Fótbolti

Kol­beinn Birgir á­fram í her­búðum Dort­mund

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kolbeinn Birgir Finnsson í leik með Borussia Dortmund II.
Kolbeinn Birgir Finnsson í leik með Borussia Dortmund II. Mareen Meyer/Borussia Dortmund

Kolbeinn Birgir Finnsson hefur framlengt samning sinn hjá þýska knattspyrnuliðinu Borussia Dortmund II um eitt ár. Liðið leikur í þriðju efstu deild þar í landi.

Samningur Kolbeins Birgis við félagið átti að renna út nú í sumar en samningurinn hefur verið framlengdur um eitt ár. Félagið greindi frá þessu fyrr í dag.

Hinn 22 ára gamli Kolbeinn Birgir hefur spilað sem bakvörður eða vængbakvörður undanfarin misseri eftir að hafa verið aðallega á miðjunni á sínum yngri árum. 

Hann er uppalinn hjá Fylki í Árbænum en þaðan fór hann til Brentford á Englandi og svo Borussia Dortmund sem situr um þessar mundir í 10. sæti C-deildar Þýskalands með 42 stig eftir 29 leiki.

Kolbeinn Birgir er frá keppni þessa stundina eftir að hafa farið í aðgerð á liðþófa fyrr á þessu ári. Hann á að baki 2 A-landsleiki og 44 leiki fyrir yngri landslið Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×