Falsspámenn frelsisins Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 11. mars 2022 07:30 Sumir þingmenn eru stórorðir um aukið frelsi. Frelsi til athafna og verslunar, líka með áfengi og lausasölulyf, frelsi til að velja sér nafn án afskipta ríkisins, frelsi til að keppa í hættulegum íþróttum. Frelsi einstaklingsins til að athafna sig svo lengi sem hann skaðar ekki aðra. Þetta eru mikilvæg mál. Í samfélagi frjálsra og jafnsettra einstaklinga er eðlilegt að frelsið komi fyrst og að undantekningar frá því þurfi að rökstyðja sérstaklega. Að frelsi til athafna sé almennt og að þörfin á lögbundnum takmörkunum sé eingöngu skoðuð ef líklegt er að tilteknar athafnir valdi öðrum skaða – og að bann gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að draga úr hættunni. Andstæðan er hugmyndafræði sem gengur út á að einstaklingum sé ekki treystandi. Að athafnir séu bannaðar af yfirvaldi þar til sýnt hefur verið sérstaklega fram á skaðleysi þeirra. Þessi nálgun, að bann sé meginregla, nefnist einu nafni forsjárhyggja. Hún gengur gegn grunnhugmyndinni um að við séum sjálf best til þess fallin að taka ákvarðanir um okkar eigið líf og hagsmuni. Þótt sömu ræður um mikilvægi einstaklingsfrelsis séu fluttar ár eftir ár breytist ekkert. Framtaksleysið er algjört. Við bönnum enn fólki að kaupa áfengi í heil tvö ár eftir að það verður lögráða. Við bönnum foreldrum að velja börnum sínum önnur nöfn en þau sem má finna í sérstakri skrá ríkisins. Við bönnum hnefaleika í atvinnuskyni þótt þar mætist tveir einstaklingar af fúsum og frjálsum vilja, í íþrótt sem keppt er í um allan heim. Við bönnum sölu verkjalyfja í verslunum. Við leggjum refsingu við neyslu fíkniefna sem ætti með réttu að vera heilbrigðismál. Þessi upptalning er hvergi nærri tæmandi. Frelsisboðskapurinn hefur gjarnan verið boðaður af þingmönnum stjórnmálaflokksins sem hefur setið einna lengst við völd. Flokks sem felldi breytingar á mannanafnalögum með stórum meirihluta, felldi breytingu um aukið frelsi í lyfjasölu og mótmælti harðlega auknu frelsi á leigubílamarkaði. Svo grunnt er á frelsinu að formaður umrædds flokks gat ekki einu sinni greitt atkvæði með auknu frelsi kvenna í þungunarrofsmálum. Afleiðingin er sú að frelsi allra Íslendinga til athafna og einkalífs er fótum troðið. Frelsi er fé betra, segir í gömlum málshætti. Ætli atkvæðum frelsisþenkjandi fólks sé ekki líka betur varið til annarra en þeirra sem tala fyrir frelsi á tyllidögum en standa vörð um forsjárhyggjuna þess á milli. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Viðreisn Alþingi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Sumir þingmenn eru stórorðir um aukið frelsi. Frelsi til athafna og verslunar, líka með áfengi og lausasölulyf, frelsi til að velja sér nafn án afskipta ríkisins, frelsi til að keppa í hættulegum íþróttum. Frelsi einstaklingsins til að athafna sig svo lengi sem hann skaðar ekki aðra. Þetta eru mikilvæg mál. Í samfélagi frjálsra og jafnsettra einstaklinga er eðlilegt að frelsið komi fyrst og að undantekningar frá því þurfi að rökstyðja sérstaklega. Að frelsi til athafna sé almennt og að þörfin á lögbundnum takmörkunum sé eingöngu skoðuð ef líklegt er að tilteknar athafnir valdi öðrum skaða – og að bann gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að draga úr hættunni. Andstæðan er hugmyndafræði sem gengur út á að einstaklingum sé ekki treystandi. Að athafnir séu bannaðar af yfirvaldi þar til sýnt hefur verið sérstaklega fram á skaðleysi þeirra. Þessi nálgun, að bann sé meginregla, nefnist einu nafni forsjárhyggja. Hún gengur gegn grunnhugmyndinni um að við séum sjálf best til þess fallin að taka ákvarðanir um okkar eigið líf og hagsmuni. Þótt sömu ræður um mikilvægi einstaklingsfrelsis séu fluttar ár eftir ár breytist ekkert. Framtaksleysið er algjört. Við bönnum enn fólki að kaupa áfengi í heil tvö ár eftir að það verður lögráða. Við bönnum foreldrum að velja börnum sínum önnur nöfn en þau sem má finna í sérstakri skrá ríkisins. Við bönnum hnefaleika í atvinnuskyni þótt þar mætist tveir einstaklingar af fúsum og frjálsum vilja, í íþrótt sem keppt er í um allan heim. Við bönnum sölu verkjalyfja í verslunum. Við leggjum refsingu við neyslu fíkniefna sem ætti með réttu að vera heilbrigðismál. Þessi upptalning er hvergi nærri tæmandi. Frelsisboðskapurinn hefur gjarnan verið boðaður af þingmönnum stjórnmálaflokksins sem hefur setið einna lengst við völd. Flokks sem felldi breytingar á mannanafnalögum með stórum meirihluta, felldi breytingu um aukið frelsi í lyfjasölu og mótmælti harðlega auknu frelsi á leigubílamarkaði. Svo grunnt er á frelsinu að formaður umrædds flokks gat ekki einu sinni greitt atkvæði með auknu frelsi kvenna í þungunarrofsmálum. Afleiðingin er sú að frelsi allra Íslendinga til athafna og einkalífs er fótum troðið. Frelsi er fé betra, segir í gömlum málshætti. Ætli atkvæðum frelsisþenkjandi fólks sé ekki líka betur varið til annarra en þeirra sem tala fyrir frelsi á tyllidögum en standa vörð um forsjárhyggjuna þess á milli. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun