Heilsugæsla, hvað er það og af hverju? Harpa Rós Gísladóttir skrifar 4. mars 2022 09:01 Harkaðu af þér! Við höfum öll alist upp við það að þegar við erum veik þá eigum við að harka af okkur og þó að heimsfaraldurinn hafi mögulega kennt okkur mikilvægi þess að það er ekki alltaf gáfulegt að bíta á jaxlinn er það samt svo að innviðirnir okkar gera hreinlega ráð fyrir slíku. Það er ljóst að ríkið hefur aukið framlög sín til málaflokksins umtalsvert en í raun og veru er nánast allt það fé sett til að bregðast við vanda sem nú þegar er til staðar. Ég hef sjálf upplifað það sem fjögurra barna móðir og sem aðstandandi eldri borgara hversu flókin þjónustan er og hversu fjarlæg hún getur verið í raun og veru, í stað þess að bregðast við vandanum með því að setja aukinn þunga í að koma í veg fyrir að vandinn verði stærri en þörf er á. Heilsugæsla framtíðarinnar Nú veit ég að heilsugæslan vinnur eftir nýlegum vinnurelgum á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga sem mun vonandi bæta kerfið til muna. Hins vegar er mikilvægt fyrir Garðabæ og íbúa sveitarfélagsins að stigin séu föst skref til að koma málefnum heilsugæslunnar til betri vegar. Mín skoðun er sú að við þurfum að stíga stærri skref og huga að því hvernig heilsugæsla framtíðarinnar þarf að líta út því. Með bættri tækni og hærri lífaldri ásamt lífstílstengdum sjúkdómum er því ljóst að heilsugæsla dagsins í dag nær í raun og veru ekki að sinna verkefnum sínum og á engan möguleika til framtíðar. Ég tel að Garðabær geti stigið skref til að bæta þetta og eigi í raun og veru að taka að sér að leiða mögulegar nýjar leiðir í þessum málaflokki því ljóst er það þarf að eiga sér samtal um hvernig við sjáum hlutverk heilsugæslunnar þróast. Bætt þjónusta við eldri borgara og mæðravernd Í stækkandi bæjarfélagi er löngu ljóst að heilsugælsa Garðabæjar er fyrir löngu sprungin. Ég vil leggja þunga áherslu á að efla hana og stækka svo hægt sé að taka á móti öllum íbúum okkar með litlum biðtíma og auka þannig þjónustustigið. Ég vil einnig að eldri borgarar bæjarins fái ákveðinn forgang og að biðtími eftir vitjun hjá lækni sé ekki lengri en 7 dagar. Sama má segja um mæðraverndina því ef markmið bæjarins er að laða til okkar fleiri barnafjölskyldur verðum við að vera með öfluga mæðravernd sem tekur vel á móti nýjum framtíðaríbúum okkar. Þjónustan þarf að vera jákvæð og öllum heillavænleg í góðu samtali milli ríkis og sveitarfélaga. Heilsugæsla, forvarnir og fræðsla Ég hef talað fyrir bættum forvörnum, betra samtali milli hag- og lykil aðila hvort heldur sem er stofnana, frjálsra félaga, skólakerfisins og sveitarfélaganna sem eru í kjörstöðu til að stíga skrefin sameinuð í sínu nærumhverfi. Fyrirbyggjandi aðgerðir munu koma til með að bæta andlega og líkamlega heilsu okkar og stuðla þannig að bættri heilsu og líðan íbúanna sem hlýtur að vera markmiðið. Sveitarfélögin og þá sérstaklega Garðabær á að skipa sér í flokk þeirra sem vilja taka fast utan um málaflokkinn því það skiptir máli að setja málið á dagskrá og í samanburði við flest - þá er þetta eitt mikilvægasta atriðið í eflingu samfélags. Öflugur fjárhagur lykill að bættri heilsugæslu Garðabær hefur farið vel með fjármál sín sem eru grundvöllur þess að hægt er að horfa til þess að gera meira í heilsutengdum málefnum og þurfa þá aðilar að taka höndum saman og efla forvarnir, styrkja lýðheilsu og íþróttatengd málefni því það mun til framtíðar eiga þátt í að móta heilsugæslu framtíðarinnar. Ef bærinn okkar tæki leiðandi ákvörðun um að setja málið fyllilega á dagskrá fyrir íbúa sína þá er ljóst að áhugi fólks myndi síst minnka á því að byggja upp sitt líf í fjölskyldu- og heilsueflandi bænum Garðabæ. Höfundur býður sig fram í 4.-6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ þann 5. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Harkaðu af þér! Við höfum öll alist upp við það að þegar við erum veik þá eigum við að harka af okkur og þó að heimsfaraldurinn hafi mögulega kennt okkur mikilvægi þess að það er ekki alltaf gáfulegt að bíta á jaxlinn er það samt svo að innviðirnir okkar gera hreinlega ráð fyrir slíku. Það er ljóst að ríkið hefur aukið framlög sín til málaflokksins umtalsvert en í raun og veru er nánast allt það fé sett til að bregðast við vanda sem nú þegar er til staðar. Ég hef sjálf upplifað það sem fjögurra barna móðir og sem aðstandandi eldri borgara hversu flókin þjónustan er og hversu fjarlæg hún getur verið í raun og veru, í stað þess að bregðast við vandanum með því að setja aukinn þunga í að koma í veg fyrir að vandinn verði stærri en þörf er á. Heilsugæsla framtíðarinnar Nú veit ég að heilsugæslan vinnur eftir nýlegum vinnurelgum á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga sem mun vonandi bæta kerfið til muna. Hins vegar er mikilvægt fyrir Garðabæ og íbúa sveitarfélagsins að stigin séu föst skref til að koma málefnum heilsugæslunnar til betri vegar. Mín skoðun er sú að við þurfum að stíga stærri skref og huga að því hvernig heilsugæsla framtíðarinnar þarf að líta út því. Með bættri tækni og hærri lífaldri ásamt lífstílstengdum sjúkdómum er því ljóst að heilsugæsla dagsins í dag nær í raun og veru ekki að sinna verkefnum sínum og á engan möguleika til framtíðar. Ég tel að Garðabær geti stigið skref til að bæta þetta og eigi í raun og veru að taka að sér að leiða mögulegar nýjar leiðir í þessum málaflokki því ljóst er það þarf að eiga sér samtal um hvernig við sjáum hlutverk heilsugæslunnar þróast. Bætt þjónusta við eldri borgara og mæðravernd Í stækkandi bæjarfélagi er löngu ljóst að heilsugælsa Garðabæjar er fyrir löngu sprungin. Ég vil leggja þunga áherslu á að efla hana og stækka svo hægt sé að taka á móti öllum íbúum okkar með litlum biðtíma og auka þannig þjónustustigið. Ég vil einnig að eldri borgarar bæjarins fái ákveðinn forgang og að biðtími eftir vitjun hjá lækni sé ekki lengri en 7 dagar. Sama má segja um mæðraverndina því ef markmið bæjarins er að laða til okkar fleiri barnafjölskyldur verðum við að vera með öfluga mæðravernd sem tekur vel á móti nýjum framtíðaríbúum okkar. Þjónustan þarf að vera jákvæð og öllum heillavænleg í góðu samtali milli ríkis og sveitarfélaga. Heilsugæsla, forvarnir og fræðsla Ég hef talað fyrir bættum forvörnum, betra samtali milli hag- og lykil aðila hvort heldur sem er stofnana, frjálsra félaga, skólakerfisins og sveitarfélaganna sem eru í kjörstöðu til að stíga skrefin sameinuð í sínu nærumhverfi. Fyrirbyggjandi aðgerðir munu koma til með að bæta andlega og líkamlega heilsu okkar og stuðla þannig að bættri heilsu og líðan íbúanna sem hlýtur að vera markmiðið. Sveitarfélögin og þá sérstaklega Garðabær á að skipa sér í flokk þeirra sem vilja taka fast utan um málaflokkinn því það skiptir máli að setja málið á dagskrá og í samanburði við flest - þá er þetta eitt mikilvægasta atriðið í eflingu samfélags. Öflugur fjárhagur lykill að bættri heilsugæslu Garðabær hefur farið vel með fjármál sín sem eru grundvöllur þess að hægt er að horfa til þess að gera meira í heilsutengdum málefnum og þurfa þá aðilar að taka höndum saman og efla forvarnir, styrkja lýðheilsu og íþróttatengd málefni því það mun til framtíðar eiga þátt í að móta heilsugæslu framtíðarinnar. Ef bærinn okkar tæki leiðandi ákvörðun um að setja málið fyllilega á dagskrá fyrir íbúa sína þá er ljóst að áhugi fólks myndi síst minnka á því að byggja upp sitt líf í fjölskyldu- og heilsueflandi bænum Garðabæ. Höfundur býður sig fram í 4.-6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ þann 5. mars nk.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar