Byggjum á því sem virkar – raunverulegar aðgerðir i húsnæðismálum! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2022 13:31 Staðan á húsnæðismarkaði hefur varla farið fram hjá neinum síðustu misseri. Fasteignaverð heldur áfram að hækka og er það orðið nánast ómöglegt fyrir fyrstu kaupendur að festa kaup á íbúð. Mörgu hefur verið slengt fram í umræðunni, oft til að slá pólitískar keilur og koma fram með einfaldar lausnir á flóknum vanda. Ljóst er að opinber inngrip og eftirlit á húsnæðismarkaði er nauðsynlegt til að viðhalda stöðugleika og tryggja framboð sem mætir þörfum almennings hverju sinni. Það liggur fyrir að núverandi aðgerðir stjórnvalda hafa staðið undir um þriðjungi húsnæðisuppbyggingar síðustu ár - en betur má ef duga skal. Almenna íbúðakerfið með óhagnaðardrifnum leigufélögum á borð við Bjarg hefur þegar sannað gildi sitt. Hægt er að auka stofnframlög og auka þannig framboðið af almennum íbúðum. Fleiri aðilar, til dæmis Reykjavíkurborg, geta stofnað leigufélag inn í almenna íbúðakerfið. Auk þess að efla almenna íbúðakerfið þurfa stjórnvöld að skoða endurreisn félagslega eignaíbúðakerfisins að fullri alvöru til að fjölga megi valkostum á húsnæðismarkaði. Fleiri sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu geta tekið frekari þátt í uppbyggingu almenna íbúðakerfisins en tæp 90% af almennum íbúðum eru í Reykjavík. Auk þess sem 62% húsnæðisuppbyggingar í borginni var á vegum óhagnaðardrifinna félaga árið 2021. Hlutdeildarlánin eru ætluð fyrstu kaupendum til að auðvelda þeim að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Mikilvægt er útvíkka það kerfi og efla enn frekar til framtíðar. Standa þarf vörð um opinberan húsnæðissjóð að norrænni fyrirmynd til að fjármagna slíka lánastarfssemi og uppbyggingu. En auk þess að tryggja að fólk geti keypt eða leigt húsnæði á viðráðanlegum kjörum þarf að tryggja framboð húsnæðis sem mætir þörfum fólks. Það má gera með fjölbreyttum leiðum; til dæmis með hagstæðri fjármögnun til uppbyggingaraðila hagkvæms húsnæðis, eflingu almenna íbúðakerfisins eða stofnun opinbers húsnæðisfélags i eigu ríkis og / eða sveitarfélaga og skoða einnig endurreisn félagslega eignaíbúðakerfisins. Byggjum á þvi sem virkar, sagði forseti ASÍ í Silfri Eigils á dögunum. Ég tek fyllilega undir þau orð, byggjum rétt, byggjum nóg og byggjum fyrir fólk en ekki fjármagn. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Staðan á húsnæðismarkaði hefur varla farið fram hjá neinum síðustu misseri. Fasteignaverð heldur áfram að hækka og er það orðið nánast ómöglegt fyrir fyrstu kaupendur að festa kaup á íbúð. Mörgu hefur verið slengt fram í umræðunni, oft til að slá pólitískar keilur og koma fram með einfaldar lausnir á flóknum vanda. Ljóst er að opinber inngrip og eftirlit á húsnæðismarkaði er nauðsynlegt til að viðhalda stöðugleika og tryggja framboð sem mætir þörfum almennings hverju sinni. Það liggur fyrir að núverandi aðgerðir stjórnvalda hafa staðið undir um þriðjungi húsnæðisuppbyggingar síðustu ár - en betur má ef duga skal. Almenna íbúðakerfið með óhagnaðardrifnum leigufélögum á borð við Bjarg hefur þegar sannað gildi sitt. Hægt er að auka stofnframlög og auka þannig framboðið af almennum íbúðum. Fleiri aðilar, til dæmis Reykjavíkurborg, geta stofnað leigufélag inn í almenna íbúðakerfið. Auk þess að efla almenna íbúðakerfið þurfa stjórnvöld að skoða endurreisn félagslega eignaíbúðakerfisins að fullri alvöru til að fjölga megi valkostum á húsnæðismarkaði. Fleiri sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu geta tekið frekari þátt í uppbyggingu almenna íbúðakerfisins en tæp 90% af almennum íbúðum eru í Reykjavík. Auk þess sem 62% húsnæðisuppbyggingar í borginni var á vegum óhagnaðardrifinna félaga árið 2021. Hlutdeildarlánin eru ætluð fyrstu kaupendum til að auðvelda þeim að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Mikilvægt er útvíkka það kerfi og efla enn frekar til framtíðar. Standa þarf vörð um opinberan húsnæðissjóð að norrænni fyrirmynd til að fjármagna slíka lánastarfssemi og uppbyggingu. En auk þess að tryggja að fólk geti keypt eða leigt húsnæði á viðráðanlegum kjörum þarf að tryggja framboð húsnæðis sem mætir þörfum fólks. Það má gera með fjölbreyttum leiðum; til dæmis með hagstæðri fjármögnun til uppbyggingaraðila hagkvæms húsnæðis, eflingu almenna íbúðakerfisins eða stofnun opinbers húsnæðisfélags i eigu ríkis og / eða sveitarfélaga og skoða einnig endurreisn félagslega eignaíbúðakerfisins. Byggjum á þvi sem virkar, sagði forseti ASÍ í Silfri Eigils á dögunum. Ég tek fyllilega undir þau orð, byggjum rétt, byggjum nóg og byggjum fyrir fólk en ekki fjármagn. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun