Þar sem hjartað slær – íþróttastarf í Garðabæ Stella Stefánsdóttir skrifar 2. mars 2022 14:00 Það má með sanni segja að skipulagt íþróttastarf í Garðabæ sé mikilvæg stoð í samfélaginu og hlutverk íþróttastarfs sé í raun mikið stærra en að veita „bara“ íþróttalegt uppeldi. Íþróttir hafa mikið forvarnargildi, auka samkennd og samheldni íbúa og hafa oftast jákvæð áhrif á bæjarbrag. En oft og tíðum hefur sál og hjarta samfélagsins í Garðabæ einmitt slegið í takt við gengi Stjörnunnar eða annarra íþróttafélaga. Byggjum upp sterka einstaklinga Bærinn á áfram að hlúa vel að afreksíþróttafólki. Halda áfram að styðja við bakið á því í víðum skilningi með það að markmiði að byggja upp sterka eintaklinga með heilbrigða sjálfsmynd til framtíðar. Bærinn á að leggja metnað í að bjóða iðkendum framúrskarandi aðstöðu til æfinga og keppni árið um kring. Fjölbreytt íþrótta- og frístundastarf Það hentar hins vegar ekki öllum að stefna á íþróttaiðkun á afreksstigi. Fjöldi barna, ungmenna, og í raun fólks á öllum aldri stundar allskyns íþróttir og heilsurækt af öðrum ástæðum eins og t.d. til að efla hreysti eða út af góðum félagsskap. Styrkja þarf áframhaldandi samstarf Garðabæjar við frjáls félög sem vinna að skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi í Garðabæ. Þátttaka fólks í íþróttum, frístundastarfi og hreyfingu hefur forvarnargildi óháð aldri. Þess vegna þarf að leggja áherslu á að efla virkni fólks á öllum aldursskeiðum, ekki síst þegar árunum fjölgar. Brottfall úr skipulögðu íþróttastarfi er algengt á aldursbilinu 15 til 18 ára. Leita þarf leiða til að grípa þessi ungmenni og aðra sem finna sig ekki í „hefðbundnu“ starfi í einhverskonar skipulagt íþrótta- eða frístundastarf eða til að stunda heilbrigða hreyfingu. Þess vegna á Garðabær að styðja ríkulega við og tryggja fjölbreytta nálgun á íþrótta- og frístundastarfi fyrir íbúa á öllum aldri. Þá þarf að standa vörð um jafnrétti kynja og fylgja því markvisst eftir þegar stuðningur er veittur. Hlúum að klappstýrunum Á bak við iðkendur eru foreldrar, systkini, börn og jafnvel heilu fjölskyldurnar. Þessi hópur á bak við iðkendur sem nær í raun langt út fyrir íþróttavöllinn er mikilvægur stuðningur við íþróttastarf og er oft uppspretta viðburða, ferðalaga og góðra vintatengsla. Hlúa þarf að og styðja við öflugt starf sjálfboðaliða og stuðningsmanna íþróttafélaga enda er stuðningur þeirra ómetanlegur fyrir félögin og ákaflega mikilvægur hlekkur í samheldni og samkennd íbúa og bæjarbrag. Hugsum íþróttamannvirki sem samfélagsmiðstöðvar Í Garðabæ hefur verið lagður metnaður í að byggja upp góða íþróttaaðstöðu. Tilkoma Miðgarðs mun stórefla aðstöðu til íþrótta- og frístundastarfs í Garðabæ. Það má segja að öll íþróttamannvirki séu einhverskonar samfélagsmiðstöðvar. Þar hittist fólk og tekur púlsinn á málefnum líðandi stundar. Við þurfum að bæta aðstöðu fólks til félagslegrar samveru í íþróttamannvirkjum bæjarins. Tryggja þarf áfram greiðan aðgang íbúa á öllum aldri að góðri íþrótta- og félagsaðstöðu í nærumhverfinu, sé þess kostur. Það þarf að huga vel að viðhaldi íþróttamannvirkja, leggja kapp á að að yngri börn geti stundað stærri íþróttagreinarnar í nálægð við heimili sitt og að umfang íþróttamannvirkja vaxi í takt við fólksfjölgun. Þá er einnig löngu tímabært að fá spennandi líkamsrækt miðsvæðis í Garðabæ. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Stefánsdóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Íþróttir barna Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Það má með sanni segja að skipulagt íþróttastarf í Garðabæ sé mikilvæg stoð í samfélaginu og hlutverk íþróttastarfs sé í raun mikið stærra en að veita „bara“ íþróttalegt uppeldi. Íþróttir hafa mikið forvarnargildi, auka samkennd og samheldni íbúa og hafa oftast jákvæð áhrif á bæjarbrag. En oft og tíðum hefur sál og hjarta samfélagsins í Garðabæ einmitt slegið í takt við gengi Stjörnunnar eða annarra íþróttafélaga. Byggjum upp sterka einstaklinga Bærinn á áfram að hlúa vel að afreksíþróttafólki. Halda áfram að styðja við bakið á því í víðum skilningi með það að markmiði að byggja upp sterka eintaklinga með heilbrigða sjálfsmynd til framtíðar. Bærinn á að leggja metnað í að bjóða iðkendum framúrskarandi aðstöðu til æfinga og keppni árið um kring. Fjölbreytt íþrótta- og frístundastarf Það hentar hins vegar ekki öllum að stefna á íþróttaiðkun á afreksstigi. Fjöldi barna, ungmenna, og í raun fólks á öllum aldri stundar allskyns íþróttir og heilsurækt af öðrum ástæðum eins og t.d. til að efla hreysti eða út af góðum félagsskap. Styrkja þarf áframhaldandi samstarf Garðabæjar við frjáls félög sem vinna að skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi í Garðabæ. Þátttaka fólks í íþróttum, frístundastarfi og hreyfingu hefur forvarnargildi óháð aldri. Þess vegna þarf að leggja áherslu á að efla virkni fólks á öllum aldursskeiðum, ekki síst þegar árunum fjölgar. Brottfall úr skipulögðu íþróttastarfi er algengt á aldursbilinu 15 til 18 ára. Leita þarf leiða til að grípa þessi ungmenni og aðra sem finna sig ekki í „hefðbundnu“ starfi í einhverskonar skipulagt íþrótta- eða frístundastarf eða til að stunda heilbrigða hreyfingu. Þess vegna á Garðabær að styðja ríkulega við og tryggja fjölbreytta nálgun á íþrótta- og frístundastarfi fyrir íbúa á öllum aldri. Þá þarf að standa vörð um jafnrétti kynja og fylgja því markvisst eftir þegar stuðningur er veittur. Hlúum að klappstýrunum Á bak við iðkendur eru foreldrar, systkini, börn og jafnvel heilu fjölskyldurnar. Þessi hópur á bak við iðkendur sem nær í raun langt út fyrir íþróttavöllinn er mikilvægur stuðningur við íþróttastarf og er oft uppspretta viðburða, ferðalaga og góðra vintatengsla. Hlúa þarf að og styðja við öflugt starf sjálfboðaliða og stuðningsmanna íþróttafélaga enda er stuðningur þeirra ómetanlegur fyrir félögin og ákaflega mikilvægur hlekkur í samheldni og samkennd íbúa og bæjarbrag. Hugsum íþróttamannvirki sem samfélagsmiðstöðvar Í Garðabæ hefur verið lagður metnaður í að byggja upp góða íþróttaaðstöðu. Tilkoma Miðgarðs mun stórefla aðstöðu til íþrótta- og frístundastarfs í Garðabæ. Það má segja að öll íþróttamannvirki séu einhverskonar samfélagsmiðstöðvar. Þar hittist fólk og tekur púlsinn á málefnum líðandi stundar. Við þurfum að bæta aðstöðu fólks til félagslegrar samveru í íþróttamannvirkjum bæjarins. Tryggja þarf áfram greiðan aðgang íbúa á öllum aldri að góðri íþrótta- og félagsaðstöðu í nærumhverfinu, sé þess kostur. Það þarf að huga vel að viðhaldi íþróttamannvirkja, leggja kapp á að að yngri börn geti stundað stærri íþróttagreinarnar í nálægð við heimili sitt og að umfang íþróttamannvirkja vaxi í takt við fólksfjölgun. Þá er einnig löngu tímabært að fá spennandi líkamsrækt miðsvæðis í Garðabæ. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar