Smástirni sprakk norður af Íslandi Árni Sæberg skrifar 12. mars 2022 10:43 Stjörnu-Sævar ásamt smástirni, þó ekki því sem sprakk í gærkvöldi. Vísir/Baldur/Getty Smástirni sprakk með krafti um þrjú þúsund tonna af dínamíti norðan Íslands í gærkvöldi. Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, greindi frá atburðinum á Facebook í morgun. Hann segir smástirnið hafa sprungið yfir hafi norðan Íslands um klukkan 21:23 í gærkvöldi. Í samtali við Vísi segir hann að erfitt sé að segja til um úr hverju smástirnið var en það hafi líklega verið úr venjulegu grjóti, svipuðu því sem finna má víða hér á landi. Hann segir stirnið ekki hafa verið stórt, um þrír til fjórir metrar að þvermáli eða svipað og venjulegur fólksbíll. Það hafi þó vegið ansi mikið enda var sprengingin gríðarmikil, til að líkja eftir henni þyrfti um tvö til þrjú þúsund tonn af dínamíti. Einungis fimmta skipti sem feigu smástirni er veitt heiti Athygli vekur að smástirnið fannst skömmu áður en það rakst á jörðina og var gefið skrárheitið 2022 EB5. Aðeins fjórum sinnum áður hefur smástirni verið uppgötvað áður en það skellur á jörðinni þrátt fyrir að það gerist um það bil vikulega. Árið 2008 uppgötvaðist smástirni fyrst skömmu áður en það skall á jörðinni en síðan þá hafa mennirnir vaktað himininn betur og fjögur bæst í hópinn. Smástirnið sem uppgötvaðist 2008 tilheyrir einmitt sama smástirnahópi og það sem sprakk í gærkvöldi. Smástirni úr hópi Apollo-jarðnándarsmástirnar skera reglulega braut jarðarinnar en þau eru svo lítil að engin hætta stafar af þeim, að sögn Sævars. Hefði ekki farið fram hjá nokkrum manni Sem áður segir sprakk smástirnið yfir hafi norður af Íslandi svo ólíklegt er að nokkur maður hafi séð það springa. Sævari hafa þó borist nokkur skilaboð frá fólki á Norðurlandi sem kveðst hafa orðið vart við einhvers konar blossa í gærkvöldi. Sævar Helgi segir það hefði verið mikið sjónarspil hefði smástirnið sprungið örlítið sunnar yfir Íslandi. Smástirnið hefði lýst upp næturhimininn, töluvert skærar en tunglið, og nokkrum mínútum eftir sprenginguna hefðu heyrst miklar drunur. Þá hefðu brot úr stirninu sáldrast yfir landið, án nokkurrar hættu þó. Hvað eru eiginlega smástirni? Smástirni eru litlir hnettir eða hnullungar úr bergi og/eða málmum á braut um sólina, að því er segir á Stjörnufræðivefnum, sem Sævar Helgi ritstýrir. Þau geta verið allt frá einum metra upp í tæplega eitt þúsund kílómetra að stærð og eru þar af leiðandi ekki nægilega stór til að teljast reikistjörnur. Stærsta smástirnið, Ceres, er þó einnig skráð sem dvergreikistjarna. Fréttin hefur verið uppfærð en upphaflega stóð að smástirnið hefði sprungið klukkan 22:25. Geimurinn Norðurþing Akureyri Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, greindi frá atburðinum á Facebook í morgun. Hann segir smástirnið hafa sprungið yfir hafi norðan Íslands um klukkan 21:23 í gærkvöldi. Í samtali við Vísi segir hann að erfitt sé að segja til um úr hverju smástirnið var en það hafi líklega verið úr venjulegu grjóti, svipuðu því sem finna má víða hér á landi. Hann segir stirnið ekki hafa verið stórt, um þrír til fjórir metrar að þvermáli eða svipað og venjulegur fólksbíll. Það hafi þó vegið ansi mikið enda var sprengingin gríðarmikil, til að líkja eftir henni þyrfti um tvö til þrjú þúsund tonn af dínamíti. Einungis fimmta skipti sem feigu smástirni er veitt heiti Athygli vekur að smástirnið fannst skömmu áður en það rakst á jörðina og var gefið skrárheitið 2022 EB5. Aðeins fjórum sinnum áður hefur smástirni verið uppgötvað áður en það skellur á jörðinni þrátt fyrir að það gerist um það bil vikulega. Árið 2008 uppgötvaðist smástirni fyrst skömmu áður en það skall á jörðinni en síðan þá hafa mennirnir vaktað himininn betur og fjögur bæst í hópinn. Smástirnið sem uppgötvaðist 2008 tilheyrir einmitt sama smástirnahópi og það sem sprakk í gærkvöldi. Smástirni úr hópi Apollo-jarðnándarsmástirnar skera reglulega braut jarðarinnar en þau eru svo lítil að engin hætta stafar af þeim, að sögn Sævars. Hefði ekki farið fram hjá nokkrum manni Sem áður segir sprakk smástirnið yfir hafi norður af Íslandi svo ólíklegt er að nokkur maður hafi séð það springa. Sævari hafa þó borist nokkur skilaboð frá fólki á Norðurlandi sem kveðst hafa orðið vart við einhvers konar blossa í gærkvöldi. Sævar Helgi segir það hefði verið mikið sjónarspil hefði smástirnið sprungið örlítið sunnar yfir Íslandi. Smástirnið hefði lýst upp næturhimininn, töluvert skærar en tunglið, og nokkrum mínútum eftir sprenginguna hefðu heyrst miklar drunur. Þá hefðu brot úr stirninu sáldrast yfir landið, án nokkurrar hættu þó. Hvað eru eiginlega smástirni? Smástirni eru litlir hnettir eða hnullungar úr bergi og/eða málmum á braut um sólina, að því er segir á Stjörnufræðivefnum, sem Sævar Helgi ritstýrir. Þau geta verið allt frá einum metra upp í tæplega eitt þúsund kílómetra að stærð og eru þar af leiðandi ekki nægilega stór til að teljast reikistjörnur. Stærsta smástirnið, Ceres, er þó einnig skráð sem dvergreikistjarna. Fréttin hefur verið uppfærð en upphaflega stóð að smástirnið hefði sprungið klukkan 22:25.
Geimurinn Norðurþing Akureyri Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira