„Ef einhver sérfræðingur í Seinni bylgjunni vill hlæja að því veit hann ekkert um handbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2022 11:00 Sebastian Alexandersson hefur tröllatrú á sínu liði. vísir/vilhelm Þrátt fyrir HK hafi aðeins unnið einn leik í Olís-deild karla í vetur hefur Sebastian Alexandersson, þjálfari liðsins, mikla trú á sínum mönnum. Hann segir að ef HK væri með einn reynslumikinn leikmann eins og Ásbjörn Friðriksson væri liðið í efri hluta deildarinnar. HK tapaði fyrir Aftureldingu með minnsta mun, 26-25, á sunnudaginn. HK-ingar hafa tapað nokkrum leikjum á lokamínútum í vetur þar sem reynsluleysi hefur reynst liðinu fjötur um fót. „Því miður fórum við aftur á taugum, einu sinni enn, og gerðum ótrúleg mistök. Köstum langt fram völlinn, köstum í fótinn á hvor öðrum, fáum á okkur ruðning. Þetta er bara aldurinn á liðinu,“ sagði Sebastian í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn í Mosfellsbænum. „Ef við værum með einn reynslumikinn mann í liðinu, einhvern Ásbjörn Friðriksson, væri þetta lið í topp fimm. Ef einhver sérfræðingurinn í Seinni bylgjunni vill hlæja að því veit hann ekkert um handbolta. Það er bara svoleiðis. Þetta lið er handboltalega alveg nógu gott og á pari við öll liðin í deildinni taktíkst, líkamlega, karakterslega en andlega erum við á eftir. En ég hef engar áhyggjur af þessu. Við munum eignast okkar eigin Ásbjörn Friðriksson. Við munum finna hann, ég mun búa hann til. Ég hef tíma.“ Klippa: Seinni bylgjan - Basti um reynsluleysi HK Róbert Gunnarsson er ósammála sínum gamla samherja úr Fram þegar kemur að mati hans á liði HK. „Ég er ekki sammála því en mér finnst aðdáunarvert hvað Basti trúir mikið á verkefnið sitt og leikmennina sína. Og mér finnst hann vera á réttri leið og gera fína hluti en finnst full mikið að segja að hann vanti bara einn mann til að vera í topp fimm,“ sagði Róbert í Seinni bylgjunni. „Ódýrt skot á sérfræðingana,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Sorrí, við erum bara búnir að æfa handbolta í þrjátíu ár og vitum ekki neitt,“ bætti Róbert við í léttum dúr. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla HK Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan talar um krísu hjá Stjörnunni Stjörnumenn eru í basli í karlahandboltanum og tap á móti Selfossi á heimavelli í síðasta leik er enn eitt dæmið um slíkt. Seinni bylgjan ræddi stöðuna á Stjörnumönnum. 1. mars 2022 16:01 „Örugglega hræðilega erfitt og miklar tilfinningar“ Ihor Kopyshynskyi var frábær í sigri Hauka á Gróttu í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta en hann var markahæstur í Haukaliðinu og með hundrað prósent skotnýtingu. 1. mars 2022 12:30 „Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segir sína menn einfaldlega hafa farið á taugum á lokakaflanum og því tapað gegn Aftureldingu í dag, í Olís-deild karla í handbolta. Hann sendi öðrum félögum tóninn á fleiri en einn veg eftir leik, sem og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. 27. febrúar 2022 20:05 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 26-25 | Hrikalegt bakslag fyrir HK-inga Vart gæti orðið við aukna notkun hjartalyfja í Mosfellsbæ ef fram heldur sem horfir hjá liði Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta á þessu ári. Liðið náði að komast yfir á síðustu stundu gegn HK í dag og vinna 26-25. 27. febrúar 2022 20:35 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
HK tapaði fyrir Aftureldingu með minnsta mun, 26-25, á sunnudaginn. HK-ingar hafa tapað nokkrum leikjum á lokamínútum í vetur þar sem reynsluleysi hefur reynst liðinu fjötur um fót. „Því miður fórum við aftur á taugum, einu sinni enn, og gerðum ótrúleg mistök. Köstum langt fram völlinn, köstum í fótinn á hvor öðrum, fáum á okkur ruðning. Þetta er bara aldurinn á liðinu,“ sagði Sebastian í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn í Mosfellsbænum. „Ef við værum með einn reynslumikinn mann í liðinu, einhvern Ásbjörn Friðriksson, væri þetta lið í topp fimm. Ef einhver sérfræðingurinn í Seinni bylgjunni vill hlæja að því veit hann ekkert um handbolta. Það er bara svoleiðis. Þetta lið er handboltalega alveg nógu gott og á pari við öll liðin í deildinni taktíkst, líkamlega, karakterslega en andlega erum við á eftir. En ég hef engar áhyggjur af þessu. Við munum eignast okkar eigin Ásbjörn Friðriksson. Við munum finna hann, ég mun búa hann til. Ég hef tíma.“ Klippa: Seinni bylgjan - Basti um reynsluleysi HK Róbert Gunnarsson er ósammála sínum gamla samherja úr Fram þegar kemur að mati hans á liði HK. „Ég er ekki sammála því en mér finnst aðdáunarvert hvað Basti trúir mikið á verkefnið sitt og leikmennina sína. Og mér finnst hann vera á réttri leið og gera fína hluti en finnst full mikið að segja að hann vanti bara einn mann til að vera í topp fimm,“ sagði Róbert í Seinni bylgjunni. „Ódýrt skot á sérfræðingana,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Sorrí, við erum bara búnir að æfa handbolta í þrjátíu ár og vitum ekki neitt,“ bætti Róbert við í léttum dúr. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla HK Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan talar um krísu hjá Stjörnunni Stjörnumenn eru í basli í karlahandboltanum og tap á móti Selfossi á heimavelli í síðasta leik er enn eitt dæmið um slíkt. Seinni bylgjan ræddi stöðuna á Stjörnumönnum. 1. mars 2022 16:01 „Örugglega hræðilega erfitt og miklar tilfinningar“ Ihor Kopyshynskyi var frábær í sigri Hauka á Gróttu í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta en hann var markahæstur í Haukaliðinu og með hundrað prósent skotnýtingu. 1. mars 2022 12:30 „Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segir sína menn einfaldlega hafa farið á taugum á lokakaflanum og því tapað gegn Aftureldingu í dag, í Olís-deild karla í handbolta. Hann sendi öðrum félögum tóninn á fleiri en einn veg eftir leik, sem og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. 27. febrúar 2022 20:05 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 26-25 | Hrikalegt bakslag fyrir HK-inga Vart gæti orðið við aukna notkun hjartalyfja í Mosfellsbæ ef fram heldur sem horfir hjá liði Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta á þessu ári. Liðið náði að komast yfir á síðustu stundu gegn HK í dag og vinna 26-25. 27. febrúar 2022 20:35 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Seinni bylgjan talar um krísu hjá Stjörnunni Stjörnumenn eru í basli í karlahandboltanum og tap á móti Selfossi á heimavelli í síðasta leik er enn eitt dæmið um slíkt. Seinni bylgjan ræddi stöðuna á Stjörnumönnum. 1. mars 2022 16:01
„Örugglega hræðilega erfitt og miklar tilfinningar“ Ihor Kopyshynskyi var frábær í sigri Hauka á Gróttu í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta en hann var markahæstur í Haukaliðinu og með hundrað prósent skotnýtingu. 1. mars 2022 12:30
„Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segir sína menn einfaldlega hafa farið á taugum á lokakaflanum og því tapað gegn Aftureldingu í dag, í Olís-deild karla í handbolta. Hann sendi öðrum félögum tóninn á fleiri en einn veg eftir leik, sem og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. 27. febrúar 2022 20:05
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 26-25 | Hrikalegt bakslag fyrir HK-inga Vart gæti orðið við aukna notkun hjartalyfja í Mosfellsbæ ef fram heldur sem horfir hjá liði Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta á þessu ári. Liðið náði að komast yfir á síðustu stundu gegn HK í dag og vinna 26-25. 27. febrúar 2022 20:35