Þú nærð mér ekki aftur, Dagur Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar 8. mars 2022 09:00 Í áratugi hafa atvinnustjórnmálamenn talið okkur trú um að leikskólamál séu A) ekki vandamál, B) ekki þeirra vandamál eða C) sé vandamál, en verði lagað strax á næsta kjörtímabili. Dagur B. Eggertsson ber hér höfuð og herðar yfir aðra, en botninn tók gjörsamlega úr í nýliðinni viku þegar borgarstjóri til átta ára og borgarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar til tuttugu ára, valdi að keyra á atriði C fyrir þessar kosningar. Reyndar átti það ekki að koma neinum á óvart að hann færi þá leið, enda búinn að reyna bæði A og B. Í Kastljósþætti í nóvember sátu þau Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir fyrir svörum. Mátti þar sjá nýja hlið á borgarstjóra sem venjulega tekst með pólitískum klækjabrögðum að stýra umræðunni sér í hag og koma sér undan erfiðum spurningum. Þegar Hildur bar upp á hann tölur sem hún hafði fengið frá starfsmönnum Reykjavíkurborgar um meðalaldur leikskólabarna við innritun hljóp Dagur fyrst í B með því að segja að þetta væri vandamál víðar en í Reykjavík, áður en hann hljóp svo lóðbeint í A aftur, þegar hann sagði að aldurinn sem Hildur vísaði til væri ekki alveg réttur, og þar með væri málið ekki lengur vandamál. Þessi málflutningur borgarstjóra er aumkunarverður. Fyrir liggur að borgarbúar, ungt fólk sem með réttu ættu að vera að skjóta niður rótum í hverfum borgarinnar og koma börnum sínum fyrir í leikskóla, tónlistarskóla, grunnskóla, eru þess heldur að flýja yfir til nágrannasveitarfélagana. Á meðan á þessum flótta stendur kemst núverandi meirihluti með Dag í fararbroddi upp með að láta eins og hér sé ekkert vandamál. Ég eignaðist mitt annað barn haustið 2018. Ég og maðurinn minn vorum heima með barninu saman í þrjá mánuði og svo ég áfram ein í níu mánuði. Við tók algjört vonleysi hér í borginni. Ekki stakt pláss hjá dagforeldri og leikskólapláss fjarlægur draumur. Þrátt fyrir loforð Dags um að tryggja barninu mínu pláss á leikskóla við 12 mánaða aldur fyrir 4 árum, gátum við gleymt því að fá það loforð efnt. Loforðið fyrir fjórum árum var nefnilega bara valkostur C, rétt eins og loforðið fjórum árum þar áður. Ég og maðurinn minn erum sæmilega stödd. Eigum bíl og íbúð á hentugum stað í borginni. Því gátum við leyft okkur að leita út fyrir hverfið okkar að dagforeldri. Ekkert. Þá leituðum við enn lengra. Ekkert. Að endingu fundum við frábæra konu í Hvömmunum í Hafnarfirði. En fyrir þá áttavilltustu er það í tíma nær Vogum á Vatnsleysuströnd en heimili okkar í 108 Reykjavík. Á hverjum degi eyddum við 80 mínútum í bíl, 20 mínútum hvora leið, fram og til baka, tvisvar á dag. Í bílalausri paradís Dags B. Eggertssonar, vegna vanefnda Dags B. Eggertssonar. Ég er tónlistarkona. Ég sinni minni vinnu á hljóðfæri sem ég er með heima og mig skortir ekki verkefnin. Til þess að sinna þeim þarf ég þó, eins og aðrir, að koma barninu mínu að á leikskóla. Eftir nánast dagleg símtöl við leikskólastjóra í fleiri mánuði, útreikninga í Excel og endalausar spekúlasjónir fundum við loks pláss. Klambrar er ekki í okkar hverfi - en þó, frábær leikskóli, nema þegar hann er lokaður vegna manneklu sem virðist einhverra hluta vegna bíta fastar í leikskóla Reykjavíkur en leikskóla annarra sveitarfélaga. Meira um þann kapítúla síðar. Þegar stytting opnunartíma í leikskólum borgarinnar var til umræðu lét borgin gera úttekt á hvaða áhrif slíkt gæti haft og á hverja. Niðurstaðan var skýr. Aðgerðin myndi bitna meira á konum og mest á konum með minnst milli handanna. Sömu niðurstöðu fengu aðilar sem skoðuðu lokun skóla og leikskóla í Covid. Það var þó ekki að spyrja að því hvaða leið Samfylkingin valdi. Einu sinni var ég reyndar ung móðir með lítið milli handanna sjálf. Sem betur fer bjó ég ekki í Reykjavík þá. Þegar svona er í pottinn búið hjá borginni kemst maður auðvitað ekki hjá því að spyrja hvort ekki sé hægt að gera þá kröfu að borgin bæti þeim ungu foreldrum upp þann kostnað sem vinnutap, tekjumissir og endalausar bílferðir til dagforeldra í nágrannasveitarfélögum veldur. Þá er kannski þægilegra fyrir Dag að þetta fólk, með öll þessi börn, flytji bara eitthvað annað. Sveltistefna meirihlutans í skólakerfinu kemur illa niður á konum og barnafjölskyldum í borginni. Nú er kominn tími til að borin sé ábyrgð. Höfundur gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í áratugi hafa atvinnustjórnmálamenn talið okkur trú um að leikskólamál séu A) ekki vandamál, B) ekki þeirra vandamál eða C) sé vandamál, en verði lagað strax á næsta kjörtímabili. Dagur B. Eggertsson ber hér höfuð og herðar yfir aðra, en botninn tók gjörsamlega úr í nýliðinni viku þegar borgarstjóri til átta ára og borgarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar til tuttugu ára, valdi að keyra á atriði C fyrir þessar kosningar. Reyndar átti það ekki að koma neinum á óvart að hann færi þá leið, enda búinn að reyna bæði A og B. Í Kastljósþætti í nóvember sátu þau Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir fyrir svörum. Mátti þar sjá nýja hlið á borgarstjóra sem venjulega tekst með pólitískum klækjabrögðum að stýra umræðunni sér í hag og koma sér undan erfiðum spurningum. Þegar Hildur bar upp á hann tölur sem hún hafði fengið frá starfsmönnum Reykjavíkurborgar um meðalaldur leikskólabarna við innritun hljóp Dagur fyrst í B með því að segja að þetta væri vandamál víðar en í Reykjavík, áður en hann hljóp svo lóðbeint í A aftur, þegar hann sagði að aldurinn sem Hildur vísaði til væri ekki alveg réttur, og þar með væri málið ekki lengur vandamál. Þessi málflutningur borgarstjóra er aumkunarverður. Fyrir liggur að borgarbúar, ungt fólk sem með réttu ættu að vera að skjóta niður rótum í hverfum borgarinnar og koma börnum sínum fyrir í leikskóla, tónlistarskóla, grunnskóla, eru þess heldur að flýja yfir til nágrannasveitarfélagana. Á meðan á þessum flótta stendur kemst núverandi meirihluti með Dag í fararbroddi upp með að láta eins og hér sé ekkert vandamál. Ég eignaðist mitt annað barn haustið 2018. Ég og maðurinn minn vorum heima með barninu saman í þrjá mánuði og svo ég áfram ein í níu mánuði. Við tók algjört vonleysi hér í borginni. Ekki stakt pláss hjá dagforeldri og leikskólapláss fjarlægur draumur. Þrátt fyrir loforð Dags um að tryggja barninu mínu pláss á leikskóla við 12 mánaða aldur fyrir 4 árum, gátum við gleymt því að fá það loforð efnt. Loforðið fyrir fjórum árum var nefnilega bara valkostur C, rétt eins og loforðið fjórum árum þar áður. Ég og maðurinn minn erum sæmilega stödd. Eigum bíl og íbúð á hentugum stað í borginni. Því gátum við leyft okkur að leita út fyrir hverfið okkar að dagforeldri. Ekkert. Þá leituðum við enn lengra. Ekkert. Að endingu fundum við frábæra konu í Hvömmunum í Hafnarfirði. En fyrir þá áttavilltustu er það í tíma nær Vogum á Vatnsleysuströnd en heimili okkar í 108 Reykjavík. Á hverjum degi eyddum við 80 mínútum í bíl, 20 mínútum hvora leið, fram og til baka, tvisvar á dag. Í bílalausri paradís Dags B. Eggertssonar, vegna vanefnda Dags B. Eggertssonar. Ég er tónlistarkona. Ég sinni minni vinnu á hljóðfæri sem ég er með heima og mig skortir ekki verkefnin. Til þess að sinna þeim þarf ég þó, eins og aðrir, að koma barninu mínu að á leikskóla. Eftir nánast dagleg símtöl við leikskólastjóra í fleiri mánuði, útreikninga í Excel og endalausar spekúlasjónir fundum við loks pláss. Klambrar er ekki í okkar hverfi - en þó, frábær leikskóli, nema þegar hann er lokaður vegna manneklu sem virðist einhverra hluta vegna bíta fastar í leikskóla Reykjavíkur en leikskóla annarra sveitarfélaga. Meira um þann kapítúla síðar. Þegar stytting opnunartíma í leikskólum borgarinnar var til umræðu lét borgin gera úttekt á hvaða áhrif slíkt gæti haft og á hverja. Niðurstaðan var skýr. Aðgerðin myndi bitna meira á konum og mest á konum með minnst milli handanna. Sömu niðurstöðu fengu aðilar sem skoðuðu lokun skóla og leikskóla í Covid. Það var þó ekki að spyrja að því hvaða leið Samfylkingin valdi. Einu sinni var ég reyndar ung móðir með lítið milli handanna sjálf. Sem betur fer bjó ég ekki í Reykjavík þá. Þegar svona er í pottinn búið hjá borginni kemst maður auðvitað ekki hjá því að spyrja hvort ekki sé hægt að gera þá kröfu að borgin bæti þeim ungu foreldrum upp þann kostnað sem vinnutap, tekjumissir og endalausar bílferðir til dagforeldra í nágrannasveitarfélögum veldur. Þá er kannski þægilegra fyrir Dag að þetta fólk, með öll þessi börn, flytji bara eitthvað annað. Sveltistefna meirihlutans í skólakerfinu kemur illa niður á konum og barnafjölskyldum í borginni. Nú er kominn tími til að borin sé ábyrgð. Höfundur gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun