Íslenski boltinn

Nýr mið­vörður Víkings um veðrið á Ís­landi: „Getur bara orðið betra úr þessu“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Oliver Ekroth, nýjasti leikmaður Víkings.
Oliver Ekroth, nýjasti leikmaður Víkings. Vísir/Svava

„Ég varð mjög spenntur þegar ég heyrði um félagið. Er að spila í Evrópu á næstu leiktíð, unnu deild og bikar í fyrra og stefna á að verja þá í ár,“ sagði Oliver Ekroth, nýjasti liðsmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings við Vísi og Stöð 2 Sport eftir undirskrift í dag.

Víkingur hefur verið í leit að miðverði undanfarnar vikur og mánuði eftir að Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason lögðu skóna á hilluna eftir magnað tímabil í fyrra. Eftir að hafa sótt Kyle McLagan frá Fram þá var Oliver Ekroth sóttur til Svíþjóðar en um er að ræða reynslumikinn leikmann sem hefur spilað í sænsku úrvalsdeildinni undnafarin ár.

„Veðrið var fallegt í gær, sólin skein og ég sá fínan leik (Víkingur vann Val 3-1 í Lengjubikarnum). Í dag er smá vindur, snjór og rigning svo ég hef séð báðar hliðar Íslands til þessa. Það getur bara orðið betra úr þessu,“ sagði Ekroth kíminn en veðrið hefur ekki verið upp á marga fiska í dag.

„Ég veit að það eru nokkrir sænskir leikmenn að spila hér á landi, ég hitti einn út í búð í gær svo við vitum af hvor öðrum. Annars hef ég heyrt að þetta sé góð deild sem er að vaxa ört.“

„Ég hef heyrt að mörg lið séu að festa kaup á leikmönnum erlendis frá og stefna á að berjast um meistaratitilinn svo þetta ætti að verða gott ár,“ sagði Ekroth aðspurður hvort hann hefði einhverja vitneskju um íslensku deildina.

Viðtalið við Ekroth má sjá í heild sinni hér að neðan en það er á ensku.

Klippa: Varð mjög spenntur þegar ég heyrði um félagið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×