Reykjavík – spennandi kostur Birna Hafstein skrifar 15. mars 2022 07:01 Hver er ávinningurinn fyrir íbúa Reykjavikur að fleiri innlendir eða erlendir ferðamenn heimsæki borgina? Jú, við höfum öll á einhvern hátt hag af því ef ferðamaður ákveður að koma og njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða. Þetta er ekki bara spurning um fjölgun starfa og auknar tekjur heldur fjölga ferðamenn íbúum tímabundið án mikils kostnaðar fyrir borgina. Íbúafjölgun bætir grundvöll fyrir ýmsa starfsemi, til dæmis blómlegan veitingarekstur og fjölbreytta menningu sem skilar sér í iðandi mannlífi. Sumt skilar sér með beinum hætti. Það þarf ekki nema ganga Skólavörðustíginn til að sjá að þar væri ekki jafnlífleg starfsemi listamanna, hönnunarverslana og listmunasala nema vegna viðskipta ferðamanna. Iceland Airwaves er annað dæmi um bein tengsl ferðamanna við listir og menningu. Reykjavík sem ráðstefnuborg, borg sem hýsir alþjóðlega menningarviðburði, stóra tónleika og íþróttakeppnir er vænlegur áfangastaður fyrir fjölbreytta flóru ferðamanna og við eigum að laða slíka viðburði til okkar. Við höfum skýran ávinning af því að fá ferðamenn til landsins og eigum að gera dvöl þeirra sem ánægjulegasta. Við auðgumst öll á því með einum eða öðrum hætti og fyrir lista- og menningarlíf er það sérstaklega mikilvægt. Ferðamenn auka getu okkar til að standa undir metnaðarfullum viðburðum, menningartengd ferðaþjónusta skilar margvíslegum hagnaði, fjárhagslegum en ekki síður auðgar hún samfélagið okkar. Hún stækkar kökuna fyrir sjálfstætt starfandi listamenn í öllum geirum og styrkir þannig atvinnugrundvöll þeirra. Þeir aðilar sem veljast hverju sinni til að stýra borginni ráðstafa fjármunum skattgreiðenda en þeir þurfa líka að huga að því hvernig afla skuli tekna. Þarna koma ferðamennirnir sterkir inn og því skiptir miklu að helsti viðkomustaður þeirra – Reykjavík – leggi sitt af mörkum. Því betur sem Reykjavíkurborg sinnir gestgjafahlutverkinu, liðkar til og auðveldar samskipti ferðamanna og þjónustufyrirtækja, þess meiri verður ávinningurinn. Og sá ávinningur er í þágu okkar allra. Gott orðspor skilar góðum ávinningi, ánægður ferðamaður skilar fleiri ferðamönnum sem auka tækifærin og lífsgæði okkar sem hér búum. Við viljum að borgin okkar sé spennandi valkostur fyrir alla, fólk, fyrirtæki, heimamenn og ferðamenn. Framsækin og alþjóðleg menningarborg sem eflir bæði atvinnulíf og mannlíf í borginni. Höfundur er formaður FÍL– Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og sækist eftir 2-3 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Sjá meira
Hver er ávinningurinn fyrir íbúa Reykjavikur að fleiri innlendir eða erlendir ferðamenn heimsæki borgina? Jú, við höfum öll á einhvern hátt hag af því ef ferðamaður ákveður að koma og njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða. Þetta er ekki bara spurning um fjölgun starfa og auknar tekjur heldur fjölga ferðamenn íbúum tímabundið án mikils kostnaðar fyrir borgina. Íbúafjölgun bætir grundvöll fyrir ýmsa starfsemi, til dæmis blómlegan veitingarekstur og fjölbreytta menningu sem skilar sér í iðandi mannlífi. Sumt skilar sér með beinum hætti. Það þarf ekki nema ganga Skólavörðustíginn til að sjá að þar væri ekki jafnlífleg starfsemi listamanna, hönnunarverslana og listmunasala nema vegna viðskipta ferðamanna. Iceland Airwaves er annað dæmi um bein tengsl ferðamanna við listir og menningu. Reykjavík sem ráðstefnuborg, borg sem hýsir alþjóðlega menningarviðburði, stóra tónleika og íþróttakeppnir er vænlegur áfangastaður fyrir fjölbreytta flóru ferðamanna og við eigum að laða slíka viðburði til okkar. Við höfum skýran ávinning af því að fá ferðamenn til landsins og eigum að gera dvöl þeirra sem ánægjulegasta. Við auðgumst öll á því með einum eða öðrum hætti og fyrir lista- og menningarlíf er það sérstaklega mikilvægt. Ferðamenn auka getu okkar til að standa undir metnaðarfullum viðburðum, menningartengd ferðaþjónusta skilar margvíslegum hagnaði, fjárhagslegum en ekki síður auðgar hún samfélagið okkar. Hún stækkar kökuna fyrir sjálfstætt starfandi listamenn í öllum geirum og styrkir þannig atvinnugrundvöll þeirra. Þeir aðilar sem veljast hverju sinni til að stýra borginni ráðstafa fjármunum skattgreiðenda en þeir þurfa líka að huga að því hvernig afla skuli tekna. Þarna koma ferðamennirnir sterkir inn og því skiptir miklu að helsti viðkomustaður þeirra – Reykjavík – leggi sitt af mörkum. Því betur sem Reykjavíkurborg sinnir gestgjafahlutverkinu, liðkar til og auðveldar samskipti ferðamanna og þjónustufyrirtækja, þess meiri verður ávinningurinn. Og sá ávinningur er í þágu okkar allra. Gott orðspor skilar góðum ávinningi, ánægður ferðamaður skilar fleiri ferðamönnum sem auka tækifærin og lífsgæði okkar sem hér búum. Við viljum að borgin okkar sé spennandi valkostur fyrir alla, fólk, fyrirtæki, heimamenn og ferðamenn. Framsækin og alþjóðleg menningarborg sem eflir bæði atvinnulíf og mannlíf í borginni. Höfundur er formaður FÍL– Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og sækist eftir 2-3 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun