„Ég vissi allan tímann að við ættum séns“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. mars 2022 21:00 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur Hulda Margrét Þorleifur Ólafsson, Lalli, þjálfari Grindavíkur var kampakátur í leikslok í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem hans konur lönduðu miklum baráttusigri gegn Njarðvík. Í viðtali fyrir leik var hann spurður hvort liðið ætti einhvern séns í þetta Njarðvíkurlið, og því ekki hægt að spyrja að öðru eftir leik en hvort hann hefði farið með þessa fullyrðingu inn í klefa til að kynda aðeins í sínum leikmönnum. „Alls ekki. Ég vissi allan tímann að við ættum séns. Við sýndum það bara og sönnuðum með virkilega góðum leik og náðum að vinna þær.“ Lalla hefur verið tíðrætt um það í viðtölum í vetur að liðið hans mæti með góða baráttu í upphafi leikja sem fjari svo gjarnan undan. Því var ekki fyrir að fara í kvöld þar sem Grindavík sýndi í raun ótrúlega baráttu og sigurvilja í 40 mínútur. „Mínar konur sýndu virkilega mikinn karakter í kvöld og héldu alltaf áfram. Við vorum t.d. í byrjun seinni hálfleiks að búa til mikið af opnum skotum sem við vorum ekki að hitta úr, meðan Njarðvík eru að setja skot undir lok skotklukkunnar og allt meira og minna ofan í. Við lendum 10 stigum undir en héldum áfram og komum til baka og ég er bara virkilega ánægður með þetta. Sérstaklega með íslensku stelpurnar, þær voru frábærar í kvöld.“ Stigin voru að dreifast vel hjá Grindavík í kvöld og vakti það athygli í blaðamannastúkunni undir lok leiks að Grindvíkingar fóru að spila töluvert af Robbi Ryan, sem skapaði ákveðin glundroða í vörn Njarðvíkur sem höfðu lagt mikið kapp á að stoppa hana. Lalli sagði það meðvitaða ákvörðun hjá þjálfarateyminu að færa Ryan meira frá boltanum eftir því sem leið á leikinn. „Já, það var pínu meðvitað. Ég bað Heklu um að taka boltann upp og setja upp kerfi í kringum Theu þannig að Robbi var „off ball“, þá verður erfiðara fyrir þær að vera að hjálpa af „drævunum“ og það verður auðveldara að klára sniðskotin undir körfunni.“ Staða Grindavíkur í deildinni er í raun ráðin á þessum tímapunkti þó það séu nokkrir leikir eftir, það er þó jákvætt fyrir sjálfstraustið að ná í sigur á erfiðum útivelli í Njarðvík „Já klárlega. Planið var að festa okkur í sessi í deildinni og við erum klárlega löngu búin að ná því. Við erum að spila betur og viljum gera betur, verða betri og byggja á því fyrir næsta tímabil,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sjá meira
Í viðtali fyrir leik var hann spurður hvort liðið ætti einhvern séns í þetta Njarðvíkurlið, og því ekki hægt að spyrja að öðru eftir leik en hvort hann hefði farið með þessa fullyrðingu inn í klefa til að kynda aðeins í sínum leikmönnum. „Alls ekki. Ég vissi allan tímann að við ættum séns. Við sýndum það bara og sönnuðum með virkilega góðum leik og náðum að vinna þær.“ Lalla hefur verið tíðrætt um það í viðtölum í vetur að liðið hans mæti með góða baráttu í upphafi leikja sem fjari svo gjarnan undan. Því var ekki fyrir að fara í kvöld þar sem Grindavík sýndi í raun ótrúlega baráttu og sigurvilja í 40 mínútur. „Mínar konur sýndu virkilega mikinn karakter í kvöld og héldu alltaf áfram. Við vorum t.d. í byrjun seinni hálfleiks að búa til mikið af opnum skotum sem við vorum ekki að hitta úr, meðan Njarðvík eru að setja skot undir lok skotklukkunnar og allt meira og minna ofan í. Við lendum 10 stigum undir en héldum áfram og komum til baka og ég er bara virkilega ánægður með þetta. Sérstaklega með íslensku stelpurnar, þær voru frábærar í kvöld.“ Stigin voru að dreifast vel hjá Grindavík í kvöld og vakti það athygli í blaðamannastúkunni undir lok leiks að Grindvíkingar fóru að spila töluvert af Robbi Ryan, sem skapaði ákveðin glundroða í vörn Njarðvíkur sem höfðu lagt mikið kapp á að stoppa hana. Lalli sagði það meðvitaða ákvörðun hjá þjálfarateyminu að færa Ryan meira frá boltanum eftir því sem leið á leikinn. „Já, það var pínu meðvitað. Ég bað Heklu um að taka boltann upp og setja upp kerfi í kringum Theu þannig að Robbi var „off ball“, þá verður erfiðara fyrir þær að vera að hjálpa af „drævunum“ og það verður auðveldara að klára sniðskotin undir körfunni.“ Staða Grindavíkur í deildinni er í raun ráðin á þessum tímapunkti þó það séu nokkrir leikir eftir, það er þó jákvætt fyrir sjálfstraustið að ná í sigur á erfiðum útivelli í Njarðvík „Já klárlega. Planið var að festa okkur í sessi í deildinni og við erum klárlega löngu búin að ná því. Við erum að spila betur og viljum gera betur, verða betri og byggja á því fyrir næsta tímabil,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sjá meira