„Þarf líka góðan leiðtoga sem talar mikið og er tilbúinn að stýra og stjórna“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2022 09:00 Arnar Gunnlaugsson segir Víking hafa verið í leit að leiðtoga sem og góðum fótboltamanni. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkinga segir félagið ekki aðeins hafa verið að leita að góðum fótboltamanna heldur einnig leiðtoga en félagið samdi við hinn sænska Oliver Ekroth í gærdag. „Hann var fyrirliði í sínu liði í mjög sterkri deild. Kann fótbolta. Eftir að Kári (Árnason) og Sölvi (Geir Ottesen) hættu er ekki nóg að finna góðan fótboltamann heldur þarf líka góðan leiðtoga, sem talar mikið og er tilbúinn að stýra og stjórna,“ sagði Arnar um nýjasta leikmann Víkinga. „Hann virkar líka eins og hann sé hungraður að koma og hjálpa okkur að verja báða titlana og gera vel í Evrópu. Það er draumur margra að vera í Evrópukeppni og hann hefur ekki gert það hingað til, ég finn að hann er mjög hungraður í að gera vel á Íslandi.“ „Það hjálpar gríðarlega, hefur mikið aðdráttarafl. Það er ekkert sjálfsagður hlutur að vera í Evrópukeppni og fyrir marga er þetta draumur. Hann er nú 30 ára og búinn að spila í öllum deildum í Svíþjóð og náði loks að spila í efstu deild í fyrra og gerði mjög vel. Nú er næsta skref að gera vel í Evrópu og líka bara hjálpa okkur. Ég held að verkefnið sé mjög spennandi fyrir hann,“ sagði Arnar um mikilvægi þess að vera í Evrópukeppni. „Hvað okkur varðar þá leituðum við mjög lengi. Við gerðum tilboð í einhverja og hann var á listanum okkar í langan tíma, fengum góð meðmæli og reyndum að gera okkar vinnu eins vel og hægt væri. Þetta er stórt mál, að taka útlendinga heim. Heppnast stundum og stundum ekki en mér finnst við hafa unnið grunnvinnuna,“ sagði Arnar að endingu en viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Arnar sagði Víkingsliðið hafa verið í leit að leiðtoga Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Nýr miðvörður Víkings um veðrið á Íslandi: „Getur bara orðið betra úr þessu“ „Ég varð mjög spenntur þegar ég heyrði um félagið. Er að spila í Evrópu á næstu leiktíð, unnu deild og bikar í fyrra og stefna á að verja þá í ár,“ sagði Oliver Ekroth, nýjasti liðsmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings við Vísi og Stöð 2 Sport eftir undirskrift í dag. 25. febrúar 2022 18:35 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
„Hann var fyrirliði í sínu liði í mjög sterkri deild. Kann fótbolta. Eftir að Kári (Árnason) og Sölvi (Geir Ottesen) hættu er ekki nóg að finna góðan fótboltamann heldur þarf líka góðan leiðtoga, sem talar mikið og er tilbúinn að stýra og stjórna,“ sagði Arnar um nýjasta leikmann Víkinga. „Hann virkar líka eins og hann sé hungraður að koma og hjálpa okkur að verja báða titlana og gera vel í Evrópu. Það er draumur margra að vera í Evrópukeppni og hann hefur ekki gert það hingað til, ég finn að hann er mjög hungraður í að gera vel á Íslandi.“ „Það hjálpar gríðarlega, hefur mikið aðdráttarafl. Það er ekkert sjálfsagður hlutur að vera í Evrópukeppni og fyrir marga er þetta draumur. Hann er nú 30 ára og búinn að spila í öllum deildum í Svíþjóð og náði loks að spila í efstu deild í fyrra og gerði mjög vel. Nú er næsta skref að gera vel í Evrópu og líka bara hjálpa okkur. Ég held að verkefnið sé mjög spennandi fyrir hann,“ sagði Arnar um mikilvægi þess að vera í Evrópukeppni. „Hvað okkur varðar þá leituðum við mjög lengi. Við gerðum tilboð í einhverja og hann var á listanum okkar í langan tíma, fengum góð meðmæli og reyndum að gera okkar vinnu eins vel og hægt væri. Þetta er stórt mál, að taka útlendinga heim. Heppnast stundum og stundum ekki en mér finnst við hafa unnið grunnvinnuna,“ sagði Arnar að endingu en viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Arnar sagði Víkingsliðið hafa verið í leit að leiðtoga
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Nýr miðvörður Víkings um veðrið á Íslandi: „Getur bara orðið betra úr þessu“ „Ég varð mjög spenntur þegar ég heyrði um félagið. Er að spila í Evrópu á næstu leiktíð, unnu deild og bikar í fyrra og stefna á að verja þá í ár,“ sagði Oliver Ekroth, nýjasti liðsmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings við Vísi og Stöð 2 Sport eftir undirskrift í dag. 25. febrúar 2022 18:35 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Nýr miðvörður Víkings um veðrið á Íslandi: „Getur bara orðið betra úr þessu“ „Ég varð mjög spenntur þegar ég heyrði um félagið. Er að spila í Evrópu á næstu leiktíð, unnu deild og bikar í fyrra og stefna á að verja þá í ár,“ sagði Oliver Ekroth, nýjasti liðsmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings við Vísi og Stöð 2 Sport eftir undirskrift í dag. 25. febrúar 2022 18:35