Borgarlínan Bryndís Friðriksdóttir skrifar 15. mars 2022 09:01 Borgarlínan gengur út á að gera almenningssamgöngur að þægilegum og aðgengilegum ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu. Með Borgarlínu verða ferðir vagna tíðar og áreiðanlegar þar sem sérrými fyrir vagna Borgarlínu tryggja að þeir munu geta komist á milli staða á annatíma án áhrifa umferðarþunga á öðrum akreinum. Borgarlínan mun ásamt Strætó mynda heilstætt net almenningssamgangna. Strætó vinnur nú að breytingu á leiðarneti með tilkomu Borgarlínu, Þar er gert ráð fyrir 7 stofnleiðum og 11 almennum leiðum Strætó. Stofnleiðir breytast í Borgarlínuleiðir eftir því sérrými Borgarlínu byggist upp. Almennar leiðir Strætó munu þjóna hverfum sem verða ekki í göngufæri við Borgarlínu. Stofnleiðirnar mynda burðarásinn í leiðanetinu með því að aka um þéttbyggð svæði og tengja saman mismunandi hverfi höfuðborgarsvæðisins með tíðum ferðum frá morgni til kvölds. Almenningssamgöngur verða því raunhæfur og þægilegur valkostur fyrir fleiri íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Göturýmið Á leiðum Borgarlínu þarf að endurhanna göturýmið og verður lögð áhersla á greið sérrými fyrir vagnanna og öruggar leiðir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Einnig verður lögð áhersla á að stöðvar verði öruggar og í aðlaðandi umhverfi. Þar sem því verður komið við verða Borgarlínubrautir í miðju götuþversniði, með almenna umferð til hliðar, það er svokallað og kjörþversnið. Reynsla nágrannaþjóða okkar sýnir að sú lausn sé öruggari og hefur í för með sér minni tafir á gatnamótum fyrir umferð vagnanna. Ekki reynist unnt að koma kjörþversniði fyrir allsstaðar og verður þá horft til annarra lausna eins og að hafa borgarlínubrautir í jöðrum þversniðsins, hafa Borgarlínu í blandaðri umferð eða á sérstökum Borgarlínugötum. Það fylgir því sveiganleiki að útfæra borgarlínu sem kerfi vagna á hjólum í stað léttlestar. Vagnar Borgarlínu geta ekið inn og út úr sérrýminu sem eykur skilvirkni og gerir Borgarlínu kleift að ná til fleiri farþega á stærra svæði. Höfundur er svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Samgöngur Strætó Reykjavík Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Borgarlínan gengur út á að gera almenningssamgöngur að þægilegum og aðgengilegum ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu. Með Borgarlínu verða ferðir vagna tíðar og áreiðanlegar þar sem sérrými fyrir vagna Borgarlínu tryggja að þeir munu geta komist á milli staða á annatíma án áhrifa umferðarþunga á öðrum akreinum. Borgarlínan mun ásamt Strætó mynda heilstætt net almenningssamgangna. Strætó vinnur nú að breytingu á leiðarneti með tilkomu Borgarlínu, Þar er gert ráð fyrir 7 stofnleiðum og 11 almennum leiðum Strætó. Stofnleiðir breytast í Borgarlínuleiðir eftir því sérrými Borgarlínu byggist upp. Almennar leiðir Strætó munu þjóna hverfum sem verða ekki í göngufæri við Borgarlínu. Stofnleiðirnar mynda burðarásinn í leiðanetinu með því að aka um þéttbyggð svæði og tengja saman mismunandi hverfi höfuðborgarsvæðisins með tíðum ferðum frá morgni til kvölds. Almenningssamgöngur verða því raunhæfur og þægilegur valkostur fyrir fleiri íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Göturýmið Á leiðum Borgarlínu þarf að endurhanna göturýmið og verður lögð áhersla á greið sérrými fyrir vagnanna og öruggar leiðir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Einnig verður lögð áhersla á að stöðvar verði öruggar og í aðlaðandi umhverfi. Þar sem því verður komið við verða Borgarlínubrautir í miðju götuþversniði, með almenna umferð til hliðar, það er svokallað og kjörþversnið. Reynsla nágrannaþjóða okkar sýnir að sú lausn sé öruggari og hefur í för með sér minni tafir á gatnamótum fyrir umferð vagnanna. Ekki reynist unnt að koma kjörþversniði fyrir allsstaðar og verður þá horft til annarra lausna eins og að hafa borgarlínubrautir í jöðrum þversniðsins, hafa Borgarlínu í blandaðri umferð eða á sérstökum Borgarlínugötum. Það fylgir því sveiganleiki að útfæra borgarlínu sem kerfi vagna á hjólum í stað léttlestar. Vagnar Borgarlínu geta ekið inn og út úr sérrýminu sem eykur skilvirkni og gerir Borgarlínu kleift að ná til fleiri farþega á stærra svæði. Höfundur er svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar