Stór-Reykjavík er stórskemmtileg Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 2. mars 2022 07:00 Reykjavík er skemmtileg borg. Þetta vitum við sem hér búum, störfum eða heimsækjum. Þetta vita líka þær milljónir ferðamanna sem til Íslands koma. Við viljum lifandi borgarumhverfi, þar sem nóg er um að vera og fjölbreytt afþreying þrífst. Ferðamenn hafa lengi talið Reykjavík vera hlið að hinni margrómuðu náttúru landsins. Á fjölmörgum hótelum, þegar að ferðamannafjöldinn er sem mestur, eru biðraðir af rútum sem sækja ferðamenn að morgni og skila að kvöldi eða nokkrum dögum síðar. En Stór-Reykjavíkursvæðið er svo miklu meira en bara hótel og veitingastaðir. Í ferðamálastefnu Reykjavíkur, er því lögð áhersla á að gera höfuðborgarsvæðið allt að áfangastað. Borg sem íslenskir og erlendir ferðamenn heimsækja og njóta alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða; mannlífs, menningar, sögu, náttúru og heitra lauga. Höfuðborgarsvæðið er einn áfangastaður Þessi sýn mín tók skref nær því að raungerast um miðjan febrúar, eftir að hafa unnið ötullega að því að ná öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu saman, auk hagsmunaaðila í ferðaþjónustu. Þá var undirritaður samningur um stofnun samstarfsvettvangs um áfangastaðinn Höfuðborgarsvæðið sem mun í lok þessa árs verða að Áfangastaðastofu Höfuðborgarsvæðisins. Þar munu sveitarfélögin og atvinnulífið, sérstaklega ferðaþjónustan, vinna saman að sjálfbærri framtíðarsýn fyrir ferðaþjónustuna og aukinni samkeppnishæfni Stór-Reykjavíkursvæðisins. Þar hafa öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins margt fram að færa. Til dæmis eru ekki margir sem gera sér grein fyrir að einn vinsælasti ferðamannastaður landsins er í Garðabæ; Bessastaðir sjálfir. Öflug áfangastaðastofa skilar okkur skemmilegum tækifærum En af hverju að stofna Áfangastaðastofu og fjölga ferðamönnum í Reykjavík? Fyrir utan að verða aftur ein stærsta stoð atvinnu á Íslandi, hefur ferðaþjónusta í Reykjavík gert mikið til að lífga upp á mannlífið í borginni. Með styrkari stoðum ferðaþjónustu er kominn jarðvegur til að stofna enn fleiri fyrirtæki sem leggja áherslu á afþreyingu, menningu, ný veitingahús, skemmtilegar náttúruferðir í borgarlandinu eða nágrenni þess sem gleður ekki einungis ferðamenn heldur ekki síður heimamenn. Auk þess að skapa atvinnu verður borgin skemmtilegri fyrir okkur öll. Öflug Áfangastaðastofa styður við þá uppbyggingu sem þegar er hafin í borginni. Fyrir ekki svo löngu var frétt um kattargöngur í Reykjavík trúlega einsdæmi í heiminum. Þar geta íslenskir eða erlendir hópar gengið um miðborgina, hlustað á sögur um ketti og jafnvel heimsótt frægustu miðborgarkettina. Með því að styrkja Reykjavík sem áfangastað er hægt að skapa enn fleiri skemmileg störf fyrir einyrkja. Eða fara út í enn stærri verkefni, eins og baðstaði í ætt við Sky Lagoon eða stórkostlegar upplifanir eins og Fly Over Iceland. Það mætti jafnvel byggja upp hótel og þjónustu í kring um skíðasvæðin til að styrkja Reykjavík enn frekar sem stórkostlegan vetrar áfangastað. Tækifærin eru endalaus. Sem oddviti Viðreisnar í Reykjavík hef ég náð að vinna þvert á flokka og sveitarfélög, til að gera góð verkefni að veruleika. Til að einfalda stjórnsýsluna, auka þjónustu við borgarbúa, efla innviðina okkar en ekki síst til að gera Reykjavík að enn skemmtilegri og lifandi borg. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og óskar eftir þínum stuðningi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. -5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er skemmtileg borg. Þetta vitum við sem hér búum, störfum eða heimsækjum. Þetta vita líka þær milljónir ferðamanna sem til Íslands koma. Við viljum lifandi borgarumhverfi, þar sem nóg er um að vera og fjölbreytt afþreying þrífst. Ferðamenn hafa lengi talið Reykjavík vera hlið að hinni margrómuðu náttúru landsins. Á fjölmörgum hótelum, þegar að ferðamannafjöldinn er sem mestur, eru biðraðir af rútum sem sækja ferðamenn að morgni og skila að kvöldi eða nokkrum dögum síðar. En Stór-Reykjavíkursvæðið er svo miklu meira en bara hótel og veitingastaðir. Í ferðamálastefnu Reykjavíkur, er því lögð áhersla á að gera höfuðborgarsvæðið allt að áfangastað. Borg sem íslenskir og erlendir ferðamenn heimsækja og njóta alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða; mannlífs, menningar, sögu, náttúru og heitra lauga. Höfuðborgarsvæðið er einn áfangastaður Þessi sýn mín tók skref nær því að raungerast um miðjan febrúar, eftir að hafa unnið ötullega að því að ná öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu saman, auk hagsmunaaðila í ferðaþjónustu. Þá var undirritaður samningur um stofnun samstarfsvettvangs um áfangastaðinn Höfuðborgarsvæðið sem mun í lok þessa árs verða að Áfangastaðastofu Höfuðborgarsvæðisins. Þar munu sveitarfélögin og atvinnulífið, sérstaklega ferðaþjónustan, vinna saman að sjálfbærri framtíðarsýn fyrir ferðaþjónustuna og aukinni samkeppnishæfni Stór-Reykjavíkursvæðisins. Þar hafa öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins margt fram að færa. Til dæmis eru ekki margir sem gera sér grein fyrir að einn vinsælasti ferðamannastaður landsins er í Garðabæ; Bessastaðir sjálfir. Öflug áfangastaðastofa skilar okkur skemmilegum tækifærum En af hverju að stofna Áfangastaðastofu og fjölga ferðamönnum í Reykjavík? Fyrir utan að verða aftur ein stærsta stoð atvinnu á Íslandi, hefur ferðaþjónusta í Reykjavík gert mikið til að lífga upp á mannlífið í borginni. Með styrkari stoðum ferðaþjónustu er kominn jarðvegur til að stofna enn fleiri fyrirtæki sem leggja áherslu á afþreyingu, menningu, ný veitingahús, skemmtilegar náttúruferðir í borgarlandinu eða nágrenni þess sem gleður ekki einungis ferðamenn heldur ekki síður heimamenn. Auk þess að skapa atvinnu verður borgin skemmtilegri fyrir okkur öll. Öflug Áfangastaðastofa styður við þá uppbyggingu sem þegar er hafin í borginni. Fyrir ekki svo löngu var frétt um kattargöngur í Reykjavík trúlega einsdæmi í heiminum. Þar geta íslenskir eða erlendir hópar gengið um miðborgina, hlustað á sögur um ketti og jafnvel heimsótt frægustu miðborgarkettina. Með því að styrkja Reykjavík sem áfangastað er hægt að skapa enn fleiri skemmileg störf fyrir einyrkja. Eða fara út í enn stærri verkefni, eins og baðstaði í ætt við Sky Lagoon eða stórkostlegar upplifanir eins og Fly Over Iceland. Það mætti jafnvel byggja upp hótel og þjónustu í kring um skíðasvæðin til að styrkja Reykjavík enn frekar sem stórkostlegan vetrar áfangastað. Tækifærin eru endalaus. Sem oddviti Viðreisnar í Reykjavík hef ég náð að vinna þvert á flokka og sveitarfélög, til að gera góð verkefni að veruleika. Til að einfalda stjórnsýsluna, auka þjónustu við borgarbúa, efla innviðina okkar en ekki síst til að gera Reykjavík að enn skemmtilegri og lifandi borg. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og óskar eftir þínum stuðningi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. -5. mars.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar