Tinder-svindlarinn og hætturnar á netinu Brynja María Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2022 12:00 Tilraunir til fjársvika á netinu aukast stöðugt og dæmi eru um að Íslendingar hafi tapað milljónum til svindlara á netinu. Oft er verið að spila með tilfinningar og góðmennsku fólks og mikilvægt að fólk þekki einkenni svikatilrauna, hvort sem þau beinast gegn þér eða þínum nánustu. Tilraunir til fjársvika á netinu hafa aukist mikið og í starfi mínu í Regluvörslu Landsbankans sé ég vel hversu slæm áhrif þessir glæpir geta haft á fólk, bæði fjárhagslega og tilfinningalega. Við í bankanum höfum birt töluvert af fræðsluefni um hvernig varast má svikin. Þetta efni hefur verið mikið skoðað en mögulega mun þó ný mynd og ný þáttaröð á Netflix hafa enn meiri áhrif á umræðuna. Um er að ræða heimildarmyndina The Tinder Swindler og þáttaröðina Inventing Anna. Myndin og þættirnir eru byggðir á raunverulegum og ótrúlegum atburðum og aðferðirnar eru í sjálfu sér ekki fjarri því sem við höfum séð hér á Íslandi. Ég vona að áhorf verði til þess að fleiri fari að tala um fjársvik og blekkingar og átti sig á aðferðunum sem svikahrapparnir beita til að geta varast gildrur þeirra, eða forðað ástvinum frá því að verða fórnarlömb. Biðja á endanum um peninga Við höfum áður fjallað um ástarsvik þar sem svikarar leita að fórnarlömbum til að stofna falskt ástarsamband á netinu í þeim eina tilgangi að hafa af þeim peninga. Fólk er síðan platað til að senda fjármuni undir því yfirskyni að ástin þeirra þurfi að greiða kostnað vegna veikinda eða ferðakostnað til að hún eða hann geti loksins komist til Íslands. Þykist vera efnaður en er í smá vandræðum Svikahrappurinn sem fjallað er um í The Tinder Swindler fer aðrar leiðir í ástarsvikunum. Hann kynnist konum á Tinder, hittir þær og myndar tengsl og blekkir síðan með allskonar brögðum til að fjármagna rándýran lífsstíl sinn. Nokkur fórnarlömb hans skuldsetja sig upp fyrir haus með kreditkortanotkun, lántökum og skuldbindingum fyrir leigu á íbúðum o.s.frv. Svikarinn þykist vera efnaður en vegna tímabundinna vandræða geti hann ekki notað kreditkortin eða tekið út úr bankanum. Þetta eru í raun mjög svipaðar aðferðir og við höfum séð notaðar í ástarsvikum, nema hvað að í þessu tilviki fara svikin fram í raunheimum en ekki bara á netinu. Peningarnir alltaf á leiðinni Í þáttaröðinni Inventing Anna er fjallað um svikahrappinn Önnu Sorokin, öðru nafni Önnu Delvey. Hún byggði ótrúlegar blekkingar sínar á því að hún væri dóttir þýsks auðmanns og sæti á digrum sjóði frá foreldrum sínum. Anna ráðskast með fólk og teymir með sér í allskonar ævintýri út um allan heim. Hún dvaldi m.a. vikum saman á rándýrum hótelum án þess að greiða krónu fyrir, tók einkaþotu traustataki og afhenti vinum sínum allskyns dýran merkjavarning sem hún borgaði fyrir með greiðslukortum annarra. Þegar hún gat ekki endurgreitt lánsfé gaf hún gjarnan þær skýringar að erlendar greiðslur væru á leiðinni, en þær skiluðu sér svo aldrei. Ástin er blind Hvað getum við lært af þessu? Hvernig getum við komið í veg fyrir að við eða aðrir okkur nákomnir falli fyrir ástarsvikatilraunum eða öðrum fjársvikum? Svarið er ekki einfalt en eftir því sem við tölum meira um þessi mál munu fleiri fara varlega í fjármálum. Við þurfum líka að hafa í huga að allir fjármálagerningar, hvort sem það er kreditkortafærsla, undirritun lána- eða leigusamninga eða annað er á okkar ábyrgð, óháð því hvernig peningarnir eru notaðir. Ef þú tekur lán í banka til að lána vini þínum þá berð þú ábyrgð á endurgreiðslunni, ekki vinur þinn. Hvernig þekki ég einkennin? Mörg dæmi eru um að fólk tapi fleiri milljónum til fjársvikara á netinu, jafnvel öllu sparifé sínu, eða steypi sér í skuldir til að senda peninga til svikara. Þetta hefur bæði mikil áhrif á þann sem verður fórnarlamb svikara en einnig fjölskyldu viðkomandi og ástvini. Það er mikilvægt að fólk þekki algeng einkenni þeirra sem eru fastir í svikamyllu sem eru m.a. að viðkomandi: Sýnir óvæntan áhuga á erlendum fjárfestingum, ræðir þær mikið og spyr út í hvernig eigi að framkvæma erlendar greiðslur eða kaupa rafmynt. Fær óvenju mikið af símtölum, t.d. frá fólki í útlöndum, og fer gjarnan afsíðis til að tala í símann. Virðist hafa breytta skapgerð. Umræður um fjármál verða erfiðar. Segir frá því að hann/hún hafi eignast vin/vinkonu á netinu. Hefur veitt utanaðkomandi aðila aðgang að netbanka, hafi gefið upp kortaupplýsingar eða óviðkomandi hafi aðgang að fjárhagsupplýsingum. Biður um lán frá vinum og fjölskyldu. Talar um frábær fjárfestingartækifæri á netinu eða á samfélagsmiðlum. Einnig er það svo að þau sem hafa nýlega orðið fyrir einhverskonar áfalli, t.d. ástvinamissi eða vegna mikilvægra tímamóta í lífinu eins og að láta af störfum, eru í meiri hættu á að alla fyrir brögðum svikara. Hafðu samband strax Ef þig grunar að þú hafir orðið þolandi svikara skaltu hafa samband við viðskiptabankann þinn sem fyrst. Við getum aðstoðað og veitt ráðgjöf. Ef kortinu eða kortanúmerinu þínu er stolið skaltu frysta kortið strax í appinu. Þú skalt líka hafa samband við viðskiptabankann þinn. Utan afgreiðslutíma banka getur þú hringt í neyðarnúmer kortafyrirtækja. Þú tilkynnir lögreglu um svikin með því að senda tölvupóst í netfangið cybercrime@lrh.is. Almennt má segja að mikilvægast sé að þekkja merki fjársvikatilrauna og fara varlega í samskiptum á netinu eða í raunheimum við fólk sem við þekkjum ekki vel. Þá er alltaf þess virði að hafa sérstakan vara á þegar beðið er um viðkvæmar fjárhags- eða persónuupplýsingar á borð við kortanúmer og bankaupplýsingar. Landsbankinn hefur birt mikið af fræðsluefni og upplýsingum um netöryggi síðustu ár sem nálgast má á vef bankans. Höfundur er sérfræðingur í Regluvörslu Landsbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Netöryggi Tinder Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Tilraunir til fjársvika á netinu aukast stöðugt og dæmi eru um að Íslendingar hafi tapað milljónum til svindlara á netinu. Oft er verið að spila með tilfinningar og góðmennsku fólks og mikilvægt að fólk þekki einkenni svikatilrauna, hvort sem þau beinast gegn þér eða þínum nánustu. Tilraunir til fjársvika á netinu hafa aukist mikið og í starfi mínu í Regluvörslu Landsbankans sé ég vel hversu slæm áhrif þessir glæpir geta haft á fólk, bæði fjárhagslega og tilfinningalega. Við í bankanum höfum birt töluvert af fræðsluefni um hvernig varast má svikin. Þetta efni hefur verið mikið skoðað en mögulega mun þó ný mynd og ný þáttaröð á Netflix hafa enn meiri áhrif á umræðuna. Um er að ræða heimildarmyndina The Tinder Swindler og þáttaröðina Inventing Anna. Myndin og þættirnir eru byggðir á raunverulegum og ótrúlegum atburðum og aðferðirnar eru í sjálfu sér ekki fjarri því sem við höfum séð hér á Íslandi. Ég vona að áhorf verði til þess að fleiri fari að tala um fjársvik og blekkingar og átti sig á aðferðunum sem svikahrapparnir beita til að geta varast gildrur þeirra, eða forðað ástvinum frá því að verða fórnarlömb. Biðja á endanum um peninga Við höfum áður fjallað um ástarsvik þar sem svikarar leita að fórnarlömbum til að stofna falskt ástarsamband á netinu í þeim eina tilgangi að hafa af þeim peninga. Fólk er síðan platað til að senda fjármuni undir því yfirskyni að ástin þeirra þurfi að greiða kostnað vegna veikinda eða ferðakostnað til að hún eða hann geti loksins komist til Íslands. Þykist vera efnaður en er í smá vandræðum Svikahrappurinn sem fjallað er um í The Tinder Swindler fer aðrar leiðir í ástarsvikunum. Hann kynnist konum á Tinder, hittir þær og myndar tengsl og blekkir síðan með allskonar brögðum til að fjármagna rándýran lífsstíl sinn. Nokkur fórnarlömb hans skuldsetja sig upp fyrir haus með kreditkortanotkun, lántökum og skuldbindingum fyrir leigu á íbúðum o.s.frv. Svikarinn þykist vera efnaður en vegna tímabundinna vandræða geti hann ekki notað kreditkortin eða tekið út úr bankanum. Þetta eru í raun mjög svipaðar aðferðir og við höfum séð notaðar í ástarsvikum, nema hvað að í þessu tilviki fara svikin fram í raunheimum en ekki bara á netinu. Peningarnir alltaf á leiðinni Í þáttaröðinni Inventing Anna er fjallað um svikahrappinn Önnu Sorokin, öðru nafni Önnu Delvey. Hún byggði ótrúlegar blekkingar sínar á því að hún væri dóttir þýsks auðmanns og sæti á digrum sjóði frá foreldrum sínum. Anna ráðskast með fólk og teymir með sér í allskonar ævintýri út um allan heim. Hún dvaldi m.a. vikum saman á rándýrum hótelum án þess að greiða krónu fyrir, tók einkaþotu traustataki og afhenti vinum sínum allskyns dýran merkjavarning sem hún borgaði fyrir með greiðslukortum annarra. Þegar hún gat ekki endurgreitt lánsfé gaf hún gjarnan þær skýringar að erlendar greiðslur væru á leiðinni, en þær skiluðu sér svo aldrei. Ástin er blind Hvað getum við lært af þessu? Hvernig getum við komið í veg fyrir að við eða aðrir okkur nákomnir falli fyrir ástarsvikatilraunum eða öðrum fjársvikum? Svarið er ekki einfalt en eftir því sem við tölum meira um þessi mál munu fleiri fara varlega í fjármálum. Við þurfum líka að hafa í huga að allir fjármálagerningar, hvort sem það er kreditkortafærsla, undirritun lána- eða leigusamninga eða annað er á okkar ábyrgð, óháð því hvernig peningarnir eru notaðir. Ef þú tekur lán í banka til að lána vini þínum þá berð þú ábyrgð á endurgreiðslunni, ekki vinur þinn. Hvernig þekki ég einkennin? Mörg dæmi eru um að fólk tapi fleiri milljónum til fjársvikara á netinu, jafnvel öllu sparifé sínu, eða steypi sér í skuldir til að senda peninga til svikara. Þetta hefur bæði mikil áhrif á þann sem verður fórnarlamb svikara en einnig fjölskyldu viðkomandi og ástvini. Það er mikilvægt að fólk þekki algeng einkenni þeirra sem eru fastir í svikamyllu sem eru m.a. að viðkomandi: Sýnir óvæntan áhuga á erlendum fjárfestingum, ræðir þær mikið og spyr út í hvernig eigi að framkvæma erlendar greiðslur eða kaupa rafmynt. Fær óvenju mikið af símtölum, t.d. frá fólki í útlöndum, og fer gjarnan afsíðis til að tala í símann. Virðist hafa breytta skapgerð. Umræður um fjármál verða erfiðar. Segir frá því að hann/hún hafi eignast vin/vinkonu á netinu. Hefur veitt utanaðkomandi aðila aðgang að netbanka, hafi gefið upp kortaupplýsingar eða óviðkomandi hafi aðgang að fjárhagsupplýsingum. Biður um lán frá vinum og fjölskyldu. Talar um frábær fjárfestingartækifæri á netinu eða á samfélagsmiðlum. Einnig er það svo að þau sem hafa nýlega orðið fyrir einhverskonar áfalli, t.d. ástvinamissi eða vegna mikilvægra tímamóta í lífinu eins og að láta af störfum, eru í meiri hættu á að alla fyrir brögðum svikara. Hafðu samband strax Ef þig grunar að þú hafir orðið þolandi svikara skaltu hafa samband við viðskiptabankann þinn sem fyrst. Við getum aðstoðað og veitt ráðgjöf. Ef kortinu eða kortanúmerinu þínu er stolið skaltu frysta kortið strax í appinu. Þú skalt líka hafa samband við viðskiptabankann þinn. Utan afgreiðslutíma banka getur þú hringt í neyðarnúmer kortafyrirtækja. Þú tilkynnir lögreglu um svikin með því að senda tölvupóst í netfangið cybercrime@lrh.is. Almennt má segja að mikilvægast sé að þekkja merki fjársvikatilrauna og fara varlega í samskiptum á netinu eða í raunheimum við fólk sem við þekkjum ekki vel. Þá er alltaf þess virði að hafa sérstakan vara á þegar beðið er um viðkvæmar fjárhags- eða persónuupplýsingar á borð við kortanúmer og bankaupplýsingar. Landsbankinn hefur birt mikið af fræðsluefni og upplýsingum um netöryggi síðustu ár sem nálgast má á vef bankans. Höfundur er sérfræðingur í Regluvörslu Landsbankans.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun