Borgarlínan Bryndís Friðriksdóttir skrifar 15. mars 2022 09:01 Borgarlínan gengur út á að gera almenningssamgöngur að þægilegum og aðgengilegum ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu. Með Borgarlínu verða ferðir vagna tíðar og áreiðanlegar þar sem sérrými fyrir vagna Borgarlínu tryggja að þeir munu geta komist á milli staða á annatíma án áhrifa umferðarþunga á öðrum akreinum. Borgarlínan mun ásamt Strætó mynda heilstætt net almenningssamgangna. Strætó vinnur nú að breytingu á leiðarneti með tilkomu Borgarlínu, Þar er gert ráð fyrir 7 stofnleiðum og 11 almennum leiðum Strætó. Stofnleiðir breytast í Borgarlínuleiðir eftir því sérrými Borgarlínu byggist upp. Almennar leiðir Strætó munu þjóna hverfum sem verða ekki í göngufæri við Borgarlínu. Stofnleiðirnar mynda burðarásinn í leiðanetinu með því að aka um þéttbyggð svæði og tengja saman mismunandi hverfi höfuðborgarsvæðisins með tíðum ferðum frá morgni til kvölds. Almenningssamgöngur verða því raunhæfur og þægilegur valkostur fyrir fleiri íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Göturýmið Á leiðum Borgarlínu þarf að endurhanna göturýmið og verður lögð áhersla á greið sérrými fyrir vagnanna og öruggar leiðir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Einnig verður lögð áhersla á að stöðvar verði öruggar og í aðlaðandi umhverfi. Þar sem því verður komið við verða Borgarlínubrautir í miðju götuþversniði, með almenna umferð til hliðar, það er svokallað og kjörþversnið. Reynsla nágrannaþjóða okkar sýnir að sú lausn sé öruggari og hefur í för með sér minni tafir á gatnamótum fyrir umferð vagnanna. Ekki reynist unnt að koma kjörþversniði fyrir allsstaðar og verður þá horft til annarra lausna eins og að hafa borgarlínubrautir í jöðrum þversniðsins, hafa Borgarlínu í blandaðri umferð eða á sérstökum Borgarlínugötum. Það fylgir því sveiganleiki að útfæra borgarlínu sem kerfi vagna á hjólum í stað léttlestar. Vagnar Borgarlínu geta ekið inn og út úr sérrýminu sem eykur skilvirkni og gerir Borgarlínu kleift að ná til fleiri farþega á stærra svæði. Höfundur er svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Samgöngur Strætó Reykjavík Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Borgarlínan gengur út á að gera almenningssamgöngur að þægilegum og aðgengilegum ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu. Með Borgarlínu verða ferðir vagna tíðar og áreiðanlegar þar sem sérrými fyrir vagna Borgarlínu tryggja að þeir munu geta komist á milli staða á annatíma án áhrifa umferðarþunga á öðrum akreinum. Borgarlínan mun ásamt Strætó mynda heilstætt net almenningssamgangna. Strætó vinnur nú að breytingu á leiðarneti með tilkomu Borgarlínu, Þar er gert ráð fyrir 7 stofnleiðum og 11 almennum leiðum Strætó. Stofnleiðir breytast í Borgarlínuleiðir eftir því sérrými Borgarlínu byggist upp. Almennar leiðir Strætó munu þjóna hverfum sem verða ekki í göngufæri við Borgarlínu. Stofnleiðirnar mynda burðarásinn í leiðanetinu með því að aka um þéttbyggð svæði og tengja saman mismunandi hverfi höfuðborgarsvæðisins með tíðum ferðum frá morgni til kvölds. Almenningssamgöngur verða því raunhæfur og þægilegur valkostur fyrir fleiri íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Göturýmið Á leiðum Borgarlínu þarf að endurhanna göturýmið og verður lögð áhersla á greið sérrými fyrir vagnanna og öruggar leiðir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Einnig verður lögð áhersla á að stöðvar verði öruggar og í aðlaðandi umhverfi. Þar sem því verður komið við verða Borgarlínubrautir í miðju götuþversniði, með almenna umferð til hliðar, það er svokallað og kjörþversnið. Reynsla nágrannaþjóða okkar sýnir að sú lausn sé öruggari og hefur í för með sér minni tafir á gatnamótum fyrir umferð vagnanna. Ekki reynist unnt að koma kjörþversniði fyrir allsstaðar og verður þá horft til annarra lausna eins og að hafa borgarlínubrautir í jöðrum þversniðsins, hafa Borgarlínu í blandaðri umferð eða á sérstökum Borgarlínugötum. Það fylgir því sveiganleiki að útfæra borgarlínu sem kerfi vagna á hjólum í stað léttlestar. Vagnar Borgarlínu geta ekið inn og út úr sérrýminu sem eykur skilvirkni og gerir Borgarlínu kleift að ná til fleiri farþega á stærra svæði. Höfundur er svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar