Reykjavík – spennandi kostur Birna Hafstein skrifar 15. mars 2022 07:01 Hver er ávinningurinn fyrir íbúa Reykjavikur að fleiri innlendir eða erlendir ferðamenn heimsæki borgina? Jú, við höfum öll á einhvern hátt hag af því ef ferðamaður ákveður að koma og njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða. Þetta er ekki bara spurning um fjölgun starfa og auknar tekjur heldur fjölga ferðamenn íbúum tímabundið án mikils kostnaðar fyrir borgina. Íbúafjölgun bætir grundvöll fyrir ýmsa starfsemi, til dæmis blómlegan veitingarekstur og fjölbreytta menningu sem skilar sér í iðandi mannlífi. Sumt skilar sér með beinum hætti. Það þarf ekki nema ganga Skólavörðustíginn til að sjá að þar væri ekki jafnlífleg starfsemi listamanna, hönnunarverslana og listmunasala nema vegna viðskipta ferðamanna. Iceland Airwaves er annað dæmi um bein tengsl ferðamanna við listir og menningu. Reykjavík sem ráðstefnuborg, borg sem hýsir alþjóðlega menningarviðburði, stóra tónleika og íþróttakeppnir er vænlegur áfangastaður fyrir fjölbreytta flóru ferðamanna og við eigum að laða slíka viðburði til okkar. Við höfum skýran ávinning af því að fá ferðamenn til landsins og eigum að gera dvöl þeirra sem ánægjulegasta. Við auðgumst öll á því með einum eða öðrum hætti og fyrir lista- og menningarlíf er það sérstaklega mikilvægt. Ferðamenn auka getu okkar til að standa undir metnaðarfullum viðburðum, menningartengd ferðaþjónusta skilar margvíslegum hagnaði, fjárhagslegum en ekki síður auðgar hún samfélagið okkar. Hún stækkar kökuna fyrir sjálfstætt starfandi listamenn í öllum geirum og styrkir þannig atvinnugrundvöll þeirra. Þeir aðilar sem veljast hverju sinni til að stýra borginni ráðstafa fjármunum skattgreiðenda en þeir þurfa líka að huga að því hvernig afla skuli tekna. Þarna koma ferðamennirnir sterkir inn og því skiptir miklu að helsti viðkomustaður þeirra – Reykjavík – leggi sitt af mörkum. Því betur sem Reykjavíkurborg sinnir gestgjafahlutverkinu, liðkar til og auðveldar samskipti ferðamanna og þjónustufyrirtækja, þess meiri verður ávinningurinn. Og sá ávinningur er í þágu okkar allra. Gott orðspor skilar góðum ávinningi, ánægður ferðamaður skilar fleiri ferðamönnum sem auka tækifærin og lífsgæði okkar sem hér búum. Við viljum að borgin okkar sé spennandi valkostur fyrir alla, fólk, fyrirtæki, heimamenn og ferðamenn. Framsækin og alþjóðleg menningarborg sem eflir bæði atvinnulíf og mannlíf í borginni. Höfundur er formaður FÍL– Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og sækist eftir 2-3 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hver er ávinningurinn fyrir íbúa Reykjavikur að fleiri innlendir eða erlendir ferðamenn heimsæki borgina? Jú, við höfum öll á einhvern hátt hag af því ef ferðamaður ákveður að koma og njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða. Þetta er ekki bara spurning um fjölgun starfa og auknar tekjur heldur fjölga ferðamenn íbúum tímabundið án mikils kostnaðar fyrir borgina. Íbúafjölgun bætir grundvöll fyrir ýmsa starfsemi, til dæmis blómlegan veitingarekstur og fjölbreytta menningu sem skilar sér í iðandi mannlífi. Sumt skilar sér með beinum hætti. Það þarf ekki nema ganga Skólavörðustíginn til að sjá að þar væri ekki jafnlífleg starfsemi listamanna, hönnunarverslana og listmunasala nema vegna viðskipta ferðamanna. Iceland Airwaves er annað dæmi um bein tengsl ferðamanna við listir og menningu. Reykjavík sem ráðstefnuborg, borg sem hýsir alþjóðlega menningarviðburði, stóra tónleika og íþróttakeppnir er vænlegur áfangastaður fyrir fjölbreytta flóru ferðamanna og við eigum að laða slíka viðburði til okkar. Við höfum skýran ávinning af því að fá ferðamenn til landsins og eigum að gera dvöl þeirra sem ánægjulegasta. Við auðgumst öll á því með einum eða öðrum hætti og fyrir lista- og menningarlíf er það sérstaklega mikilvægt. Ferðamenn auka getu okkar til að standa undir metnaðarfullum viðburðum, menningartengd ferðaþjónusta skilar margvíslegum hagnaði, fjárhagslegum en ekki síður auðgar hún samfélagið okkar. Hún stækkar kökuna fyrir sjálfstætt starfandi listamenn í öllum geirum og styrkir þannig atvinnugrundvöll þeirra. Þeir aðilar sem veljast hverju sinni til að stýra borginni ráðstafa fjármunum skattgreiðenda en þeir þurfa líka að huga að því hvernig afla skuli tekna. Þarna koma ferðamennirnir sterkir inn og því skiptir miklu að helsti viðkomustaður þeirra – Reykjavík – leggi sitt af mörkum. Því betur sem Reykjavíkurborg sinnir gestgjafahlutverkinu, liðkar til og auðveldar samskipti ferðamanna og þjónustufyrirtækja, þess meiri verður ávinningurinn. Og sá ávinningur er í þágu okkar allra. Gott orðspor skilar góðum ávinningi, ánægður ferðamaður skilar fleiri ferðamönnum sem auka tækifærin og lífsgæði okkar sem hér búum. Við viljum að borgin okkar sé spennandi valkostur fyrir alla, fólk, fyrirtæki, heimamenn og ferðamenn. Framsækin og alþjóðleg menningarborg sem eflir bæði atvinnulíf og mannlíf í borginni. Höfundur er formaður FÍL– Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og sækist eftir 2-3 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar