Nóg að gera hjá forsætisráðherra í Brussel Árni Sæberg skrifar 3. mars 2022 22:16 Forsætisráðherra ásamt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Facebook/Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra varði síðastliðnum sólarhring í Brussel þar sem hún fundaði meðal annars með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins um stríðið í Úkraínu og flutti ávarp í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur haft nóg að gera undanfarinn sólarhring en á dagskránni voru hvorki meira né minna en þrír fundir og ávarp á viðburði jafnréttisnefndar Evrópuþingsins í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Frá þessu greinir Katrín í færslu á Facebook-síðu sinni. Í gærkvöldi fundaði hún með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, um stöðuna sem komin er upp í Úkraínu eftri innrás Rússa í landið. Katrín segir stöðuna skelfilega. Í morgun fundaði hún svo með Robertu Metsola, forseta Evrópuþingsins og Elisabeth Moreno, jafnréttisráðherra Frakklands. Mikið verk óunnið í baráttunni við kynbundið ofbeldi Í dag flutti forsætisráðherra svo ávarp á viðburði jafnréttisnefndar Evrópuþingsins í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Þar fór ég yfir stöðu jafnréttismála á Íslandi og hvernig kvennahreyfingin hefði byggt á samstöðu kvenna, þvert á flokka, kynslóðir og stéttir,“ segir hún. Þá ræddi hún mikilvægar kerfibreytingar á borð við fæðingarorlof sem skiptist jafnt milli beggja foreldra, jafnlaunavottun og breytingar á þungunarrofslöggjöf sem styrkja sjálfsákvörðunarrétt kvenna, sem hafi stuðlað að jafnrétti. „Þessar kerfisbreytingar hafa ekki komið af sjálfu sér heldur eru þær afrakstur baráttu sem hefur skilað sér í pólitískri stefnumótun og raunverulegri viðhorfsbreytingu til jafnréttis,“ segir Katrín. Þá lagði hún sérstaka áherslu á baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi en hún segir að þó mikið hafi verið gert á undanförnum sé mikið verk enn óunnið í þeim efnum. „Það er til dæmis sláandi staðreynd að helmingur allra ofbeldisglæpa á Íslandi er heimilisofbeldi. Bara sú staðreynd segir okkur að við eigum langt í land,“ segir hún. Forsætisráðherra Belga gaf Katrínu bók Að lokum fundaði Katrín með Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, en þau ræddu orkuskipti, loftslagsmál, jafnréttismál og auðvitað mál málanna um þessar mundir, stöðuna í Úkraínu og áhrif innrásar Rússa á öryggismál í Evrópu. „Hann gaf mér bók sem hann skrifaði um jafnréttismál sem fjallar um hvernig femínismi getur bjargað körlum – ekki síður en konum,“ segir Katrín um fund þeirra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Belgía Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur haft nóg að gera undanfarinn sólarhring en á dagskránni voru hvorki meira né minna en þrír fundir og ávarp á viðburði jafnréttisnefndar Evrópuþingsins í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Frá þessu greinir Katrín í færslu á Facebook-síðu sinni. Í gærkvöldi fundaði hún með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, um stöðuna sem komin er upp í Úkraínu eftri innrás Rússa í landið. Katrín segir stöðuna skelfilega. Í morgun fundaði hún svo með Robertu Metsola, forseta Evrópuþingsins og Elisabeth Moreno, jafnréttisráðherra Frakklands. Mikið verk óunnið í baráttunni við kynbundið ofbeldi Í dag flutti forsætisráðherra svo ávarp á viðburði jafnréttisnefndar Evrópuþingsins í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Þar fór ég yfir stöðu jafnréttismála á Íslandi og hvernig kvennahreyfingin hefði byggt á samstöðu kvenna, þvert á flokka, kynslóðir og stéttir,“ segir hún. Þá ræddi hún mikilvægar kerfibreytingar á borð við fæðingarorlof sem skiptist jafnt milli beggja foreldra, jafnlaunavottun og breytingar á þungunarrofslöggjöf sem styrkja sjálfsákvörðunarrétt kvenna, sem hafi stuðlað að jafnrétti. „Þessar kerfisbreytingar hafa ekki komið af sjálfu sér heldur eru þær afrakstur baráttu sem hefur skilað sér í pólitískri stefnumótun og raunverulegri viðhorfsbreytingu til jafnréttis,“ segir Katrín. Þá lagði hún sérstaka áherslu á baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi en hún segir að þó mikið hafi verið gert á undanförnum sé mikið verk enn óunnið í þeim efnum. „Það er til dæmis sláandi staðreynd að helmingur allra ofbeldisglæpa á Íslandi er heimilisofbeldi. Bara sú staðreynd segir okkur að við eigum langt í land,“ segir hún. Forsætisráðherra Belga gaf Katrínu bók Að lokum fundaði Katrín með Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, en þau ræddu orkuskipti, loftslagsmál, jafnréttismál og auðvitað mál málanna um þessar mundir, stöðuna í Úkraínu og áhrif innrásar Rússa á öryggismál í Evrópu. „Hann gaf mér bók sem hann skrifaði um jafnréttismál sem fjallar um hvernig femínismi getur bjargað körlum – ekki síður en konum,“ segir Katrín um fund þeirra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Belgía Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Sjá meira