Þórhildur hefur ekki spilað síðan árið 2018 en hún lék fyrst með ÍBV árið 2005. Alls hefur hún leikið 144 leiki fyrir félagið ásamt því að hafa spilað með Þór/KA og Fylki á sínum ferli.
Kristín Erna hefur leikið töluvert fleiri leiki en hún hefur alls spilað 232 leiki fyrir ÍBV. Þá hefur hún spilað fyrir Fylki, KR, Víking og Trani á Ítalíu.
„Þórhildur leikur á miðjunni en Kristín er sóknarmaður og hafa þær báðar leikið frábærlega í Lengjubikarnum það sem af er. ÍBV gerir miklar væntingar til leikmannanna og koma þær til með að styrkja leikmannahópinn verulega,“ segir á vef ÍBV Sport um nýjustu viðbótina við leikmannahóp Eyjakvenna.
ÍBV endaði í 7. sæti með 22 stig í 18 leikjum síðasta sumar.