Forsætisráðherra óttast að stríðið dragist á langinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. mars 2022 12:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem óttast að stríðið í Úkraínu eigi eftir að dragast á langinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra segir að að þjóðin eigi að halda áfram að fylgjast með fréttum af stríðinu í Úkraínu, þó það reyni mikið á og geti verið erfitt, ekki síst fyrir börn og ungmenni. Hún óttast að stríðið eigi eftir að dragast á langinn. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er algjörlega miður sín eins og heimsbyggðin öll vegna stríðsins, sem geisar nú á milli Rússlands og Úkraínu. „Þetta er auðvitað bara skelfilegt ástand, skelfilegt að fylgjast með fréttum á hverjum degi frá Úkraínu. Það er alveg ótrúlegt að sjá hvernig stríðsátökin setja bara allt á hvolf í tilveru venjulegs fólks. Og það er bara þar sem okkar hugur er og það er ótrúlega gott að finna þann velvilja sem við skynjum, bæði frá almenningi á Íslandi, sveitarfélögum og félagasamtökum í því að gera það sem við getum gert,“ segir Katrín. En hvað segir Katrín, eigum við að hætta að fylgjast með fréttum af stríðinu í ljósi þess hvað það er hræðilegt, ekki síst börn og ungmenni eða hvað? „Það er mikilvægt að fylgjast með fréttum en við verðum líka að tala saman um þetta og ekki síst fullorðnir og börn, tala saman þannig að við varðveitum okkar mennsku í gegnum svona atburði, það er bara það sem skiptir máli.“ Katrín segir mikilvægt að fylgjast áfram með fréttum af stríðinu en fullorðnir og börn þurfi að tala saman þannig að við varðveitum okkar mennsku í gegnum svona atburði.Aðsend Hvernig getur þetta stríð endað? „Það er náttúrulega algjört lífsspursmál um að einhver friðsamleg lausn finnist en því miður er menn ekki bjartsýnir á það. Við skulum sjá hvað gerist en ég óttast að við eigum eftir að sjá þetta dragast á langinn,“ sagði forsætisráðherra. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er algjörlega miður sín eins og heimsbyggðin öll vegna stríðsins, sem geisar nú á milli Rússlands og Úkraínu. „Þetta er auðvitað bara skelfilegt ástand, skelfilegt að fylgjast með fréttum á hverjum degi frá Úkraínu. Það er alveg ótrúlegt að sjá hvernig stríðsátökin setja bara allt á hvolf í tilveru venjulegs fólks. Og það er bara þar sem okkar hugur er og það er ótrúlega gott að finna þann velvilja sem við skynjum, bæði frá almenningi á Íslandi, sveitarfélögum og félagasamtökum í því að gera það sem við getum gert,“ segir Katrín. En hvað segir Katrín, eigum við að hætta að fylgjast með fréttum af stríðinu í ljósi þess hvað það er hræðilegt, ekki síst börn og ungmenni eða hvað? „Það er mikilvægt að fylgjast með fréttum en við verðum líka að tala saman um þetta og ekki síst fullorðnir og börn, tala saman þannig að við varðveitum okkar mennsku í gegnum svona atburði, það er bara það sem skiptir máli.“ Katrín segir mikilvægt að fylgjast áfram með fréttum af stríðinu en fullorðnir og börn þurfi að tala saman þannig að við varðveitum okkar mennsku í gegnum svona atburði.Aðsend Hvernig getur þetta stríð endað? „Það er náttúrulega algjört lífsspursmál um að einhver friðsamleg lausn finnist en því miður er menn ekki bjartsýnir á það. Við skulum sjá hvað gerist en ég óttast að við eigum eftir að sjá þetta dragast á langinn,“ sagði forsætisráðherra.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira