Kapphlaupið um milljónirnar í Garðabæ Ingvar Arnarson skrifar 2. mars 2022 18:00 Við Garðbæingar höfum komist í heimsfréttirnar á þessu kjörtímabili. Það var fyrir ekkert minna en að vera með hæstlaunaðasta bæjastjórann þó víða væri leitað, hærri laun en borgarstjórar New York og London. Allt er þetta að sjálfsögðu borgað af okkur bæjarbúum og hefur verið réttlætt með tali um ábyrgð og samkeppnishæfni. Fyrir mér eru þetta allt of háar upphæðir og í raun sjálftaka. Þarna hafa flokksmenn meirihlutans séð um að vernda sjálftökuna. Rétt er að minna á tillögur okkar Garðabæjarlistans við ráðningu bæjarstjóra, við lögðum til að launin yrðu lægri og að bæjarstjóri á svona háum launum gæti vel séð um að koma sér til og frá vinnu á eigin kostnað. Þessum tillögum var hafnað og ofan á ofurlaunin var bæjarstjóra úthlutað eitt stykki Land Cruiser sem rekinn er á kostnað bæjarbúa. Kostnaður við eitt stykki bæjarstjóra á þessu kjörtímabili er farinn að nálgast 150 milljónir. Nú er áhugavert að fylgjast með framboðum í prófkjöri meirihlutans. Þar lofar fólk öllu fögru og er jafnvel farið að tala um húsnæði fyrir alla, íbúalýðræði, lækka álögur á barnafjölskyldur og jafnvel að tryggja uppbyggingu grunn- og leikskóla í takt við íbúaþróun. Lítið hefur nú gerst í þessum málum en munum að orð eru til alls fyrst. Það sem er líka mjög áhugavert að sjá er að sumir aðdáendur frambjóðenda eru farnir að deila út áróðri undir orðunum „bæjarstjórinn minn“ einnig hafa frambjóðendur verið í fjölmiðlum undir þeim orðum að vera næsti bæjarstjóri Garðabæjar. Að mínu mati lýsir þetta í raun þeirri hegðun sem hefur verið við höfð af meirihlutanum, ég á þetta og ég má þetta. Samkvæmt þessu fólki verður það ákveðið í prófkjöri meirihlutans hver verður bæjarstjóri. Vil ég gjarnan minna á að það á eftir að kjósa og ný bæjarstjórn á eftir að eiga samtal um hvað sé vænlegast að gera varðandi ráðningu bæjarstjóra. Að mínu mati er löngu kominn tími á að ráða faglegan framkvæmdastjóra Garðabæjar, en ekki pólitískan bæjarstjóra á ofurlaunum. Með faglegri ráðningu er hægt að fá aðila sem hefur þekkingu og reynslu af rekstri og þannig lagt grunninn að niðurgreiðslu skulda, en skuldir Garðabæjar hafa aukist gífurlega á þessu kjörtímabili, þrátt fyrir að hafa sparað stórar fjárhæðir með því að taka lítin þátt í uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Skuldahlutfallið hefur farið á kjörtímabilinu úr 85% í 117%. Við í Garðabæjarlistanum munum halda áfram að standa vaktina og berjast fyrir því að Garðabær verði í fremstu röð. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Ingvar Arnarson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Við Garðbæingar höfum komist í heimsfréttirnar á þessu kjörtímabili. Það var fyrir ekkert minna en að vera með hæstlaunaðasta bæjastjórann þó víða væri leitað, hærri laun en borgarstjórar New York og London. Allt er þetta að sjálfsögðu borgað af okkur bæjarbúum og hefur verið réttlætt með tali um ábyrgð og samkeppnishæfni. Fyrir mér eru þetta allt of háar upphæðir og í raun sjálftaka. Þarna hafa flokksmenn meirihlutans séð um að vernda sjálftökuna. Rétt er að minna á tillögur okkar Garðabæjarlistans við ráðningu bæjarstjóra, við lögðum til að launin yrðu lægri og að bæjarstjóri á svona háum launum gæti vel séð um að koma sér til og frá vinnu á eigin kostnað. Þessum tillögum var hafnað og ofan á ofurlaunin var bæjarstjóra úthlutað eitt stykki Land Cruiser sem rekinn er á kostnað bæjarbúa. Kostnaður við eitt stykki bæjarstjóra á þessu kjörtímabili er farinn að nálgast 150 milljónir. Nú er áhugavert að fylgjast með framboðum í prófkjöri meirihlutans. Þar lofar fólk öllu fögru og er jafnvel farið að tala um húsnæði fyrir alla, íbúalýðræði, lækka álögur á barnafjölskyldur og jafnvel að tryggja uppbyggingu grunn- og leikskóla í takt við íbúaþróun. Lítið hefur nú gerst í þessum málum en munum að orð eru til alls fyrst. Það sem er líka mjög áhugavert að sjá er að sumir aðdáendur frambjóðenda eru farnir að deila út áróðri undir orðunum „bæjarstjórinn minn“ einnig hafa frambjóðendur verið í fjölmiðlum undir þeim orðum að vera næsti bæjarstjóri Garðabæjar. Að mínu mati lýsir þetta í raun þeirri hegðun sem hefur verið við höfð af meirihlutanum, ég á þetta og ég má þetta. Samkvæmt þessu fólki verður það ákveðið í prófkjöri meirihlutans hver verður bæjarstjóri. Vil ég gjarnan minna á að það á eftir að kjósa og ný bæjarstjórn á eftir að eiga samtal um hvað sé vænlegast að gera varðandi ráðningu bæjarstjóra. Að mínu mati er löngu kominn tími á að ráða faglegan framkvæmdastjóra Garðabæjar, en ekki pólitískan bæjarstjóra á ofurlaunum. Með faglegri ráðningu er hægt að fá aðila sem hefur þekkingu og reynslu af rekstri og þannig lagt grunninn að niðurgreiðslu skulda, en skuldir Garðabæjar hafa aukist gífurlega á þessu kjörtímabili, þrátt fyrir að hafa sparað stórar fjárhæðir með því að taka lítin þátt í uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Skuldahlutfallið hefur farið á kjörtímabilinu úr 85% í 117%. Við í Garðabæjarlistanum munum halda áfram að standa vaktina og berjast fyrir því að Garðabær verði í fremstu röð. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun