Sveinn fékk ekki símtal frá sendiherra Rússlands á Íslandi Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. mars 2022 14:09 Sveinn Rúnar í viðtali við Björgu Magnúsdóttur á Söngvakeppni sjónvarpsins á RÚV á laugardagskvöldið. RÚV Læknirinn og lagahöfundurinn Sveinn Rúnar Sigurðsson fékk ekki símtal frá froðufellandi starfsmanni rússneska sendiráðsins eins og hann lýsti í Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli og ratað í fréttir. Sveinn segir í samtali við fréttastofu að færsla hans sé haugalygi, einskonar gjörningur sem skilja megi sem ádeilu á þá brengluðu upplýsingagjöf sem frá Rússum komi varðandi stríðið í Úkraínu. Sendi sendiherra Rússa tóninn Eiginkona Sveins Rúnars er frá Úkraínu og fjölskyldan tók á móti flóttafólki frá Úkraínu í síðustu viku, ættingjum Maríu Vygovsku, eiginkonu Sveins Rúnars. Tveimur konum og þremur börnum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur þannig snert hann persónulega. Svinn Rúnar, Maria Vygovska eiginkona hans og Olga Vygovska, mágkona Maríu fyrir miðju þegar fjölskyldan tók á móti ættingjum sínum á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku.Vísir/Einar Sveinn var ómyrkur í máli í viðtali á Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Þar var Sveinn Rúnar í sjónvarpssal, klæddur í peysu til stuðnings Úkraínu, en hann er annar höfunda lagsins Hækkum í botn. Sveinn var klæddur í hvíta peysu með úkraínskum fána á og skilaboðunum Fuck Putin. Þar sagðist hann vera með skilaboð til Vladimír Pútíns Rússlandsforseta. „Jú, en með vor í hjarta því sumartískan er komin í hús og verður bráðum fáanleg á Fokkputin.is. Þetta eru falleg snjallföt sem minna góða Rússa á Íslandi á að taka upp símann reglulega, hringja í ættingja sína og vini heima fyrir. Ræða og fræða,“ sagði Sveinn Rúnar í viðtali við Björgu Magnúsdóttur. Þá sendi hann sendiherra Rússa á Íslandi tóninn, sagði honum að drulla sér til heimalandsins. Falsfréttir og stríðsrekstur Uppskar Sveinn Rúnar mikið lófaklapp hjá áhorfendum í sal. Hann tjáði sig svo í hæðnistón á Facebook í morgun og túlkuðu einhverjir sem svo að Sveinn Rúnar hefði fengið símtal frá sendiherra Rússlands. Einstaka fjölmiðlar slógu því upp að Sveinn Rúnar hefði fengið símtal frá sendiherranum. Sveinn staðfestir við Vísi að svo sé ekki. Um háð hafi verið að ræða. En háð er vandmeðfarið vopn eins og þetta dæmi sannar; fjölmargir hafa tekið orðum hans bókstaflega þrátt fyrir fyrirvara sem slegnir eru og misskilningurinn lætur ekki að sér hæða: „Froðufellandi starfsmaður rússneska sendiráðsins hafði samband og kvartaði undan því að ég hafi sagt sendiherra sínum að fara til fjandans í sjónvarpi... Það hef ég aldrei gert. Ég hef aldrei komið fram í sjónvarpi. Myndir af mér í klæðnaðinum á myndinni eru falsaðar og hugmyndir sendiráðsins um það hvað stendur á bakvið fána Úkraínu eru byggðar á tómum getgátum,“ sagði Sveinn Rúnar í færslu sinni sem sjá má í heild hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Sveinn segir í samtali við fréttastofu að færsla hans sé haugalygi, einskonar gjörningur sem skilja megi sem ádeilu á þá brengluðu upplýsingagjöf sem frá Rússum komi varðandi stríðið í Úkraínu. Sendi sendiherra Rússa tóninn Eiginkona Sveins Rúnars er frá Úkraínu og fjölskyldan tók á móti flóttafólki frá Úkraínu í síðustu viku, ættingjum Maríu Vygovsku, eiginkonu Sveins Rúnars. Tveimur konum og þremur börnum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur þannig snert hann persónulega. Svinn Rúnar, Maria Vygovska eiginkona hans og Olga Vygovska, mágkona Maríu fyrir miðju þegar fjölskyldan tók á móti ættingjum sínum á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku.Vísir/Einar Sveinn var ómyrkur í máli í viðtali á Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Þar var Sveinn Rúnar í sjónvarpssal, klæddur í peysu til stuðnings Úkraínu, en hann er annar höfunda lagsins Hækkum í botn. Sveinn var klæddur í hvíta peysu með úkraínskum fána á og skilaboðunum Fuck Putin. Þar sagðist hann vera með skilaboð til Vladimír Pútíns Rússlandsforseta. „Jú, en með vor í hjarta því sumartískan er komin í hús og verður bráðum fáanleg á Fokkputin.is. Þetta eru falleg snjallföt sem minna góða Rússa á Íslandi á að taka upp símann reglulega, hringja í ættingja sína og vini heima fyrir. Ræða og fræða,“ sagði Sveinn Rúnar í viðtali við Björgu Magnúsdóttur. Þá sendi hann sendiherra Rússa á Íslandi tóninn, sagði honum að drulla sér til heimalandsins. Falsfréttir og stríðsrekstur Uppskar Sveinn Rúnar mikið lófaklapp hjá áhorfendum í sal. Hann tjáði sig svo í hæðnistón á Facebook í morgun og túlkuðu einhverjir sem svo að Sveinn Rúnar hefði fengið símtal frá sendiherra Rússlands. Einstaka fjölmiðlar slógu því upp að Sveinn Rúnar hefði fengið símtal frá sendiherranum. Sveinn staðfestir við Vísi að svo sé ekki. Um háð hafi verið að ræða. En háð er vandmeðfarið vopn eins og þetta dæmi sannar; fjölmargir hafa tekið orðum hans bókstaflega þrátt fyrir fyrirvara sem slegnir eru og misskilningurinn lætur ekki að sér hæða: „Froðufellandi starfsmaður rússneska sendiráðsins hafði samband og kvartaði undan því að ég hafi sagt sendiherra sínum að fara til fjandans í sjónvarpi... Það hef ég aldrei gert. Ég hef aldrei komið fram í sjónvarpi. Myndir af mér í klæðnaðinum á myndinni eru falsaðar og hugmyndir sendiráðsins um það hvað stendur á bakvið fána Úkraínu eru byggðar á tómum getgátum,“ sagði Sveinn Rúnar í færslu sinni sem sjá má í heild hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira