Dregið úr bílaumferð í borgum Spánar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 9. mars 2022 21:00 Miðborg Barcelona. Jorg Greuel/Getty Images Allar borgir Spánar þurfa á næstu mánuðum að ákveða hvar umferð eldri og mengandi bifreiða verður bönnuð í framtíðinni. Þá verður borgaryfirvöldum heimilt að innheimta gjald fyrir bílaumferð í miðborgum. Fyrir tæplega ári voru sett ný umferðarlög þar sem dregið er verulega úr hámarkshraða í öllum stórborgum Spánar. Á öllum helstu götum borga er hámarkshraði nú 30 eða 50 kílómetrar á klukkustund, eftir því hvort þær eru einnar eða tveggja akreina. Fólk í forgang í stað einkabílsins Tilgangur laganna er að fækka dauðaslysum og setja íbúana í forgang í stað einkabílsins. Nú hefur enn verið bætt um betur í þágu gangandi og hjólandi fólks á kostnað einkabílsins. Raquel Sánchez, samgönguráðherra Spánar, segir að lögin gegni margþættu hlutverki, þeim er ætlað að draga úr losun, sporna við hlýnun og bæta loftgæði borga og bæja. En fyrst og fremst eigi lögin þó að setja daglegar þarfir og hreyfanleika íbúa borganna í forgang, sagði Raquel Sáncez. Nýju lögin veita yfirvöldum borga og bæja á Spáni heimild til þess að innheimta gjald af þeim sem vilja vera akandi í miðborginni. Þetta fyrirkomulag er þegar komið á í nokkrum borgum Evrópu, til að mynda í Stokkhólmi, Ósló, Mílanó og Lundúnum. Í fyrravor var enn fremur samþykkt að skikka allar þær 149 borgir á Spáni, með fleiri en 50.000 íbúa, til þess að skilgreina ákveðin miðborgarsvæði sem láglosunarsvæði og þar verður öll umferð bensín- og díselbifreiða sem framleiddar eru fyrir tiltekið ár bönnuð. Einungis tvær borgir á Spáni hafa nú þegar afmarkað þessi láglosunarsvæði, Madrid og Barcelona, en hinar þurfa að hafa gert það fyrir árslok 2023. Á meginlandi Evrópu eru nú þegar meira en 300 afmörkuð svæði þar sem öll umferð eldri bifreiða er bönnuð vegna þess hversu mikið þær menga. Rukkað fyrir akstur í miðborginni Umferðargjaldið sem til stendur að innleiða, gengur í raun skrefinu lengra, það verður lagt á alla bílaumferð á mun stærra svæði og þær tekjur eiga svo að renna til þess að bæta almenningssamgöngur í viðkomandi borg. Íbúar í miðborginni fá yfirleitt verulegan afslátt og hreyfihamlaðir geta ekið þar án þess að greiða fyrir. Í borgum á meginlandinu þar sem komin er reynsla á slíkt gjald hefur bílaumferð minnkað um allt að þriðjung. Spánn Umferð Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Fyrir tæplega ári voru sett ný umferðarlög þar sem dregið er verulega úr hámarkshraða í öllum stórborgum Spánar. Á öllum helstu götum borga er hámarkshraði nú 30 eða 50 kílómetrar á klukkustund, eftir því hvort þær eru einnar eða tveggja akreina. Fólk í forgang í stað einkabílsins Tilgangur laganna er að fækka dauðaslysum og setja íbúana í forgang í stað einkabílsins. Nú hefur enn verið bætt um betur í þágu gangandi og hjólandi fólks á kostnað einkabílsins. Raquel Sánchez, samgönguráðherra Spánar, segir að lögin gegni margþættu hlutverki, þeim er ætlað að draga úr losun, sporna við hlýnun og bæta loftgæði borga og bæja. En fyrst og fremst eigi lögin þó að setja daglegar þarfir og hreyfanleika íbúa borganna í forgang, sagði Raquel Sáncez. Nýju lögin veita yfirvöldum borga og bæja á Spáni heimild til þess að innheimta gjald af þeim sem vilja vera akandi í miðborginni. Þetta fyrirkomulag er þegar komið á í nokkrum borgum Evrópu, til að mynda í Stokkhólmi, Ósló, Mílanó og Lundúnum. Í fyrravor var enn fremur samþykkt að skikka allar þær 149 borgir á Spáni, með fleiri en 50.000 íbúa, til þess að skilgreina ákveðin miðborgarsvæði sem láglosunarsvæði og þar verður öll umferð bensín- og díselbifreiða sem framleiddar eru fyrir tiltekið ár bönnuð. Einungis tvær borgir á Spáni hafa nú þegar afmarkað þessi láglosunarsvæði, Madrid og Barcelona, en hinar þurfa að hafa gert það fyrir árslok 2023. Á meginlandi Evrópu eru nú þegar meira en 300 afmörkuð svæði þar sem öll umferð eldri bifreiða er bönnuð vegna þess hversu mikið þær menga. Rukkað fyrir akstur í miðborginni Umferðargjaldið sem til stendur að innleiða, gengur í raun skrefinu lengra, það verður lagt á alla bílaumferð á mun stærra svæði og þær tekjur eiga svo að renna til þess að bæta almenningssamgöngur í viðkomandi borg. Íbúar í miðborginni fá yfirleitt verulegan afslátt og hreyfihamlaðir geta ekið þar án þess að greiða fyrir. Í borgum á meginlandinu þar sem komin er reynsla á slíkt gjald hefur bílaumferð minnkað um allt að þriðjung.
Spánn Umferð Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira