Handbolti

Örvhentu skytturnar áfram hjá meisturunum

Sindri Sverrisson skrifar
Agnar Smári Jónsson bregður á leik með Motoki Sakai í bikarfögnuðinum á Ásvöllum um helgina. Arnór Snær Óskarsson fékk sérstaka viðurkenningu sem besti leikmaður úrslitahelgarinnar.
Agnar Smári Jónsson bregður á leik með Motoki Sakai í bikarfögnuðinum á Ásvöllum um helgina. Arnór Snær Óskarsson fékk sérstaka viðurkenningu sem besti leikmaður úrslitahelgarinnar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Eftir að hafa tryggt sér annan bikarmeistaratitil sinn í röð um helgina tilkynntu Íslands- og bikarmeistarar Vals í handbolta karla um að samningar hefðu verið framlengdir við helstu örhventu skyttur liðsins.

Arnór Snær Óskarsson, sem valinn var besti leikmaður bikarúrslitahelgarinnar, og Agnar Smári Jónsson verða áfram í herbúðum Vals.

Arnór Snær skrifaði undir samning sem gildir til næstu þriggja ára, eða út tímabilið 2025, og Agnar Smári gerði samning sem gildir út tímabilið 2024.

Arnór, sem er 22 ára, hefur sprungið út í vetur og er næstmarkahæstur Valsmanna í Olís-deildinni á þessari leiktíð með 69 mörk í 17 leikjum, einu marki á eftir Benedikt Gunnari bróður sínum.

Agnar Smári, sem sneri aftur á Hlíðarenda frá ÍBV sumarið 2018, hefur verið ein af stjörnum Olís-deildarinnar um árabil. Hann varð tvívegis Íslandsmeistari og tvívegis bikarmeistari með ÍBV, varð deildarmeistari með Val 2020 og Íslands- og bikarmeistari í fyrra.

Skammt er síðan að Valsmenn framlengdu samninga við landsliðsmanninn Magnús Óla Magnússon og japanska landsliðsmarkvörðinn Motoki Sakai.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×