar í innviðum. Í allri umræðu um innviði sveitarfélaga er mikilvægt að félagslegir innviðir gleymist ekki. Það væri okkur svo til mikils sóma að fegra hringtorgið við Bessastaði. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Garðabær er einstakt samfélag og hvert hverfi innan bæjarfélagsins hefur sína sérstöðu. Álftanes er eitt af þeim, strjálbýlt sveitaþorp, sveit í borg. Það er mikilvægt að við gætum að sérkennum þess. Umhverfi Álftaness, fuglalíf og söguminjar eru verðmæti sem við þurfum að varðveita áfram. Mikil lífsgæði eru fólgin í því að geta notið útivistar og friðsældar í ósnortinni náttúru í nálægð við heimili sitt. Gott skipulag hefur ekki aðeins áhrif á það að við komumst örugglega á milli staða heldur hefur það líka áhrif á líðan okkar. Góð tenging á milli hverfa er jafn mikilvæg og tenging við náttúruna. Með betra stígakerfi og bættum samgöngum aukum við öryggi íbúa, barna og fullorðinna. Félagsauður og vellíðan Öflugt félagsstarf ber þess glögglega merki að Álftanes er samheldið samfélag þar sem mannauður er mikill. Þetta er mikilvægt. Góðir innviðir, aðstaða og búnaður stuðla að aukinni virkni og þátttöku bæjarbúa. Við þurfum að tryggja góðan aðbúnað, sinna viðhaldi betur og auka framboð á fjölbreyttum valkostum um leið og við hvetjum alla aldurshópa til þátttöku. Með því að efla innviði, auðveldum við fólki að hittast hvort sem það er í sundi, á æfingu, golfi, skátafundi, kaffihúsi eða í göngu. Rannsóknir sýna að heimsfaraldurinn hefur haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks. Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi eykur vellíðan og virkni og spornar gegn félagslegri einangrun. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt og nú. Miðgarður mun nýtast öllum Garðbæingum vel og efla íþrótta- og tómstundastarf í bænum. Uppbygging og endurnýjun hefur verið á íþróttamannvirkjum á Álftanesi, í sumar verður ákveðnum áföngum lokið í kringum íþróttasvæðið en við þurfum að klára heildarskipulag svæðisins. Eftirspurn og innviðir Það er eftirsóknarvert að búa á Álftanesi. Ótvíræður vitnisburður þess er gríðarmikill áhugi á húsnæði þar og einnig á úthlutun lóða. Framundan er frekari uppbygging á Álftanesi og tryggja þarf áframhaldandi samtal og samráð við íbúa. Uppbyggingu og vexti fylgja fjárfestingar í innviðum. Í allri umræðu um innviði sveitarfélaga er mikilvægt að félagslegir innviðir gleymist ekki. Það væri okkur svo til mikils sóma að fegra hringtorgið við Bessastaði. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun