Að sögn slökkviliðs stóðu eldtungur út um glugga hússins, sem er iðnaðarhúsnæði, þegar slökkvilið bar að garði og mikill reykur var einnig sjáanlegur. Allir íbúar hússins voru komnir út af sjálfsdáðum og greiðlega gekk að slökkva eldinn.
Reykkafarar fóru síðan um allt húsnæðið til að ganga úr skugga um að enginn væri enn inni. Strætó aðstoðaði við að koma íbúum í skjól í nótt og Rauði krossinn útvegaði fólkinu húsaskjól.
Að sögn slökkviliðs eru skemmdir á húsnæðinu töluverðar, en slökkvilið lauk störfum á staðnum um klukkan sex í morgun.
Fréttin hefur verið uppfærð.


