Fótbolti

Jón Dagur lagði upp og nældi sér í spjald í grát­legu tapi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Dagur í leik með AGF.
Jón Dagur í leik með AGF. vísir/Getty

Jón Dagur Þorsteinson lagði upp fyrra mark AGF í grátlegu tapi gegn Vejle í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld, lokatölur 3-2 Vejle í vil. Jón Dagur og Mikael Anderson voru báðir í byrjunarliði AGF í kvöld.

Gestirnir komust yfir eftir aðeins fjórar mínútur en Jón Dagur fann Mustapha Bundu sem brást ekki bogalistin og staðan orðin 1-0 AGF í vil. Heimamenn jöfnuðu metin aðeins sex mínútum síðar og staðan 1-1 þegar aðeins 10 mínútur voru liðnar.

Nicolai Poulsen kom AGF yfir á nýjan leik á 17. mínútu en heimamenn jöfnuðu metin fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan 2-2 er liðin gengu til búningsherbergja. Jón Dagur nældi sér í gult spjald undir lok fyrri hálfleiks.

Jón Dagur var tekinn af velli á 75. mínútu og Mikael var tekinn af velli fyrir Jack Wilshere er venjulegum leiktíma var að ljúka.

Miklar tafir urðu í síðari hálfleik og því var rúmlega tíu mínútum bætt við. Það var eftir tæplega 100 mínútna leik sem sigurmarkið leit dagsins ljós, Mouhamadou Drammeh með markið og lokatölur 3-2 Vejle í vil.

AGF er sem stendur í 7. sæti deildarinnar með 24 stig en Vejle lyfti sér af botni deildarinnar með sigri kvöldsins. Liðið er nú í 11. sæti af 12 liðum með 12 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×