Úkraína í herkví: Afturgöngur sögunnar Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 27. febrúar 2022 21:30 Má rekja neyðarástandið sem umlykur Úkraínu til sögulegra mistaka leiðtoga Vesturveldanna, þegar samið var við Gorbachev um endalok Kalda stríðsins á árunum um og upp úr 1990? Hrun Sovétríkjanna bauð upp á söguleg tækifæri til að skapa nýtt og lýðræðislegt Rússland á rústum Sovétkommúnismans. Það fer ekki á milli mála, að þetta sögulega tækifæri gekk leiðtogum Vesturvaldanna úr greipum. Eftir upplausn og niðurlæginu Yelstsin- áranna hefur Rússland snúið aftur á vit fortíðarinnar sem valdstjórnarríki, sem stefnir leynt og ljóst að endurreisn rússneska nýlenduveldisins. Það er þess vegna sem Rússland Putins er nágrannaþjóðum þess hættulegt. Það staðfestir, að leiðtogar Vesturveldanna klúðruðu því tækifæri, sem þeir fengu upp í hendurnar. Marshalláætlun/ Yavlinsky- program? Það varð snemma ljóst, að leiðtogar Vesturveldanna – sér í lagi Bush eldri, Bandaríkjaforseti – voru gersamlega óviðbúnir hruni Sovétríkjanna. Þeir brugðust við atburðum eftir á, en einatt of lítið – of seint. Sovétkerfið var ekki bara hugmyndalega, heldur efnahagslega, gjaldþrota. Undir lokin birtist Gorbachev okkur í hlutverki betlarans, sem sárbændi viðsemjendursína um hjálp. Það sem hann fékk voru smáaurar, sem dugðu til að seðja sárasta hungrið. Það sem þurfti, til að bjarga málum, var massif Marshall- áætlun, sambærileg að fjárhæð við áætlun Bandaríkjamanna eftir lok Seinni heimsstyrjaldar, sem kennd er við Marshall og átti stóran þátt í að hraða endurreisn Evrópu úr rústum stríðsins. Gorbachev hafði hvorki fjármuni né framkvæmanlegar hugmyndir um, hvernig umskiptin til markaðskerfis undir lýðræðislegri stjórn gæti átt sér stað. En slík áætlun var til í tæka tíð. Hún var kennd við úkraínska hagfræðinginn Yavlinsky. Það hefði tekið að lágmarki fimm ár og 150 milljarða Bandaríkjadala að hrinda henni í framkvæmd. Ekki til þess að sökkva peningum ofan í svarthol upplausnarinnar, heldur til að byggja traustar undirstöður lýðræðislegra stofnana, blandaðs hagkerfis og réttarríkis í Rússlandi. Það var þetta sem þurfti til að hjálpa Rússum til að sá fræjum lýðræðis og mannréttinda í rússneskum jarðvegi. Bush Bandaríkjaforseti og nánustu ráðgjafar hans höfðu á þessu engan skilning. Því til staðfestingar nægir að vitna til alræmdrar ræðu, sem hann flutti í þjóðþingi Úkraínu – Verkovna Rada - í Kyiv þann 1. águst, árið 1991. Hún var seinna uppnefnd: „Kjúklingaræðan“. Þetta gerðist þremur vikum áður en Úkraínumenn lýstu yfir sjálfstæði í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu, sem staðfesti yfirgnæfandi stuðning þjóðarinnnar við þá ákvörðun. Nánar tiltekið 145 dögum, áður en Sovétríkin hrundu. Og hver var boðskapur leiðtoga lýðræðisríkjanna til Úkraínumanna? Því er fljótsvarað. Forsetinn skoraði á Úkraínumenn „að láta ekki ginnast af háskalegri (e. suicidal) öfgaþjóðernishyggju – heldur halda Sovétríkjunum saman – í nafni friðar og stöðugleika“. Þetta hefði trúlega hljómað sem dásamleg tónlist í eyrum KGB-liðsforingjans, Vladimirs Putin, hefði hann verið meðal áheyrenda! Of lítið- of seint. William Safire, fréttaskýrandi New York Times á þessum tíma, kenndi boðskap Bandaríkjaforseta við „risavaxinn dómgreindarbrest“. Mér varð á orði í einhverri ræðuá þessum tíma, að þetta væri síst ofmælt. Með þessum orðum vísaði leiðtogi vestrænna lýðræðisríkja á bug hinu sögulega tækifæri , sem honum barst upp í hendur, að breyta gangi sögunnar fyrir komandi kynslóðir. Þessa dagana er eins og afturgöngur sögunnar sæki að okkur úr öllum áttum. Það er vegna þessa, sem draumar góðra manna um nýja skipan heimsmála er byggði á traustum undirstöðum markaðskerfis undir lýðræðislegri stjórn, réttarríkis og mannréttinda, hafa ekki rættst. Við höfum sveiflast úr einum öfgum í aðra: Frá örbirgð hins miðstýrða áætlunarbúskapar lögregluríkisins til ójöfnuðar og rányrkju öfgamarkaðstrúar, sem lætur ekki lengur að lýðræðislegri stjórn. Auðklíkur hinna ofurríku, hvort heldur er í Rússlandi Putins eða Bandaríkjum Trumps – eru ógnun við lýðræðið. Vöntun vestrænna leiðtoga á pólitískri forystu og framtíðarsýn á þessum örlagaríku árum rúmast vel innan þessara fátæklegu orða: Of lítið – of seint. Fordæmi Eystrasaltsþjóða Bæði leiðtogar Vesturlanda og stjórnmálaforysta hinnar nýfrjálsu Úkraínu hefðu getað lært mikið af fordæmi Eystrasaltsþjóða. Frá og með árinu 1991, þegar þau endurheimtu sjálfstæði sitt – á sama ári og Úkraína – var stjórnmálaforystan í Eystrasaltslöndum og allur almenningur á einu máli um markmiðið, sem stefna bæri að. Sameiginlegt markmið var að taka út tryggingu fyrir nýfengið sjálfstæði með því að ganga í NATO, svo fljótt sem auðið væri; og að sameinast þjóðafjölskyldu lýðræðisríkja Evrópu með því að ganga í Evrópusambandið. Þetta tókst. Það skiptir nú sköpum. Meðan hættuástand umþóttunarskeiðsins varði fengu Eystrasaltsþjóðrinar nauðsynlegan stuðning, sem þurfti til að komast heilu og höldnu frá þeim hildarleik. Þau fengu ráðgjöf, stuðning við stöðugan gjaldmiðil, erlenda fjárfestingu og aðgang að mörkuðum í áföngum, eftir því sem þær fullnægðu inngönguskilyrðum ESB. Jafnframt endurreistu þær stofnanaumgjörð lýðræðis- og réttarríkis. Þar með var inntökuskilyrðunum fullnægt. Þannig unnu þessar þjóðir fyrir rétti sínum til aðildar að Evrópusambandinu og varnarbandalagi lýðræðisríkja – NATO. Það er þess vegna sem hernaðarvél kjarnorkuveldisins Rússlands staðnæmist við landamæri Eystrasaltsríkjanna. Heimavinnan í handaskolum Því miður verður því ekki neitað, að stjórnmálaforysta Úkraínu brást algerlega skyldu sinni að vinna þessa heimavinnu. Og stjórnmálaforysta Evrópusambandsins ber sinn hluta af sökinni af því að hafa ekki staðfastlega stutt við bakið á stjórnvöldum í Kyiv við að hraða aðlögunarferlinu að Evrópusambandinu. Evrópusambandið er vissulega ekki varnarbandalag. En aðildarríki þess njóta engu að síður stuðnings þess á alþjóðavettvangi, sem tekið er tillit til. Lítil dæmisaga Sjálfur hef ég persónulega reynslu af því, að stjórnmálaforystan í Kyiv var ekki vandanum vaxin. Á árunum 1989-94 sömdu EFTA-ríkin við Evrópusambandið um stofnun hins evrópska efnahagssvæðis (EES). Flest þessara ríkja gátu ekki af ýmsum ástæðum gerst aðildaríki. En báðir aðilar höfðu gagnkvæma hagsmuni af aðild að innri markaði ESB með réttindum þess og skyldum. Sem utanríkisráðherra Íslands bar ég pólitíska ábyrgð á hlut Íslands í þessum samningum, auk þess sem ég var í forsæti fyrir EFTA ríkin sem heild, þrisvar á samningsferlinu. Þar sem Úkraína fullnægði engan veginn inngönguskilyrðum Evrópusambandsins, en hefði augljóslega styrkt stöðu sína verulega með aðild að innri markaði ESB, var það verðugt rannsóknarefni, hvort aðild Úkraínu að EES, væru raunhæfir kostir. Það hefði tryggt Úkraínu aðgang að innri markaði ESB – þar með töldu fjórfrelsinu- og það hefði hraðað umtalsvert samningaferlinu um fulla aðild. Athygli Kuchma, þáverandi forseta Úkraínu, var vakin á því, að þennan kost bæri að kanna til hlítar. Niðurstaðan varð sú, að Kuchma bauð mér til fundar í Kyiv árið 2004, ásamt með forsætisráðherranum, Yanucovich, og sérfræðingateymi þeirra í Evrópumálum. Fundurinn stóð í hálfan annan tíma. Niðurstaðan varð sú, að þrátt fyrir ýmsar torfærur, væri þetta engu að síður raunhæfur kostur, sem gæti styrkt stöðu Úkraínu umtalsvert. Þýðingarmikið skref í rétta átt. En svo leið tíminn. Stjórnvöld í Úkraínu aðhöfðust ekkert. Það var talað og talað, en ekkert aðhafst. Það sem vantaði var pólitísk forysta til að leiða málið til lykta. Auðvitað ber stjórnmálaforysta ESB sinn hluta af ábyrðginni á því að hafa ekki rekið á eftir hlutunum í Kyiv, en hitt blívur, að sjálfs er höndin hollust. Menn hafa það fyrir satt, að Guð hjálpi helst þeim, sem hjálpa sér sjálfir. Neyðarástand – neyðarhjálp Er það virkilega svo, að Bandaríkin, NATO og Evrópusambandið séu, úr því sem komið er, dæmd til að horfa aðgerðarlaus á einræðisherrann í Kreml murka lífið úr Úkraínu? Það er, þrátt fyrir allt, ekki of seint að bæta fyrir mistök fortíðar. Vissulega er það svo, að full aðild Úkraínu að NATO og ESB hefði komið í veg fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Um það tjóir ekki að fást. En það er ekki þar með sagt, að ekki megi veita Úkraínu lofthelgisvernd, eða tryggja Úkraínu aðgengi að Svarta hafi. Hvort tveggja getur skipt miklu máli. Viðskiptabann og fjárfrysting – hefur það tilætluð áhrif? Hvorugt stöðvar stríðið, allra síst, ef hin rísandi stórveldi, (Kína og Indland) taka ekki þátt. Þaðer ótrúlegt en satt, að forysturíki Evrópusambandsins – Þýskaland – hefur árum saman átt í samstarfi við Rússa um lagningu Nordstream gasleiðslunnar um Eystrasalt og þar með sætt sig við að eiga orkuöryggi sitt undir geðþótta Putins - og reyndar svift Úkraínu umtalsverðum tekjum í leiðinni. Ef raunsæi og framsýni forysturíkis ESB er með þessum hætti, hvers má þá vænta af minni spámönnum? Þessi sofandaháttur Þjóðverja er eitt alvarlegasta dæmið af mörgum um, að fyrrverandi kanslari Þýskalands, Angela Merkel, var og er stórlega ofmetin sem pólitískur leiðtogi. Það er mjög til bóta, að Þýskaland hefur nú rekið af sér sliðruorðið og komið í veg fyrir, að gasleiðslan verði virk. Spurningin er, getur Evrópusambandið – bandalag margra ríkustu þjóða heims – bætt upp fyrir áorðin mistök? Við skulum hafa hugfast, að árásarstríð Putins gegn Úkraínu – þrælundirbúið og tilefnislaust sem það er – er ógnun við allt sem heitir varnar- og örggiskerfi Evrópu eftir stríð. Það kallar á samræmdar aðgerðir allra annarra Evrópuríkja nú þegar. Ella getur það orðið of seint. Eða eigum við að trúa því, að lítt dulbúin hótun Putins um að beita kjarnavopnum dugi til að lama NATO? Erum við á ystu nöf þriðju heimsstyrjaldarinnar? Ekki enn, en Putin hefur sýnt það, að hann hikar ekk við valdbeitingu, ef hann er þess fullviss fyrirfram, að hann komist upp með það óskaddaður. Hann hefur gert það heima fyrir í Rússlandi með ofsóknum og morðum á pólitískum andstæðingum. Hann gerði það gegn Tsétsníu. Hann gerði það gegn Georgiu, bæði í Abkasíu og Suður-Ossetíu. Hann gerði það á Krímskaganum og hann gerði það í Donbas í Úkraínu. Og nú hefur hann lagt til atlögu við Úkraínu alla. Það sem hann aðhefst nú í Úkraínu er framhald langvarandi hernaðaraðgerða. Hver er hann, þessi maður?Hann er fyrrverandi liðsforingi í KGB, sovésku leyniþjónustunni, sem á sér langan og hrottafenginn glæpaferil. Eftir honum er haft, að „fall Sovétríkjanna sé mesta sögulega slys 20stu aldarinnar“. Hann er nú alvaldur einræðisherra Rússlands. Og hann er heltekinn af einni óslökkvaðndi ástríðu: Að endurreisa rússneska nýlenduveldið og að kynda undir ótta og undirgefni við sóvéska kjarnorkustórveldið. Er hann vanmetinn? Augljóslega. Er hann óútreiknanlegur? Nei, reyndar ekki. Markmiðin eru þekkt. Og hann mun svífast einskis nema tilneyddur til annars. Það ætti að vera hlutverk rússnesku þjóðarinnar að steypa honum af stalli, áður en verra hlýst af. Höfundur var utanríkisráðherra Íslands 1988-95. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Má rekja neyðarástandið sem umlykur Úkraínu til sögulegra mistaka leiðtoga Vesturveldanna, þegar samið var við Gorbachev um endalok Kalda stríðsins á árunum um og upp úr 1990? Hrun Sovétríkjanna bauð upp á söguleg tækifæri til að skapa nýtt og lýðræðislegt Rússland á rústum Sovétkommúnismans. Það fer ekki á milli mála, að þetta sögulega tækifæri gekk leiðtogum Vesturvaldanna úr greipum. Eftir upplausn og niðurlæginu Yelstsin- áranna hefur Rússland snúið aftur á vit fortíðarinnar sem valdstjórnarríki, sem stefnir leynt og ljóst að endurreisn rússneska nýlenduveldisins. Það er þess vegna sem Rússland Putins er nágrannaþjóðum þess hættulegt. Það staðfestir, að leiðtogar Vesturveldanna klúðruðu því tækifæri, sem þeir fengu upp í hendurnar. Marshalláætlun/ Yavlinsky- program? Það varð snemma ljóst, að leiðtogar Vesturveldanna – sér í lagi Bush eldri, Bandaríkjaforseti – voru gersamlega óviðbúnir hruni Sovétríkjanna. Þeir brugðust við atburðum eftir á, en einatt of lítið – of seint. Sovétkerfið var ekki bara hugmyndalega, heldur efnahagslega, gjaldþrota. Undir lokin birtist Gorbachev okkur í hlutverki betlarans, sem sárbændi viðsemjendursína um hjálp. Það sem hann fékk voru smáaurar, sem dugðu til að seðja sárasta hungrið. Það sem þurfti, til að bjarga málum, var massif Marshall- áætlun, sambærileg að fjárhæð við áætlun Bandaríkjamanna eftir lok Seinni heimsstyrjaldar, sem kennd er við Marshall og átti stóran þátt í að hraða endurreisn Evrópu úr rústum stríðsins. Gorbachev hafði hvorki fjármuni né framkvæmanlegar hugmyndir um, hvernig umskiptin til markaðskerfis undir lýðræðislegri stjórn gæti átt sér stað. En slík áætlun var til í tæka tíð. Hún var kennd við úkraínska hagfræðinginn Yavlinsky. Það hefði tekið að lágmarki fimm ár og 150 milljarða Bandaríkjadala að hrinda henni í framkvæmd. Ekki til þess að sökkva peningum ofan í svarthol upplausnarinnar, heldur til að byggja traustar undirstöður lýðræðislegra stofnana, blandaðs hagkerfis og réttarríkis í Rússlandi. Það var þetta sem þurfti til að hjálpa Rússum til að sá fræjum lýðræðis og mannréttinda í rússneskum jarðvegi. Bush Bandaríkjaforseti og nánustu ráðgjafar hans höfðu á þessu engan skilning. Því til staðfestingar nægir að vitna til alræmdrar ræðu, sem hann flutti í þjóðþingi Úkraínu – Verkovna Rada - í Kyiv þann 1. águst, árið 1991. Hún var seinna uppnefnd: „Kjúklingaræðan“. Þetta gerðist þremur vikum áður en Úkraínumenn lýstu yfir sjálfstæði í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu, sem staðfesti yfirgnæfandi stuðning þjóðarinnnar við þá ákvörðun. Nánar tiltekið 145 dögum, áður en Sovétríkin hrundu. Og hver var boðskapur leiðtoga lýðræðisríkjanna til Úkraínumanna? Því er fljótsvarað. Forsetinn skoraði á Úkraínumenn „að láta ekki ginnast af háskalegri (e. suicidal) öfgaþjóðernishyggju – heldur halda Sovétríkjunum saman – í nafni friðar og stöðugleika“. Þetta hefði trúlega hljómað sem dásamleg tónlist í eyrum KGB-liðsforingjans, Vladimirs Putin, hefði hann verið meðal áheyrenda! Of lítið- of seint. William Safire, fréttaskýrandi New York Times á þessum tíma, kenndi boðskap Bandaríkjaforseta við „risavaxinn dómgreindarbrest“. Mér varð á orði í einhverri ræðuá þessum tíma, að þetta væri síst ofmælt. Með þessum orðum vísaði leiðtogi vestrænna lýðræðisríkja á bug hinu sögulega tækifæri , sem honum barst upp í hendur, að breyta gangi sögunnar fyrir komandi kynslóðir. Þessa dagana er eins og afturgöngur sögunnar sæki að okkur úr öllum áttum. Það er vegna þessa, sem draumar góðra manna um nýja skipan heimsmála er byggði á traustum undirstöðum markaðskerfis undir lýðræðislegri stjórn, réttarríkis og mannréttinda, hafa ekki rættst. Við höfum sveiflast úr einum öfgum í aðra: Frá örbirgð hins miðstýrða áætlunarbúskapar lögregluríkisins til ójöfnuðar og rányrkju öfgamarkaðstrúar, sem lætur ekki lengur að lýðræðislegri stjórn. Auðklíkur hinna ofurríku, hvort heldur er í Rússlandi Putins eða Bandaríkjum Trumps – eru ógnun við lýðræðið. Vöntun vestrænna leiðtoga á pólitískri forystu og framtíðarsýn á þessum örlagaríku árum rúmast vel innan þessara fátæklegu orða: Of lítið – of seint. Fordæmi Eystrasaltsþjóða Bæði leiðtogar Vesturlanda og stjórnmálaforysta hinnar nýfrjálsu Úkraínu hefðu getað lært mikið af fordæmi Eystrasaltsþjóða. Frá og með árinu 1991, þegar þau endurheimtu sjálfstæði sitt – á sama ári og Úkraína – var stjórnmálaforystan í Eystrasaltslöndum og allur almenningur á einu máli um markmiðið, sem stefna bæri að. Sameiginlegt markmið var að taka út tryggingu fyrir nýfengið sjálfstæði með því að ganga í NATO, svo fljótt sem auðið væri; og að sameinast þjóðafjölskyldu lýðræðisríkja Evrópu með því að ganga í Evrópusambandið. Þetta tókst. Það skiptir nú sköpum. Meðan hættuástand umþóttunarskeiðsins varði fengu Eystrasaltsþjóðrinar nauðsynlegan stuðning, sem þurfti til að komast heilu og höldnu frá þeim hildarleik. Þau fengu ráðgjöf, stuðning við stöðugan gjaldmiðil, erlenda fjárfestingu og aðgang að mörkuðum í áföngum, eftir því sem þær fullnægðu inngönguskilyrðum ESB. Jafnframt endurreistu þær stofnanaumgjörð lýðræðis- og réttarríkis. Þar með var inntökuskilyrðunum fullnægt. Þannig unnu þessar þjóðir fyrir rétti sínum til aðildar að Evrópusambandinu og varnarbandalagi lýðræðisríkja – NATO. Það er þess vegna sem hernaðarvél kjarnorkuveldisins Rússlands staðnæmist við landamæri Eystrasaltsríkjanna. Heimavinnan í handaskolum Því miður verður því ekki neitað, að stjórnmálaforysta Úkraínu brást algerlega skyldu sinni að vinna þessa heimavinnu. Og stjórnmálaforysta Evrópusambandsins ber sinn hluta af sökinni af því að hafa ekki staðfastlega stutt við bakið á stjórnvöldum í Kyiv við að hraða aðlögunarferlinu að Evrópusambandinu. Evrópusambandið er vissulega ekki varnarbandalag. En aðildarríki þess njóta engu að síður stuðnings þess á alþjóðavettvangi, sem tekið er tillit til. Lítil dæmisaga Sjálfur hef ég persónulega reynslu af því, að stjórnmálaforystan í Kyiv var ekki vandanum vaxin. Á árunum 1989-94 sömdu EFTA-ríkin við Evrópusambandið um stofnun hins evrópska efnahagssvæðis (EES). Flest þessara ríkja gátu ekki af ýmsum ástæðum gerst aðildaríki. En báðir aðilar höfðu gagnkvæma hagsmuni af aðild að innri markaði ESB með réttindum þess og skyldum. Sem utanríkisráðherra Íslands bar ég pólitíska ábyrgð á hlut Íslands í þessum samningum, auk þess sem ég var í forsæti fyrir EFTA ríkin sem heild, þrisvar á samningsferlinu. Þar sem Úkraína fullnægði engan veginn inngönguskilyrðum Evrópusambandsins, en hefði augljóslega styrkt stöðu sína verulega með aðild að innri markaði ESB, var það verðugt rannsóknarefni, hvort aðild Úkraínu að EES, væru raunhæfir kostir. Það hefði tryggt Úkraínu aðgang að innri markaði ESB – þar með töldu fjórfrelsinu- og það hefði hraðað umtalsvert samningaferlinu um fulla aðild. Athygli Kuchma, þáverandi forseta Úkraínu, var vakin á því, að þennan kost bæri að kanna til hlítar. Niðurstaðan varð sú, að Kuchma bauð mér til fundar í Kyiv árið 2004, ásamt með forsætisráðherranum, Yanucovich, og sérfræðingateymi þeirra í Evrópumálum. Fundurinn stóð í hálfan annan tíma. Niðurstaðan varð sú, að þrátt fyrir ýmsar torfærur, væri þetta engu að síður raunhæfur kostur, sem gæti styrkt stöðu Úkraínu umtalsvert. Þýðingarmikið skref í rétta átt. En svo leið tíminn. Stjórnvöld í Úkraínu aðhöfðust ekkert. Það var talað og talað, en ekkert aðhafst. Það sem vantaði var pólitísk forysta til að leiða málið til lykta. Auðvitað ber stjórnmálaforysta ESB sinn hluta af ábyrðginni á því að hafa ekki rekið á eftir hlutunum í Kyiv, en hitt blívur, að sjálfs er höndin hollust. Menn hafa það fyrir satt, að Guð hjálpi helst þeim, sem hjálpa sér sjálfir. Neyðarástand – neyðarhjálp Er það virkilega svo, að Bandaríkin, NATO og Evrópusambandið séu, úr því sem komið er, dæmd til að horfa aðgerðarlaus á einræðisherrann í Kreml murka lífið úr Úkraínu? Það er, þrátt fyrir allt, ekki of seint að bæta fyrir mistök fortíðar. Vissulega er það svo, að full aðild Úkraínu að NATO og ESB hefði komið í veg fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Um það tjóir ekki að fást. En það er ekki þar með sagt, að ekki megi veita Úkraínu lofthelgisvernd, eða tryggja Úkraínu aðgengi að Svarta hafi. Hvort tveggja getur skipt miklu máli. Viðskiptabann og fjárfrysting – hefur það tilætluð áhrif? Hvorugt stöðvar stríðið, allra síst, ef hin rísandi stórveldi, (Kína og Indland) taka ekki þátt. Þaðer ótrúlegt en satt, að forysturíki Evrópusambandsins – Þýskaland – hefur árum saman átt í samstarfi við Rússa um lagningu Nordstream gasleiðslunnar um Eystrasalt og þar með sætt sig við að eiga orkuöryggi sitt undir geðþótta Putins - og reyndar svift Úkraínu umtalsverðum tekjum í leiðinni. Ef raunsæi og framsýni forysturíkis ESB er með þessum hætti, hvers má þá vænta af minni spámönnum? Þessi sofandaháttur Þjóðverja er eitt alvarlegasta dæmið af mörgum um, að fyrrverandi kanslari Þýskalands, Angela Merkel, var og er stórlega ofmetin sem pólitískur leiðtogi. Það er mjög til bóta, að Þýskaland hefur nú rekið af sér sliðruorðið og komið í veg fyrir, að gasleiðslan verði virk. Spurningin er, getur Evrópusambandið – bandalag margra ríkustu þjóða heims – bætt upp fyrir áorðin mistök? Við skulum hafa hugfast, að árásarstríð Putins gegn Úkraínu – þrælundirbúið og tilefnislaust sem það er – er ógnun við allt sem heitir varnar- og örggiskerfi Evrópu eftir stríð. Það kallar á samræmdar aðgerðir allra annarra Evrópuríkja nú þegar. Ella getur það orðið of seint. Eða eigum við að trúa því, að lítt dulbúin hótun Putins um að beita kjarnavopnum dugi til að lama NATO? Erum við á ystu nöf þriðju heimsstyrjaldarinnar? Ekki enn, en Putin hefur sýnt það, að hann hikar ekk við valdbeitingu, ef hann er þess fullviss fyrirfram, að hann komist upp með það óskaddaður. Hann hefur gert það heima fyrir í Rússlandi með ofsóknum og morðum á pólitískum andstæðingum. Hann gerði það gegn Tsétsníu. Hann gerði það gegn Georgiu, bæði í Abkasíu og Suður-Ossetíu. Hann gerði það á Krímskaganum og hann gerði það í Donbas í Úkraínu. Og nú hefur hann lagt til atlögu við Úkraínu alla. Það sem hann aðhefst nú í Úkraínu er framhald langvarandi hernaðaraðgerða. Hver er hann, þessi maður?Hann er fyrrverandi liðsforingi í KGB, sovésku leyniþjónustunni, sem á sér langan og hrottafenginn glæpaferil. Eftir honum er haft, að „fall Sovétríkjanna sé mesta sögulega slys 20stu aldarinnar“. Hann er nú alvaldur einræðisherra Rússlands. Og hann er heltekinn af einni óslökkvaðndi ástríðu: Að endurreisa rússneska nýlenduveldið og að kynda undir ótta og undirgefni við sóvéska kjarnorkustórveldið. Er hann vanmetinn? Augljóslega. Er hann óútreiknanlegur? Nei, reyndar ekki. Markmiðin eru þekkt. Og hann mun svífast einskis nema tilneyddur til annars. Það ætti að vera hlutverk rússnesku þjóðarinnar að steypa honum af stalli, áður en verra hlýst af. Höfundur var utanríkisráðherra Íslands 1988-95.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar