Troðfullt vöruhús af varningi á leið til Úkraínu Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 11. mars 2022 20:30 Hulda Bjarnadóttir er forseti Golfsambands Íslands, sem hefur tekið þátt í söfnun fyrir Úkraínu. Stöð 2 Félag Úkraínumanna á Íslandi stendur nú fyrir söfnun fatnaðar og annarra nauðsynja sem senda á út til þeirra svæða í Úkraínu sem verst hafa orðið úti vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Með hjálp ýmissa aðila hefur tekist að troðfylla heilt vöruhús af varningi. Félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar hér á landi hafa safnað tugum milljóna króna síðustu daga til styrktar stríðshrjáðum Úkraínumönnum. Þá er nú heilt vöruhús í Holtagörðum að fyllast af fatnaði og sjúkratækjum. Meðal samtaka sem taka þátt í söfnuninni er Golfsamband Íslands en því barst nýverið neyðarkall frá Golfsambandi Úkraínu. Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, segir því sem safnast hefur munu verða sent til stríðshrjáðra svæða í Úkraínu. „Það er búið að redda dreifingu frá landamærum, þannig að nú leggjum við kapp á að koma þessu að landamærum þar sem okkar fólk tekur við og dreifir inn á átakasvæðin,“ segir hún. Áhersla hefur verið á að safna fatnaði en þó hefur ýmsu öðru einnig verið safnað. „Við fókuserum mjög mikið á útivistarföt, hleðslubanka, stóra skó, bara í þennan fótgönguhernað í raun og veru. En svo ekki síður hjálpartæki, allt sem við kemur að hjálpa fólki í neyð,“ segir Hulda. Meirihluti þess sem safnað verður mun fara beint til Úkraínu en hluti verður þó nýtast þeim flóttamönnum sem þegar eru komnir yfir landamærin til Póllands, að sögn Huldu. Sem áður segir hefur gríðarlegu magni varnings verið safnað, en til að setja magnið í samhengi má benda á að heil þota, sem tekur tvö hundruð manns í sæti, verður fyllt af varningi og flogið til Úkraínu. „Þetta er svo mikið magn að við ætlum að klára þetta á mánudag, við þurftum að seinka aðeins og erum að pakka alveg niður í smáatriði. Hér hafa Skátarnir mætt, það tóku allir svo vel í þetta strax. Reitir bara sögðu við eigum laust húsnæði, Jónar (Transport) eru að hjálpa okkur og Skátarnir ætla að starfa hérna í dag og á morgun,“ segir Hulda. Innrás Rússa í Úkraínu Hjálparstarf Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar hér á landi hafa safnað tugum milljóna króna síðustu daga til styrktar stríðshrjáðum Úkraínumönnum. Þá er nú heilt vöruhús í Holtagörðum að fyllast af fatnaði og sjúkratækjum. Meðal samtaka sem taka þátt í söfnuninni er Golfsamband Íslands en því barst nýverið neyðarkall frá Golfsambandi Úkraínu. Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, segir því sem safnast hefur munu verða sent til stríðshrjáðra svæða í Úkraínu. „Það er búið að redda dreifingu frá landamærum, þannig að nú leggjum við kapp á að koma þessu að landamærum þar sem okkar fólk tekur við og dreifir inn á átakasvæðin,“ segir hún. Áhersla hefur verið á að safna fatnaði en þó hefur ýmsu öðru einnig verið safnað. „Við fókuserum mjög mikið á útivistarföt, hleðslubanka, stóra skó, bara í þennan fótgönguhernað í raun og veru. En svo ekki síður hjálpartæki, allt sem við kemur að hjálpa fólki í neyð,“ segir Hulda. Meirihluti þess sem safnað verður mun fara beint til Úkraínu en hluti verður þó nýtast þeim flóttamönnum sem þegar eru komnir yfir landamærin til Póllands, að sögn Huldu. Sem áður segir hefur gríðarlegu magni varnings verið safnað, en til að setja magnið í samhengi má benda á að heil þota, sem tekur tvö hundruð manns í sæti, verður fyllt af varningi og flogið til Úkraínu. „Þetta er svo mikið magn að við ætlum að klára þetta á mánudag, við þurftum að seinka aðeins og erum að pakka alveg niður í smáatriði. Hér hafa Skátarnir mætt, það tóku allir svo vel í þetta strax. Reitir bara sögðu við eigum laust húsnæði, Jónar (Transport) eru að hjálpa okkur og Skátarnir ætla að starfa hérna í dag og á morgun,“ segir Hulda.
Innrás Rússa í Úkraínu Hjálparstarf Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira