Lífið

Legómeistararnir Brynjar og Mikael byggja risastóra eftirlíkingu af flugvél

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Verkefnið er fyrir tilstuðlan Icelandair í tilefni þess að tíu ár eru frá því að áætlunarflug til Billund hófst en Legoland er einmitt staðsett í Billund.
Verkefnið er fyrir tilstuðlan Icelandair í tilefni þess að tíu ár eru frá því að áætlunarflug til Billund hófst en Legoland er einmitt staðsett í Billund.

Tveir ungir legómeistarar vinna nú hörðum höndum að því að klára risastóra eftirlíkingu af Icelandair-flugvél, sem fær að líta dagsins ljós á næstu dögum. Vélin er fjörutíu kíló og hefur verið í smíðum í tæpar sex hundruð klukkustundir. Strákarnir segja verkefnið vissulega hafa tekið á þolinmæðina en eru vonum kátir með afraksturinn.

Legóflugvélin er engin smásmíði en félagarnir Brynjar Karl Birgisson og Mikael Þór Arnarsson hafa hugað að hverju einasta smáatriði. Brynjar er líklega einn þekktasti legósmiður landsins en fyrir sjö árum smíðaði hann stóra eftirlíkingu af Titanic-skipi. Mikael Þór Arnarsson er engu síðri legómeistari en þeir skipta verkefnum bróðurlega á milli sín.

Verkefnið er fyrir tilstuðlan Icelandair í tilefni þess að tíu ár eru frá því að áætlunarflug til Billund hófst. Þá sýnir flugvél strákanna nýja ásýnd Icelandair-véla en áhugasamir munu geta barið vélina augum í Smáralind á næstu dögum, þar sem fólki gefst kostur á að giska hversu margir legókubbarnir eru.

Fréttastofa fékk að kíkja á strákana, eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×