Vill skoða betur vaktafyrirkomulag og frítökurétt hjá HSS Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. mars 2022 07:01 Willum segist meðvitaður um vandamál HSS. vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir úrbætur í heilbrigðisþjónustu Suðurnesja komnar í farveg. Hann vill skoða betur hvort vaktafyrirkomulag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) skapi furðumikinn frítökurétt lækna, sem geri það að verkum að þeir starfi mikið á öðrum heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. HSS hefur lengi sætt nokkurri gagnrýni en um sjötti hver íbúa svæðisins sækir sér í dag frekar læknisþjónustu til Reykjavíkur. Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að undirbúa úrbætur á stöðunni. „Já, ég kannast svo sannarlega við þetta vandamál,“ segir Willum Þór Þórsson. „Það er svona verið að leggja lokahönd á úttekt á myndinni af stöðunni. Þetta hangir auðvitað saman við mjög öra og mikla fólksfjölgun á svæðinu, langt umfram landsmeðaltal frá 2015.“ Læknar með mikinn frítökurétt Svo virðist sem mönnun sé eitt helsta vandamálið hjá HSS. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar gagnrýndi það harðlega í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu að yfirlæknir heilsugæslu HSS hefði rekið læknaleigu og margir lækna stofnunarinnar færu reglulega út á land að sinna þjónustu þar á meðan HSS ætti sjálf við mikinn mönnunarvanda að etja. Þetta virðist hafa tíðkast í talsverðan tíma en í umfjöllun suðurnesja.nets frá árinu 2017 er talað um að vaktafyrirkomulag HSS skapi mikinn frítökurétt hjá læknum. „Með auknu vinnuálagi og því að læknar séu bæði að sinna heilsugæslu og bráðamóttöku þá myndast svokallaðar frívaktir. Og við erum með takmarkaða auðlind í heilbrigðisstarfsfólkinu okkar þannig að læknar eru mikið að hlaupa undir bagga víða og út á landsbyggðina,“ segir Willum. Þetta sé fyrst og fremst tengt kjarasamningum lækna. Læknarnir hafi sannarlega rétt til frítökunnar og að nýta hana til að starfa úti á landi. „En ég þarf sannarlega já að rýna þetta mál betur en mér virðist svona við fyrstu skoðun að þetta sé nú meira tengt þessum takmarkaða mannauði sem ég vísa til og svo að þetta er raunverulega bara svo um búið í kjarasamningum,“ segir hann. Þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir hafa forsvarsmenn heilbrigðisstofnunarinnar sem er ein sú stærsta á landinu ekki viljað veita fréttastofu viðtal um neitt sem tengist rekstrinum. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina: Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Heilbrigðismál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Sjá meira
HSS hefur lengi sætt nokkurri gagnrýni en um sjötti hver íbúa svæðisins sækir sér í dag frekar læknisþjónustu til Reykjavíkur. Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að undirbúa úrbætur á stöðunni. „Já, ég kannast svo sannarlega við þetta vandamál,“ segir Willum Þór Þórsson. „Það er svona verið að leggja lokahönd á úttekt á myndinni af stöðunni. Þetta hangir auðvitað saman við mjög öra og mikla fólksfjölgun á svæðinu, langt umfram landsmeðaltal frá 2015.“ Læknar með mikinn frítökurétt Svo virðist sem mönnun sé eitt helsta vandamálið hjá HSS. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar gagnrýndi það harðlega í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu að yfirlæknir heilsugæslu HSS hefði rekið læknaleigu og margir lækna stofnunarinnar færu reglulega út á land að sinna þjónustu þar á meðan HSS ætti sjálf við mikinn mönnunarvanda að etja. Þetta virðist hafa tíðkast í talsverðan tíma en í umfjöllun suðurnesja.nets frá árinu 2017 er talað um að vaktafyrirkomulag HSS skapi mikinn frítökurétt hjá læknum. „Með auknu vinnuálagi og því að læknar séu bæði að sinna heilsugæslu og bráðamóttöku þá myndast svokallaðar frívaktir. Og við erum með takmarkaða auðlind í heilbrigðisstarfsfólkinu okkar þannig að læknar eru mikið að hlaupa undir bagga víða og út á landsbyggðina,“ segir Willum. Þetta sé fyrst og fremst tengt kjarasamningum lækna. Læknarnir hafi sannarlega rétt til frítökunnar og að nýta hana til að starfa úti á landi. „En ég þarf sannarlega já að rýna þetta mál betur en mér virðist svona við fyrstu skoðun að þetta sé nú meira tengt þessum takmarkaða mannauði sem ég vísa til og svo að þetta er raunverulega bara svo um búið í kjarasamningum,“ segir hann. Þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir hafa forsvarsmenn heilbrigðisstofnunarinnar sem er ein sú stærsta á landinu ekki viljað veita fréttastofu viðtal um neitt sem tengist rekstrinum. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina:
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Heilbrigðismál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Sjá meira