Fótbolti

Orðrómur um að Ronaldo og Messi gætu tekið saman eitt tímabil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það hefðu örugglega margir áhuga á að sjá Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í sama liði.
Það hefðu örugglega margir áhuga á að sjá Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í sama liði. Getty/Harold Cunningham

Cristiano Ronaldo er sagður vera með augun á samningi við franska liðið Paris Saint-Germain takist Manchester United ekki að vinna sér sæti í Meistaradeildinni í vor.

Það myndi þýða að mögulega myndu þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi taka saman eitt tímabil nú þegar styttist óðum í endann á ferli þeirra beggja.

Fótboltasíðan Football Transfers segir frá þessu en það hefur hvorki gengið vel hjá Ronaldo sjálfum né liði United að undanförnu.

Ronaldo er 37 ára gamall og tveimur árum eldri en Messi. Báðir hafa þeir fengið óvenju mikið á gagnrýni á frammistöðu sína í vetur en báðir eru hjá nýju félagi.

Eins og staðan er í dag þá þarf United liðið að rífa sig í gangi ætli liðið að ná Meistaradeildarsætinu á undan Arsenal og Tottenham sem bæði eru að spila vel.

Cristiano Ronaldo er með 15 mörk og 3 stoðsendingar í 31 leik í öllum keppnum á leiktíðinni þar af 6 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni. Lionel Messi er með 7 mörk og 11 stoðsendingar í 24 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni þar af 5 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni.

Svo er það spurningin um það einhver stjóri sé tilbúinn að stilla þeim Ronaldo og Messi saman í byrjunarliðinu nú þegar það hefur hægst á þeim báðum og varnarvinnan langt frá því að vera til fyrirmyndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×