Þegar kerfið segir nei Tinna Helgadóttir skrifar 3. mars 2022 09:00 Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel ekki til að hætta ógnandi samskiptum verða þau að martröð. Þá verðum við að treysta á aðstoð lögreglu og dómskerfisins. En hvað ef kerfið segir nei? Mín reynslusaga við slíkar aðstæður veldur mér enn miklu hugarangri. Heimilið var alls ekki sá griðarstaður sem það ætti að vera og endaði eitt umsátrið á því að lögreglan var kölluð til. Í mikilli geðshræringu hitti ég þá lögreglukonu sem sýndi mér skilning og útskýrði fyrir mér hver næstu skref væru ef viðkomandi léti ekki af þessari hegðun. Þessi mannlega nálgun og skilningur gaf mér styrk og von. Viku síðar kom hann aftur. Þremur vikum eftir fyrri heimsókn á lögreglustöðina fór ég aftur á lögreglustöðina við Hverfisgötu til þess að leggja fram kæru. Þar mætti lögreglumaður sem sýndi mér algert skilningsleysi, bókanir lögreglu voru í engu samræmi við mína upplifun og ferlið allt í engu samræmi við orð lögreglukonunnar þremur vikum áður. Skilningurinn og mannlega nálgunin var horfin. Maðurinn hafði verið handtekinn fyrir að ráðast gegn lögreglu, ekki áreitið og var það ekki einu sinni bókað. Styrkurinn og vonin vék fyrir vanmætti og vonleysi. Lögreglan aðhafðist ekkert, þrátt fyrir að ég óttaðist um líf mitt og tjáði þeim það. Ég fór inn á lögreglustöðina viss um aðstoð, ætlaði mér að kæra til að standa með mér og öllum öðrum sem hafa þurft að glíma við sömu lífsreynslu. Ég fór þaðan út skömmu seinna, hreinlega neitað um að leggja fram kæru, hlegið að áhyggjum mínum, aðstoðin engin og óöryggið algjört. Hér brást kerfið mér! Þetta tímabil er í móðu, en ég svaf allar nætur í fötunum með hníf undir koddanum og skó tilbúna við allar útgönguleiðir til að geta komist fljótt út af heimilinu. Fyrir vikið býst ég ekki við að leita til lögreglu framar þar sem mér er ljóst að þangað er ekki neina hjálp að sækja. Ég fékk, eins og margar aðrar, aðstoð í Kvennaathvarfinu þegar lögreglan og kerfið brást mér. Ef ekki hefði verið fyrir Kvennaathvarfið veit ég ekki hvar ég væri í dag. Reynsla mín af lögreglu kristallar mikilvægi framkomu lögreglu við þolendur. Þegar þolandi kemur til lögreglu á því sem er líklega versti tími lífs síns, er nauðsynlegt að fá upplýsingar um hvað kemur til greina, hvað er hægt að gera og hverju þolandi má búast við. Lögregluþjónar sem taka á móti slíkum málum þurfa að hafa viðeigandi þjálfun sem nýtist til að skilja þolendur. Ef ekki fæst lögregluþjónn með þessa þjálfun og skilning á hvaða áhrif áföll hafa, þá er nauðsynlegt að hafa sálfræðinga með í öllum bókunum og skýrslutökum þar sem þeirra eina starf er að gæta hagsmuna þolanda. Fyrir þolendur sem hafa nýlega orðið fyrir áfalli getur framkoma eins og sú sem ég fékk leitt til dýpri sára sem taka langan tíma að gróa, ef þau gera það yfir höfuð. Hvaða áhrif hefur það á samfélagið okkar ef þolendur fá skilaboðin að þeir sem eiga að vernda okkur er sama um hvort við lifum eða deyjum. Samkvæmt ársskýrslum Stígamóta eru 13% af málum sem fara fyrir dóm sem enda á sakfellingu. Þá er búið að fella niður stóran hluta af málum sem teljast ekki líkleg til sakfellingar. Þá eru bara 17% mála sem fara til lögreglu en þar fyrir utan eru mál sem eru ekki rannsökuð, þrátt fyrir sönnunargögn og játanir. Níu konur hafa nú þegar kært ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna niðurfellingar á málum þeirra. 40% kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir líkamlegu eða kynferðis ofbeldi samkvæmt rannsókn á áfallasögu kvenna á Íslandi. Núna er ný ársskýrla lögreglu komin út sem sýnir að helmingur allra ofbeldisbrota eru heimilisofbeldi og hefur fjöldi tilkynninga þrefaldast á síðustu sjö árum. Þar kemur einnig fram að um helmingur manndrápsmála er vegna núverandi eða fyrrverandi maka. Þegar hlutfall brota er svona hátt og sakfellingarhlutfallið svona lágt er ekki skrítið að stór hluti þjóðarinnar treystir ekki lögreglunni. Af hverju ættum við svo sem að fara og tilkynna málin okkar bara til að láta hlæja upp í opið geðið á okkur? Myndir þú opna þig við manneskju í valdastöðu í samfélaginu á dýpstu og erfiðustu stundir lífs þíns ef þú vissir að von væri á þeim viðbrögðum? Þangað til lögregla tekur þessi mál alvarlega þurfum við að treysta á neyðarþjónustu samtaka eins og Kvennaathvarfsins og Stígamóta. Ef vel ætti að vera þyrftu þolendur að geta hringt í símanúmer sem myndi leiðbeina þeim varðandi þau úrræði sem í boði eru og hafa bíl sem myndi koma og sækja þolendur, sem oft eru orðnir einangraðir frá fjölskyldu og vinum, og keyra þá í neyðarathvarf þar sem er boðið upp á sálfræðiaðstoð og aðra þjónustu. Það er mikilvægt að ná til þolenda þegar þeir eru tilbúnir til að taka skrefið. Hættulegasti tími þolanda heimilisofbeldis er þegar þeir fara frá makanum og það getur tekið 3 - 7 skipti að reyna að komast undan ofbeldinu. Þolendur eru oft orðnir einangraðir frá vinum og fjölskyldu, fjárhagslegt ofbeldi er algengt í þessum málum og hafa þolendur oft ekki aðgang að sínum eigin fjármunum. Grundvöllurinn fyrir þolendur að komast undan verður því að vera athvarf þar sem þeir geta komið og fengið nauðsynlega aðstoð til lengri tíma. Heimilisofbeldi og kynferðisbrot eru ekki bara mál til afgreiðslu. Þetta er nístandi, erfið og ógeðfelld saga alltof margra. Þolendur þurfa alvöru aðstoð um leið og svona mál koma upp. Aðstoð sem trúir þeim, aðstoð sem setur þolendur í fyrsta sæti. Höfundur er stofnmeðlimur Skjóls og frambjóðandi Pírata til borgarstjórnarkosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Lögreglumál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel ekki til að hætta ógnandi samskiptum verða þau að martröð. Þá verðum við að treysta á aðstoð lögreglu og dómskerfisins. En hvað ef kerfið segir nei? Mín reynslusaga við slíkar aðstæður veldur mér enn miklu hugarangri. Heimilið var alls ekki sá griðarstaður sem það ætti að vera og endaði eitt umsátrið á því að lögreglan var kölluð til. Í mikilli geðshræringu hitti ég þá lögreglukonu sem sýndi mér skilning og útskýrði fyrir mér hver næstu skref væru ef viðkomandi léti ekki af þessari hegðun. Þessi mannlega nálgun og skilningur gaf mér styrk og von. Viku síðar kom hann aftur. Þremur vikum eftir fyrri heimsókn á lögreglustöðina fór ég aftur á lögreglustöðina við Hverfisgötu til þess að leggja fram kæru. Þar mætti lögreglumaður sem sýndi mér algert skilningsleysi, bókanir lögreglu voru í engu samræmi við mína upplifun og ferlið allt í engu samræmi við orð lögreglukonunnar þremur vikum áður. Skilningurinn og mannlega nálgunin var horfin. Maðurinn hafði verið handtekinn fyrir að ráðast gegn lögreglu, ekki áreitið og var það ekki einu sinni bókað. Styrkurinn og vonin vék fyrir vanmætti og vonleysi. Lögreglan aðhafðist ekkert, þrátt fyrir að ég óttaðist um líf mitt og tjáði þeim það. Ég fór inn á lögreglustöðina viss um aðstoð, ætlaði mér að kæra til að standa með mér og öllum öðrum sem hafa þurft að glíma við sömu lífsreynslu. Ég fór þaðan út skömmu seinna, hreinlega neitað um að leggja fram kæru, hlegið að áhyggjum mínum, aðstoðin engin og óöryggið algjört. Hér brást kerfið mér! Þetta tímabil er í móðu, en ég svaf allar nætur í fötunum með hníf undir koddanum og skó tilbúna við allar útgönguleiðir til að geta komist fljótt út af heimilinu. Fyrir vikið býst ég ekki við að leita til lögreglu framar þar sem mér er ljóst að þangað er ekki neina hjálp að sækja. Ég fékk, eins og margar aðrar, aðstoð í Kvennaathvarfinu þegar lögreglan og kerfið brást mér. Ef ekki hefði verið fyrir Kvennaathvarfið veit ég ekki hvar ég væri í dag. Reynsla mín af lögreglu kristallar mikilvægi framkomu lögreglu við þolendur. Þegar þolandi kemur til lögreglu á því sem er líklega versti tími lífs síns, er nauðsynlegt að fá upplýsingar um hvað kemur til greina, hvað er hægt að gera og hverju þolandi má búast við. Lögregluþjónar sem taka á móti slíkum málum þurfa að hafa viðeigandi þjálfun sem nýtist til að skilja þolendur. Ef ekki fæst lögregluþjónn með þessa þjálfun og skilning á hvaða áhrif áföll hafa, þá er nauðsynlegt að hafa sálfræðinga með í öllum bókunum og skýrslutökum þar sem þeirra eina starf er að gæta hagsmuna þolanda. Fyrir þolendur sem hafa nýlega orðið fyrir áfalli getur framkoma eins og sú sem ég fékk leitt til dýpri sára sem taka langan tíma að gróa, ef þau gera það yfir höfuð. Hvaða áhrif hefur það á samfélagið okkar ef þolendur fá skilaboðin að þeir sem eiga að vernda okkur er sama um hvort við lifum eða deyjum. Samkvæmt ársskýrslum Stígamóta eru 13% af málum sem fara fyrir dóm sem enda á sakfellingu. Þá er búið að fella niður stóran hluta af málum sem teljast ekki líkleg til sakfellingar. Þá eru bara 17% mála sem fara til lögreglu en þar fyrir utan eru mál sem eru ekki rannsökuð, þrátt fyrir sönnunargögn og játanir. Níu konur hafa nú þegar kært ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna niðurfellingar á málum þeirra. 40% kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir líkamlegu eða kynferðis ofbeldi samkvæmt rannsókn á áfallasögu kvenna á Íslandi. Núna er ný ársskýrla lögreglu komin út sem sýnir að helmingur allra ofbeldisbrota eru heimilisofbeldi og hefur fjöldi tilkynninga þrefaldast á síðustu sjö árum. Þar kemur einnig fram að um helmingur manndrápsmála er vegna núverandi eða fyrrverandi maka. Þegar hlutfall brota er svona hátt og sakfellingarhlutfallið svona lágt er ekki skrítið að stór hluti þjóðarinnar treystir ekki lögreglunni. Af hverju ættum við svo sem að fara og tilkynna málin okkar bara til að láta hlæja upp í opið geðið á okkur? Myndir þú opna þig við manneskju í valdastöðu í samfélaginu á dýpstu og erfiðustu stundir lífs þíns ef þú vissir að von væri á þeim viðbrögðum? Þangað til lögregla tekur þessi mál alvarlega þurfum við að treysta á neyðarþjónustu samtaka eins og Kvennaathvarfsins og Stígamóta. Ef vel ætti að vera þyrftu þolendur að geta hringt í símanúmer sem myndi leiðbeina þeim varðandi þau úrræði sem í boði eru og hafa bíl sem myndi koma og sækja þolendur, sem oft eru orðnir einangraðir frá fjölskyldu og vinum, og keyra þá í neyðarathvarf þar sem er boðið upp á sálfræðiaðstoð og aðra þjónustu. Það er mikilvægt að ná til þolenda þegar þeir eru tilbúnir til að taka skrefið. Hættulegasti tími þolanda heimilisofbeldis er þegar þeir fara frá makanum og það getur tekið 3 - 7 skipti að reyna að komast undan ofbeldinu. Þolendur eru oft orðnir einangraðir frá vinum og fjölskyldu, fjárhagslegt ofbeldi er algengt í þessum málum og hafa þolendur oft ekki aðgang að sínum eigin fjármunum. Grundvöllurinn fyrir þolendur að komast undan verður því að vera athvarf þar sem þeir geta komið og fengið nauðsynlega aðstoð til lengri tíma. Heimilisofbeldi og kynferðisbrot eru ekki bara mál til afgreiðslu. Þetta er nístandi, erfið og ógeðfelld saga alltof margra. Þolendur þurfa alvöru aðstoð um leið og svona mál koma upp. Aðstoð sem trúir þeim, aðstoð sem setur þolendur í fyrsta sæti. Höfundur er stofnmeðlimur Skjóls og frambjóðandi Pírata til borgarstjórnarkosninga.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun