Landamæri Íslands galopin fyrir Úkraínumönnum Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2022 19:26 Rúmlega ein milljón flóttamanna hefur flúið Úkraínu frá upphafi innrásar Rússa í landið. AP Photo/Markus Schreiber Allt frá nokkrum hundruðum til þúsunda Úkraínumanna gætu fengið skjól á Íslandi eftir að neyðarákvæði útlendingalaga var virkjað í gærkvöldi. Formaður flóttamannanefndar segir ljóst að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ráði ekki ein við að taka á móti þessum fjölda en er ánægður með undirtektirnar. Um tvö hundruð þúsund manns hafa bæst í hóp þeirra milljón manna sem flúið höfðu Úkraínu í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa farið að fordæmi Evrópusambandsins og virkjað neyðargrein vegna fjöldaflótta í útlendingalögum í gærkvöldi. Slíkar greinar hafa aldrei áður verið virkjaðar hér og í Evrópu. „Þetta eru auðvitað einstakar aðstæður í Evrópu. Það er mikill samhljómur. Síðan voru sömuleiðis að berast skilaboð frá Bandaríkjunum um tilslakanir í þessa veru. Þannig aðviðerum að gera ráð fyrir því ef spár Flóttamannastofnunar ganga eftir getum við séð margar milljónir á flótta,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Stefán Vagn Stefánsson formaður flóttamannanefndar sem hefur umsjón með framkvæmdinni segir að í raun væri búið að opna öll landamæri Evrópuríkja og þar með Íslands fyrir fólki á flótta frá Úkraínu. Stefán Vagn Stefánsson er formaður flóttamannanefndar.Stöð 2/Einar „Þannig að sá hópur sem við eigum von á er algerlega óskilgreindur og við vitum ekki hvað við erum að fara að fá marga. Verkefnið að því leiti er mjög snúið og erfitt í útfærslu og mikilvægt að fá sem flesta að. Við höfum verið að kalla eftir því, og ég geri það hér með, að þau sveitarfélög sem treysta sér til og geta orðið að liði varðandi húsnæði til dæmis gefi sig fram,“ segir Stefán Vagn. Nú þegar hafi viðbrögðin verið góð og hann eigi von á að fleiri gefi sig fram á næstu dögum. Allar landamæra- og lestarstöðvar í ríkjum vestan landamæranna að Úkraínu eru fullar af fólki. Konur og börn sofa á gólfum. Almenningur og hjálparsamtök hafa boðið fram aðstoð sína í næstu nágrannaríkjum og bjóða húsaskjól, fatnað og mat. Þá hafa Þjóðverjar og fleiri ríki hafa afnumið lestarfargjöld frá austur Evrópu til að auðvelda fólki flóttann. Allar lestar í vesturátt eru yfirfullar af flóttafólki. Sjálboðaliðar gáfu flóttamönnum frá Úkraínu föt á Hauptbahnhof í Berlín í dag.Hannibal Hanschke/AP Á brautarpallinum í Berlín stóð ungt par og bauð fram húsnæði. „Við bjóðum húsnæði fyrir tvo fullorðna og allt að þremur börnum, þar til þau finna eitthvað varanlegra.“ Önnur kona sagði „við höfum ekki mikið pláss en við getum tekið við tveimur.“ Núþegar hafa um fjörutíu manns komið hingað til lands. Stefán segir mörg sveitarfélög hafa boðið fram aðstoð. „Eins höfum viðfengið einstaklinga sem hafa boðið okkur íbúðir, félagasamtök mögulega. Þannig að það eru allir aðvilja gerðir. Við finnum fyrir gríðarlegum meðbyr, gríðarlegum samhug í þessu verkefni,“ segir formaður flóttamannanefndar. Huga þurfi að skólavist fyrir börn og ungmenni og alls kyns félagslegri þjónustu. Vonandi bregðist atvinnulífið vel við þeim sem treysti sér til að vinna. „Sú tala sem viðhöfum verið að áætla er einhvers staðar á milli þúsund og tvö þúsund. En hún er sögð algerlega án ábyrgðar. Eins og ég sagði íupphafi, við höfum í raun og veru ekki hugmynd um hvað þetta mun þýða,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Um tvö hundruð þúsund manns hafa bæst í hóp þeirra milljón manna sem flúið höfðu Úkraínu í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa farið að fordæmi Evrópusambandsins og virkjað neyðargrein vegna fjöldaflótta í útlendingalögum í gærkvöldi. Slíkar greinar hafa aldrei áður verið virkjaðar hér og í Evrópu. „Þetta eru auðvitað einstakar aðstæður í Evrópu. Það er mikill samhljómur. Síðan voru sömuleiðis að berast skilaboð frá Bandaríkjunum um tilslakanir í þessa veru. Þannig aðviðerum að gera ráð fyrir því ef spár Flóttamannastofnunar ganga eftir getum við séð margar milljónir á flótta,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Stefán Vagn Stefánsson formaður flóttamannanefndar sem hefur umsjón með framkvæmdinni segir að í raun væri búið að opna öll landamæri Evrópuríkja og þar með Íslands fyrir fólki á flótta frá Úkraínu. Stefán Vagn Stefánsson er formaður flóttamannanefndar.Stöð 2/Einar „Þannig að sá hópur sem við eigum von á er algerlega óskilgreindur og við vitum ekki hvað við erum að fara að fá marga. Verkefnið að því leiti er mjög snúið og erfitt í útfærslu og mikilvægt að fá sem flesta að. Við höfum verið að kalla eftir því, og ég geri það hér með, að þau sveitarfélög sem treysta sér til og geta orðið að liði varðandi húsnæði til dæmis gefi sig fram,“ segir Stefán Vagn. Nú þegar hafi viðbrögðin verið góð og hann eigi von á að fleiri gefi sig fram á næstu dögum. Allar landamæra- og lestarstöðvar í ríkjum vestan landamæranna að Úkraínu eru fullar af fólki. Konur og börn sofa á gólfum. Almenningur og hjálparsamtök hafa boðið fram aðstoð sína í næstu nágrannaríkjum og bjóða húsaskjól, fatnað og mat. Þá hafa Þjóðverjar og fleiri ríki hafa afnumið lestarfargjöld frá austur Evrópu til að auðvelda fólki flóttann. Allar lestar í vesturátt eru yfirfullar af flóttafólki. Sjálboðaliðar gáfu flóttamönnum frá Úkraínu föt á Hauptbahnhof í Berlín í dag.Hannibal Hanschke/AP Á brautarpallinum í Berlín stóð ungt par og bauð fram húsnæði. „Við bjóðum húsnæði fyrir tvo fullorðna og allt að þremur börnum, þar til þau finna eitthvað varanlegra.“ Önnur kona sagði „við höfum ekki mikið pláss en við getum tekið við tveimur.“ Núþegar hafa um fjörutíu manns komið hingað til lands. Stefán segir mörg sveitarfélög hafa boðið fram aðstoð. „Eins höfum viðfengið einstaklinga sem hafa boðið okkur íbúðir, félagasamtök mögulega. Þannig að það eru allir aðvilja gerðir. Við finnum fyrir gríðarlegum meðbyr, gríðarlegum samhug í þessu verkefni,“ segir formaður flóttamannanefndar. Huga þurfi að skólavist fyrir börn og ungmenni og alls kyns félagslegri þjónustu. Vonandi bregðist atvinnulífið vel við þeim sem treysti sér til að vinna. „Sú tala sem viðhöfum verið að áætla er einhvers staðar á milli þúsund og tvö þúsund. En hún er sögð algerlega án ábyrgðar. Eins og ég sagði íupphafi, við höfum í raun og veru ekki hugmynd um hvað þetta mun þýða,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira