Borgarlínan Bryndís Friðriksdóttir skrifar 15. mars 2022 09:01 Borgarlínan gengur út á að gera almenningssamgöngur að þægilegum og aðgengilegum ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu. Með Borgarlínu verða ferðir vagna tíðar og áreiðanlegar þar sem sérrými fyrir vagna Borgarlínu tryggja að þeir munu geta komist á milli staða á annatíma án áhrifa umferðarþunga á öðrum akreinum. Borgarlínan mun ásamt Strætó mynda heilstætt net almenningssamgangna. Strætó vinnur nú að breytingu á leiðarneti með tilkomu Borgarlínu, Þar er gert ráð fyrir 7 stofnleiðum og 11 almennum leiðum Strætó. Stofnleiðir breytast í Borgarlínuleiðir eftir því sérrými Borgarlínu byggist upp. Almennar leiðir Strætó munu þjóna hverfum sem verða ekki í göngufæri við Borgarlínu. Stofnleiðirnar mynda burðarásinn í leiðanetinu með því að aka um þéttbyggð svæði og tengja saman mismunandi hverfi höfuðborgarsvæðisins með tíðum ferðum frá morgni til kvölds. Almenningssamgöngur verða því raunhæfur og þægilegur valkostur fyrir fleiri íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Göturýmið Á leiðum Borgarlínu þarf að endurhanna göturýmið og verður lögð áhersla á greið sérrými fyrir vagnanna og öruggar leiðir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Einnig verður lögð áhersla á að stöðvar verði öruggar og í aðlaðandi umhverfi. Þar sem því verður komið við verða Borgarlínubrautir í miðju götuþversniði, með almenna umferð til hliðar, það er svokallað og kjörþversnið. Reynsla nágrannaþjóða okkar sýnir að sú lausn sé öruggari og hefur í för með sér minni tafir á gatnamótum fyrir umferð vagnanna. Ekki reynist unnt að koma kjörþversniði fyrir allsstaðar og verður þá horft til annarra lausna eins og að hafa borgarlínubrautir í jöðrum þversniðsins, hafa Borgarlínu í blandaðri umferð eða á sérstökum Borgarlínugötum. Það fylgir því sveiganleiki að útfæra borgarlínu sem kerfi vagna á hjólum í stað léttlestar. Vagnar Borgarlínu geta ekið inn og út úr sérrýminu sem eykur skilvirkni og gerir Borgarlínu kleift að ná til fleiri farþega á stærra svæði. Höfundur er svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Samgöngur Strætó Reykjavík Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Borgarlínan gengur út á að gera almenningssamgöngur að þægilegum og aðgengilegum ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu. Með Borgarlínu verða ferðir vagna tíðar og áreiðanlegar þar sem sérrými fyrir vagna Borgarlínu tryggja að þeir munu geta komist á milli staða á annatíma án áhrifa umferðarþunga á öðrum akreinum. Borgarlínan mun ásamt Strætó mynda heilstætt net almenningssamgangna. Strætó vinnur nú að breytingu á leiðarneti með tilkomu Borgarlínu, Þar er gert ráð fyrir 7 stofnleiðum og 11 almennum leiðum Strætó. Stofnleiðir breytast í Borgarlínuleiðir eftir því sérrými Borgarlínu byggist upp. Almennar leiðir Strætó munu þjóna hverfum sem verða ekki í göngufæri við Borgarlínu. Stofnleiðirnar mynda burðarásinn í leiðanetinu með því að aka um þéttbyggð svæði og tengja saman mismunandi hverfi höfuðborgarsvæðisins með tíðum ferðum frá morgni til kvölds. Almenningssamgöngur verða því raunhæfur og þægilegur valkostur fyrir fleiri íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Göturýmið Á leiðum Borgarlínu þarf að endurhanna göturýmið og verður lögð áhersla á greið sérrými fyrir vagnanna og öruggar leiðir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Einnig verður lögð áhersla á að stöðvar verði öruggar og í aðlaðandi umhverfi. Þar sem því verður komið við verða Borgarlínubrautir í miðju götuþversniði, með almenna umferð til hliðar, það er svokallað og kjörþversnið. Reynsla nágrannaþjóða okkar sýnir að sú lausn sé öruggari og hefur í för með sér minni tafir á gatnamótum fyrir umferð vagnanna. Ekki reynist unnt að koma kjörþversniði fyrir allsstaðar og verður þá horft til annarra lausna eins og að hafa borgarlínubrautir í jöðrum þversniðsins, hafa Borgarlínu í blandaðri umferð eða á sérstökum Borgarlínugötum. Það fylgir því sveiganleiki að útfæra borgarlínu sem kerfi vagna á hjólum í stað léttlestar. Vagnar Borgarlínu geta ekið inn og út úr sérrýminu sem eykur skilvirkni og gerir Borgarlínu kleift að ná til fleiri farþega á stærra svæði. Höfundur er svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun