Hringrásarhagkerfi kosningaloforða Þórður Gunnarsson skrifar 15. mars 2022 07:32 Árið 2018 lofaði Samfylkingin því fyrir sveitastjórnarkosningar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Bjóða átti öllum börnum á aldrinum 12 til 18 mánaða leikskólapláss. Vorið 2018 var 800 nýjum leikskólaplássum lofað fyrir kosningar. Sex nýjum leikskólum. Staðan fjórum árum síðar er að ekkert hefur breyst. Biðlistar eru ennþá jafnlangir eða lengri. Síðastliðið haust voru svokallaðar Ævintýraborgir kynntar til sögunnar. Er þar um að ræða stæður af færanlegum vinnuskúrum sem hafa verið innréttaðir sem daggæslurými fyrir börn. Ekki ósvipuð aðstaða og starfsmenn Impregilo nutu við byggingu Kárahnjúkavirkjunar á sínum tíma. Ný hverfi á borð við Hlíðarenda eru orðin full af fólki og íbúar þar þurfa að koma börnum sínum yfir þvera borgina á leikskóla. Íbúar Laugardal þurfa að keyra börn í leikskóla upp í Grafarvog. Svona mætti lengi telja. Ekki einu sinni Borgarlínan myndi leysa þetta vandamál. Frambjóðendur Samfylkingarinnar boða nú - árið 2022 - leikskólapláss fyrir öll 12 til 18 mánaða börn. Allir sjá hvernig gekk að standa við þetta sama loforð fyrir fjórum árum síðan. Það var hreinlega ekki gert. Er með ólíkindum að sama loforði sé teflt fram óbreyttu nú. Hringrásarhagkerfið er eitt af þeim samtímahugtökum sem njóta mikillar hylli um þessar mundir. Einn af lykilþáttum hringrásarhagkerfisins er ekki síst aukin endurvinnsla. Erfitt er að segja hvort endurvinnsla kosningaloforða falli að hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, en Samfylkingin virðist svo telja. Hringrásarhagkerfi kosningaloforða Samfylkingarinnar skilar engu gagnlegu. Sömu hlutunum er lofað kosningar eftir kosningar en ekkert gerist og ekkert breytist. Meirihlutinn í borginni veldur ekki verkefninu og kominn tími til að skipta þeim út. Ævintýraborgirnar eru því miður skýjaborgir. Höfundur er hagfræðingur og óskar eftir stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 18-19.mars Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Gunnarsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Reykjavík Mest lesið Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2018 lofaði Samfylkingin því fyrir sveitastjórnarkosningar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Bjóða átti öllum börnum á aldrinum 12 til 18 mánaða leikskólapláss. Vorið 2018 var 800 nýjum leikskólaplássum lofað fyrir kosningar. Sex nýjum leikskólum. Staðan fjórum árum síðar er að ekkert hefur breyst. Biðlistar eru ennþá jafnlangir eða lengri. Síðastliðið haust voru svokallaðar Ævintýraborgir kynntar til sögunnar. Er þar um að ræða stæður af færanlegum vinnuskúrum sem hafa verið innréttaðir sem daggæslurými fyrir börn. Ekki ósvipuð aðstaða og starfsmenn Impregilo nutu við byggingu Kárahnjúkavirkjunar á sínum tíma. Ný hverfi á borð við Hlíðarenda eru orðin full af fólki og íbúar þar þurfa að koma börnum sínum yfir þvera borgina á leikskóla. Íbúar Laugardal þurfa að keyra börn í leikskóla upp í Grafarvog. Svona mætti lengi telja. Ekki einu sinni Borgarlínan myndi leysa þetta vandamál. Frambjóðendur Samfylkingarinnar boða nú - árið 2022 - leikskólapláss fyrir öll 12 til 18 mánaða börn. Allir sjá hvernig gekk að standa við þetta sama loforð fyrir fjórum árum síðan. Það var hreinlega ekki gert. Er með ólíkindum að sama loforði sé teflt fram óbreyttu nú. Hringrásarhagkerfið er eitt af þeim samtímahugtökum sem njóta mikillar hylli um þessar mundir. Einn af lykilþáttum hringrásarhagkerfisins er ekki síst aukin endurvinnsla. Erfitt er að segja hvort endurvinnsla kosningaloforða falli að hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, en Samfylkingin virðist svo telja. Hringrásarhagkerfi kosningaloforða Samfylkingarinnar skilar engu gagnlegu. Sömu hlutunum er lofað kosningar eftir kosningar en ekkert gerist og ekkert breytist. Meirihlutinn í borginni veldur ekki verkefninu og kominn tími til að skipta þeim út. Ævintýraborgirnar eru því miður skýjaborgir. Höfundur er hagfræðingur og óskar eftir stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 18-19.mars
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun